Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.02.1999, Síða 11

Bæjarins besta - 03.02.1999, Síða 11
Hlutabréf í Básafelli hf. afar /ágt metin miðað við uppiausnarvirði fyrirtækisins „Ég fæ alltaf nýjar sögur á hverjum degi, rnaður. Hefurðu ekki líka heyrt að við séum búnir að selja Skutul?“ Þetta varð Arnari Kristinssyni, framkvæmdastjóra Básafells hf. í Isafjarðarbæ á orði, þegar BB bar undir hann eina af nýjustu kjafta- sögunum í bænum. Hún er á þá leið, að fyrirtækið sé á leiðinni lóð- beint á hausinn og eigendurnir að undirbúa að fara með allan flotann lil Kanada, líkt og Björgvin Bjarna- son á Langeyri (bróðir Matta Bjarna) gerði á sínum tíma og frægt varð. Arnar Kristinsson. Höfuðstöðvar Básafells hf á Isafirði. Kjaftasögur eru óhjá- kvæmilegurfylgifiskurþeg- ar stórfyrirtæki í sveiflu- kenndum og áhættusönrum rekstri eru annars vegar. Básafell er stærsti vinnu- veitandinn í Isafjarðarbæ. Gríðarleg lækkun á gengi hlutabréfa í fyrirtækinu á síðasta ári var mjög umtöluð kringum áramótin og kjafta- gangurinn magnaðist urn allan helming. En ekki hafði BB samt heyrt um söluna á Skutli. „Nú, hvað er þetta. Það heyrði ég“, sagði Arnar. - Það fylgdi hinni sög- unni að þið hefðuð verið að láta breyta skipunum til þess að þau hentuðu betur til veiða fyrir Clearwater í Kanada... „Það er út af fyrir sig rétt að við erum í samstarfi við Fiskiðjusamlag Húsavíkur um byggingu rækjuverk- smiðju áNýfundnalandi. En það er alveg óviðkomandi breytingunum á skipunum." - Hvað er að frétta af gangi mála þar vestra? „Það er allt í góðurn gír og áætlað að verksmiðjan fari í gang í byrjun apríl.“ - Þar kemur fyrirtækið 3xStál á ísafirði mjög við sögu... „Já, þeir eru þar með stóran verksamning.“ Það var í ágúst á síðasta ári sem þær fréttir bárust, að Fisk- iðjusamlag Húsavíkur og Básafell væru að nema land í Kanada og reisa rækjuverk- srniðju í bænum St. Anthony á Nýfundnalandi í félagi við Clearwater Fine Foods Inc., eitt öflugasta sjávarútvegs- fyrirtæki Kanada. Forráða- rnenn Clearwater sjá sér eink- um hag í því að hagnýta sér langa reynslu Islendinga af rækjuveiðum og kunnáttu íslensku fyrirtækjanna í rækjuvinnslu. A rnóti kernur, að íslensku fyrirtækjunum mun nýtast þekking Clearwat- er á mörkuðum í Asíu og víða urn heim. Samanlagt selja fyrirtækin þrjú um einn sjö- unda af allri kaldsjávarrækju sem veidd er í heiminum. Höf- uðstöðvar Clearwater eru í Halifax á Nova Scotia. Fyrir- tækið gerir út um 30 skip og báta og vinnur hörpuskel, hurnar, bolfisk og rækju. Clearwater á níu fiskvinnslu- stöðvar á Atlantshafsströnd Kanada og starfsmenn eru um 1.500. Fiskiðjusamlag Húsavíkur er rótgróið fyrirtæki og var á síðustu árurn orðið að stórurn hluta byggt upp á rækjunni. Hins vegar hefur það verið að fikra sig yfir í bolfiskinn á ný að undanförnu. „Það er alveg ljóst, miðað við ástandið árækjumiðunum hér heima og ef það lagast ekki", segirArnar Ki'istinsson. „að við ætlum ekki að sitja nreð hendur í skauti og bíða eftir að það lagist. Við ætlum að sækja rækjuna þangað sem hún er. Ef hún verður á Flærn- ska hattinum, þá reynum við að veiða sem rnest þar á nreð- an. Eins horfum við til þess að veiða rækju við Svalbarða. En að við ætlum að flytja okk- ur eitthvað, það er argasta bull. Þú hefur séð í fréttum undan- farið að menn eru að flagga skipuni út til að fá veiðileyfi á Flæmskahattinum.Viðhöfum skoðað þau nrál, en það hefur engin ákvörðun verið tekin í því og ekkert sem liggur fyrir í dag um að það verði gert. En einhvers staðar verður að finna skipunum rekstrar- grundvöll og verksmiðjunum hráefni. Ef þetta yrði gert, þá væri það til þess að afla hrá- efnis fyrir verksmiðjuna hér heima.“ - Þannig að það sem þið kynnuð að veiða fyrir vestan færi ekki í vinnslu þar... „Nei, það kærni allt hingað heim. Það er eins öruggt og ég sit hérna núna.