Bæjarins besta - 31.03.1999, Qupperneq 8
HINR/KSSON
LÖGMAÐUR OG KEPPNISMAÐUR
Silfurtorgið er hjarta ísafjarðar. Þar mætast gömlu göturnar
Aðalstræti, Hafnarstræti og Silfurgata og þar í kring eru nokkur af
elstu fyrirtækjum þessa gamla bæjar. Á annarri hæð í húsinu nr. 1
við Silfurtorg býr Arnar Geir Hinriksson lögfræðingur og
fasteignasali og þar er hann einnig með skrifstofu sína. Þegar
einhverjir viðburðir eru á torginu, svo sem tónleikar eða kórsöngur
eða götuleikhús eða annar fagnaður, þá getur hann fylgst úr stofunni
sinni með öllu sem fram fer, rétt eins og af bestu svölum í leikhúsi.
Þegar gengið er í téða stofu
vekur athygli mikill fjöldi
bikara og annarra verðlauna-
gripa af ýmsum stærðum og
gerðum, að minnstakosti ein-
hverjir tugir, og munu þó
fleiri geymdir annars staðar.
Flestir munu þeir vera fyrir
góða frammistöðu við græna
borðið. Ekki hefurArnarGeir
neina hugmynd um heildar-
fjölda þeirra verðlaunagripa
sem hann hefur unnið til.
Hann útskýrir fjöldann með
tvöfaldri hógværð og úrdrætti
sem minnir á enska séntil-
menn af gamla skólanum: „A
árum áður voru veitt hin og
þessi verðlaun og bikarar
fyrir heita má hvert einasta
bridsmót sem haldið var. Auk
þess var ég mjög heppinn
með makkera, þannig að ég
eignaðist töluvert af þessu,
sérstaklega á áttunda og ní-
unda áratugnum.“ Amar læt-
ur þess ógetið, sem vitað er,
að makkerar hans í bridsinu
hafa verið afar heppnir með
makker.
Omar Sharif
og fleiri gúðir
A gömlum skáp stendur
lítil mynd sem tekin var að
loknu alþjóðlegu bridsmóti
Flugleiða á Hótel Loftleiðum
fyrir tæpum áratug eða svo.
Þar getur að líta fjóra prúð-
búnaog brosandi menn.Þetta
eru bridsmeistaramir Omar
Sharif, Björn Theódórsson,
EinarValur Kristjánsson heit-
inn, yfirkennari á Isafirði, og
Arnar Geir Hinriksson. Þeir
félagarnir EinarValur og Am-
ar Geir náðu mjög vel saman
á græna ffltinu og árangur
þeirra á bridsmótum syðra
var oft glæsilegur. Addi gerir
lítið úr því eins og öðru -
„maður tók þátt í s vo mörgum
mótum að tölfræðilega hlaut
maður einhvern tíma að verða
fremur ofarlega“, segir hann.
í Mosfellssveitinni hefði
svona röksemdafærsla ein-
faldlega verið kölluð hunda-
lógík.
Úátekin hvítvínsflaska
Innan um aðra verðlauna-
gripi stendur óátekin hvít-
vínsflaska sem Arnar Geir
fékk á einhverju bridsmóti
fyrirallmörgum árum. Óopn-
uð — á seinni árum mun hann
gera fremur lítið af því að opna
áfengisflöskur.
Arnar Geir Hinriksson er
innfæddur Isfirðingur. Hann er
einn af fáum þeirrar þjóðar sem
hafa farið brott til franthalds-
náms en snúið síðan aftur til
ævistarfa á æskuslóðum að
loknu háskólaprófi. Lögfræð-
ingur ogfasteignasali.já.Adda
Geir þótti lögfræðin ekki neitt
sérlega skemmtileg þegar hann
var í námi. Þá var margt annað
miklu skemmtilegra en lestur
námsbóka. Og þó að hann hafi
nú bollokað í lagakrókum hér
á Isafirði milli tuttugu og fimm
og þrjátíu ár eða hvað það nú
er og plumað sig bærilega, þá
er víst ennþá margt, margt í
lífinu sem er fullt eins
skemmtilegt og lögfræðistörf-
in, að ekki sé meira sagt.
Sic transit ploria mundi
Addi er ekki bara lögfræð-
ingur. Hann er keppnismaður
að eðlisfari, spilar brids og
stundar skíðamennsku og golf
- og gerir að sjálfsögðu afar
lítið úr færni sinni á þeim svið-
um; hæðist að sjálfum sér ef
eitthvað er. Hann er dapur yfir
stöðu bridsíþróttarinnar á Isa-
firði síðustu árin. Það eru að
heita má allir farnir - suður, til
útlanda eða til austursins eilífa.
Og það kemur saknaðarblær í
svipinn og röddina þegar
minnst er á skíðasvæðið á
Seljalandsdal. Það er eins og
krafturinn hverfi úr rómnum
þegarhann talar um skíðapara-
dísina á Dalnum. „Maður var
farinn að hlakka til að geta
farið að nota nýju et'ri lyftuna
en það verður víst einhver bið
á því“, segir hann.