“ - Nú hefur mikil lækkun á hlutabréfum í Básafelli á síð- asta ári verið í fréttum. Hvern- ig eru horfurnar? „Eins og menn vita hefur staðan í rækjuveiðunum verið gífurlega erfið frá því í sept- ember. Aftur á móti hefur ver- ið mjög góður gangur í salt- fiskinum á Flateyri." - Þegar þið lokuðuð annarri rækjuvinnslunni á Isafirði í byrjun ársins - fór þá ekki eitthvað af fólkinu til Flat- eyrar? „Það hefur aðallega farið að vinna við bolfiskvinnsluna hjáokkuráSuðureyri. Þarhef- ur gengið líka gengið vel. Það er góður tími fyrir bolfiskinn eins og er og niikið fiskirí. Við gerum út einn línubát með beitningavél, Gylli sem landar á Flateyri, og annan minni sem beitir í landi, Súgfirðing sem leggur upp á Suðureyri. Það má segja að Gyllir sé bú- inn að halda uppi vinnslunni í janúar. Hann er búinn að fiska mjög vel. Súgfirðingur hefur líka aflað vel þegar gefið hefur fyrir hann, en hann er vissu- lega lítill. Einnig eru togar- arnir að gera það gott í bol- fiskinum. Sléttanesið var að landa fyrir 53 milljónir eftir 22 daga og Orrinn er væntan- legur þessa dagana með von- andi lítið minna.“ Að sögn Arnars vinna sam- tals um 280 rnanns hjá Bása- felli uni þessarmundir, þannig að það eru ófáar fjölskyldur sem eiga sitt undir gengi fyrirtækisins. Endurbæturnar sem nú standa yfir á Skutli eru lokahrinan í endurupp- byggingu skipastólsins hjá Básafelli. „A síðasta ári byrjuðum við að byggja á kæligeymslu og móttöku á Flateyri og því verki verður lokið á þessu ári. Síðan er vonast til að ekki þurfi að ráðast í meiri framkvæmdir næstu árin. Þetta er að komast í það horf sem menn vilja og í samræmi við þá stefnu sem mörkuð varfyrireinuoghálfu ári." - Voru bréfm í fyrirtækinu of hátt metin? „Það fer allt eftir því hvern- ig á það er litið. Ef litið er á mat bréfanna sem hlutfall af upplausnarvirði fyrirtækis- ins, þá eru þau í dag líkdega eitthvers staðar nrilli 20 og 25% miðað við endurmetið eigið fé. A Verðbréfaþingi eru dæmi þess að þetta hlutfall sé allt upp í 100% og jafnvel yfir það. Þá er urn það að ræða að rekst- urinn sé einstaklega arð- bær. Ef við værum að græða á rekstrinum, þá teldust bréfm afar lágt met- in miðað við það markaðs- gengi sem er á þeim í dag. En á meðan reksturinn er eins og hann hefur verið, þá þykir fjárfestum ekki ástæða til að meta þau hærra Yfirleitt er talið rnjög eðlilegt að þetta hlutfall sé í kringum 50%. Til þess ætti gengið hjá okkur að vera rétt rúrnir þríren það hefur hins vegar verið um 1,50 að undan- förnu. Upplausnarvirði Básafells er líklega eitt- hvað urn eða yfir fjóra milljarðaen hlutabréfin eru í dag um einn milljarður. Við eigum því inni alla hækkunina þegar rekstur- inn fer að skila hagnaði“, sagði Arnar Kristinsson. Aiheimsmeistaramótið í Víkingaskák Skúli fyrsD meistarinn Sex kepptu á fyrsta Is- landsmótinu íVíkingaskák, sem haldið var á ísafirði sl. föstudag. Mótið var jafn- framt fyrsta heimsmeistara- mótið í þessari íþrótt. Og ekki nóg með það. heldur nefndist það alheimsmeist- aramót þótt einungis Jarðar- búar hafi verið með að þessu sinni, hvað sem síðar verður. Fyrsti íslandsmeistarinn, heimsmeistarinn og alheims- meistarinn í Víkingaskák er Skúli Þórðarson. Hann fékk fjóra vinninga í fimm skákuni. I öðru sæti varð Hálfdán Bjarki Hálfdánsson með þrjá og hálfan vinning og í þriðja sæti Sigurður Páll Ólafsson með tvo og hálfan vinning. í fjórða til fimmta sæti urðu Jón Reynir Sigurvinsson og Krist- inn Orri Hjaltason með tvo vinninga hvor og í sjötta sæli Þorkell Þórðarson með einn vinning. Þorkell vann reyndar Kristinn Orri Hjaltason og Sigurður Páll Ólafsson þungt hugsi yfir skákinni. það afrek að sigra sjálfan Brynjar Viborg. Undanfarið þvíaðalheimsmeistaramót alheimsmeistarann í síðustu hefur Víkingaskák verið í þessari merku og sér- umferðinni. þreytt af kappi í Framhalds- stæðu iþrótt verði árlegur Skákstjóri og dómari var skóla Vestfjarða. Stefnt er að viðburður á ísafirði. MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 11

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.