A skíðunum er Arnar Geir
meira í bruni en svigi. Hann
tekur helst ekki beygjur á leið-
inni niður nema í brýnni nauð-
syn, að sögn þeirra sem til
þekkja. „Þeir segja þetta víst
sem horfa á mig en sjálfum
fínnst ég alltaf vera að taka
beygjur. Kannski er það bara
misskilningur hjá mér.“
- Frekar að aðrir skíðamenn
taki beygjur þegar þú kemur
brunandi...
„Ef til vill fmnst mönnum
það öruggara að beygja frá
þegar ég er á ferðinni. Það er
út af fyrir sig skiljanlegt.“
Garpamútlð
Addi Geir hefur oft tekið
þátt f Garpamótinu (skíðamót
eldri borgara, þ.e. þeirra sem
eru meira en hálffertugir).
Margir líta á Garpamótið sem
hátindinn á Skíðavikunni. Þar
er Jói Torfa einvaldur dómari
og sagt er að heppilegt sé að
vera í náðinni hjá þeim manni,
þegar dómar eru kveðnir upp.
Illar tungur segj a að Arnar hafi
stundum notið þess en samt
telur hann sjálfur að árang-
urinn mætti vera betri.
„Já, frá því að Jói hætti að
keppa sjálfur getur varla heitið
að ég hafi unnið nokkurn
mann. Jú, einhvern tfmann
vann ég Þorstein lækni. Hann
gerði sér ekki grein fyrir því
hvað ég var sterkur. Honunt
varð svo mikið um að ég veit
ekki betur en hann hafí hætt á
skíðum eftir það. En meira að
segja Kristján orkubússtjóri
hefur verið mér erfiður og þá
er nokkuð sagt. Einu sinni
vann hann bara á því að
Magnús sonur hans lagði
brautina og leiðbeindi honum
í smáatriðum hvernig hann
ætti að keyra hana.“
Æfingar á laun
í flspen og Vail
- Þetta segir víst nokkuð
um Garpamótið og fremur
óhefðbundið eðli þess... Sum-
ir keppendur eru sagðir æfa
sig á laun á erlendum skíða-
svæðum. Er það rétt að þú
hafír orðið uppvís að slíku,
enda þótt árangurinn hafi ef
til vill ekki orðið í samræmi
við það? Er það rétt að þú
hafir stundað bestu skíða-
brekkur í Austurríki, Sviss og
á Ítalíu?
Ekki þrætirArnarGeirfyrir
það. Og hann bætir því meira
að segja við, að í tvö síðustu
skiptin hafi hann farið alla leið
vestur um haf til skíðaiðkana
úr því að sjálf Alpafjöllin
dugðu ekki. Þarstundaði hann
skíði íColorado-fylki, íAspen
og víðar og meira að segja í
heimsmeistarabrekkunum í
Vail.
Stanslaus afturför...
- Þú ert keppnismaður að
eðlisfari og hefurbæði gaman
af því að keppa sjálfur og einn-
ig að fylgjast með öðrum
keppa. Bridsið, skíðin, golf-
ið...
„Ég gutla aðeins í golfí við
lítinn orðstír. Síversnandi orð-
stír. Þetta er stanslaus aftur-
för.“
- Það er sitthvað fieira en
lögspekin sameiginlegt hjá
ykkur„gömlu“ lögfræðingun-
um á Isafirði, ykkur Tryggva
Guðmundssyni. Hann fjöl-
hæfur íþróttamaður og mikill
bjargmaður eins og hann á
ky n til. Þú hefur meira að segja
farið í bjargferðir á Horn-
strandir eins og hann...
„Já, ég hef haft það að at-
vinnu,tvívegis. OgArnarGeir
greinir frá því þegar hann fór
í fyrsta sinn á Hælavíkurbjarg
ungur háskólanenti ásamt
Tryggva, sem þá var unglings-
piltur, og skyldmennum hans
af bjargfólksættum Horn-
stranda.
Arnar Geir fór norður til
Akureyrar í menntaskóla eins
og algengast var um ísfírðinga
á þeim tíma, en ekki suður.
Hann þvertekur fyrir að hafa
stefnt að því að verða lög-
fræðingur. „Það var tilviljun.
Segja má að ég hafi einfald-
lega elt vini mína úr mennta-
skóla í lögfræðina."
Átogara
Að loknu lagaprófi var
Arnar Geir í nokkur ár fulltrúi
sýslumanns og bæjarfógeta í
Keflavík. Eftir það kom hann
aftur heim til Isafjarðar og fór
á sjóinn og var mest á Páli
Pálssyni, eitthvað um tvö ár.
Ekki var hann þó með lög-
fræðikontór um borð. „Nei,
ég kom ekkert nálægt lög-
fræðistörfum þennan tfma
sem ég var á sjónum. Það var
fullt starf.“
Eftir að Arnar kom í land
opnaði hann lögfræðiskrif-
stofu heima hjá foreldrum sín-
um aðAðalstræti 13 á Isafirði.
„Þar var fyrsta skrifstofan
mín.“ Síðan var hann með
skrifstofu í Fjarðarstrætinu
þangað til hann keypti hús-
næðið að Silfurtorgi 1 árið
1982, þar sem hann hefur búið
upp frá því og jafnframt rekið
lögfræðiskrifstofu og fast-
eignasölu.
Hann er ekki bara Isfirð-
ingur, heldur ísfirðingur í þó
nokkra ættliði. Forfaðir hans
var séra Hálfdán Einarsson
prestur á Eyri í Skutulsfirði.
„Föðurættin mín hefur verið
hér að minnta kosti eina og
hálfa öld og móðurættin átti
hér viðkomu fyrir einni og
hálfri öld en fór síðan um tíma
inn í Djúp.“
Kúfiskur ogjakahlaup
Arnar Geir er fæddur niðri
á Bökkum, nálægt mótum
Silfurgötu og Sundstrætis, rétt
Dokkumegin við Silfurgöt-
una. „Það var ákaflega
skemmtilegt að vera á Rifinu
og stinga kúfisk og selja hann
í beitu. Það gaf góðan pening.
Þetta var bara aukastarf
mannaþegarég varlítill strák-
ur en fyrr á öldinni var þetta
stundað sem full atvinna og
líklega hægt að hafa upp undir
full daglaun á hvorri t)örunni.“
- Þú stundaðir jakahlaup á
ungum aldri og hefur þá
væntanlega stundum vökn-
að...
Svarið er skýrt: „Maður var
alltaf rennandi blautur.“
- En aldrei í lífshættu?
„Ekki í jakahlaupi, en mað-
ur var alltaf að detta í sjóinn.
Ég hélt mig afar mikið niðri á
bryggju. Þegar ég var um sex
ára gamall datt ég út af Komp-
aníbryggjunni og var búinn
að missa meðvitund þegar
mér var bjargað."
Nærri drukknaður
- Hver bjargaði þér?
„Hann hét Viggó Berg-
sveinsson. Hann var að koma
á trillu innan úr Djúpi og var
að leggja að næstu bryggju
þegar hann heyrði óhljóðin í
strákunum sem voru með mér.
Viggó kom hlaupandi og stakk
sér og bjargaði mér. Ég held
að ég hafi verið kominn á
botninn. Ég var að snúa mér
hringinn í kringunt ljósastaur
sem vará bryggjunni og missti
takið. Um þetta leyti var
Sundhöllin að taka til starfa
og ég var umsvifalaust sendur
á sundnámskeið. Eftir það gat
ég bjargað mér sjálfur þegar
ég datt í sjóinn.“
- Skautahlaup var stundað
á Pollinum á þessum árum,
en það er liðin tíð eins og svo
margt annað...
„Já, við lékum okkur mikið
á skautum. Líka áttum við
skektu. Við drógum hana upp
á ísinn og sfðan var það mikið
sport að hlaupa með hana og
renna henni af ísnum og út í
sjóinn. Eins vorum við á sleð-
um á ísnum og undum upp
segl og gátum komist á blúss-
andi ferð. Já, það var gaman
að leika sér á ísnum! Þessu
fylgdi auðvitað ákveðin hætta
en það var einmitt það sem
maður sótti í og hefur alltaf
sótt í. Maður sækir í spennu.“
- Það er eins og veðurfarið
hafi breyst áliðnum áratugum.
Nú virðist minna um skauta-
svell á Pollinum en á fyrri
árum...
„Já, það var miklu meira
um að Pollinn legði. Skipa-
ferðir voru engu minni inni á
Pollinum á þessurn árum en
nú er. Skipin voru sífellt að
koma og fara. Þá var engin
Sundahöfn og öll skip og bátar
komu inn á Pollinn og lögðust
við bryggjurnar sem þá voru
hér en eru nú horfnar. Héma
úti í bænunt voru mest jakar
en á skautunum vorum við
meira inn með Seljalandsveg-
inum og inni í firði. Og svo
var mikið farið yfir á Skip-
eyrina.“
Á skíði á ný
nærri fertugur
- Fyrir daga flugvallarins.
,Já. Þar var geysilega gott
leiksvæði."
- Þú munt eitthvað hafa
stigið á skíði á menntaskóla-
árunum á Akureyri en síðan
ekki fyrr en þú komst vestur
aftur...
„Já, og reyndar ekki strax
eftir að ég kom heim aftur.
Ætli ég sé ekki kominn fast
að fertugu þegar ég fer að
stunda skíðin á nýjan leik og
það er ekki fyrr en upp úr
1985 sem ég fer að stunda
þau af krafti, eða öllu heldur
um 1988 þegar rennur af mér.
Mig minnir að það hafi verið
1986 sem ég fór í mína fyrstu
skíðaferðtil útlanda. Segjamá
að þá hafi orðið þáttaskil hvað
varðar áhuga minn á skíðun-
um. Þá magnaðist hann um
allan helming.“
Og enn hefur veðráttan
haldið áfram að breytast. Fyrst
höfðu þær breytingar áhrif á
skautamennskuna en síðustu
árin hefur hún gert alvarlegt
strik í reikninginn í skíða-
íþróttum hér.einsog allirvita.
Annað hvort er snjóleysi eða
snjóflóð.
Að heiman,
heim, að heiman?
8
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999