Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.03.1999, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 31.03.1999, Blaðsíða 14
Ásgerður Bergsdóttir OIi- ver! Litli leikklúbburinn og Tón- listarskóli Isafjarðar hafa nú í sameiningu sett upp söngleikinn Oliver! eftir sögu Charles Dick- ens í leikstjórn Guðjóns Olafs- sonar. Það varárið 1837-39 sem skáldsagan Oliver Twist kom út í tímaritinu Bentley’s Miscell- any en áður hafði Dickens orðið frægur fyrir skáldsöguna The Pickwick Papers. Söngleikurinn Oliverle r hins vegar eftir Lionel Bart og var hann fyrst frumsýndur í Lund- únum árið 1960. Bart varð heimsfrægur af þessum söngleik en aðeins af honum því þetta er eina verk hans sem náð hefur vinsældum. I uppfærslu Litla leikklúbbs- ins og Tónlistarskólans áOliver! fer ung stúika með hlutverk Olivers, Þórunn Arna Kristjáns- dóttir. Þórunn Arna er ekki alls óvön að syngja og vera í sviðs- ljósinu. Hún stendur sig vel í þessu stóra hlutverki, syngur fallega, er skýrmælt og geislar af leikgleði. Stundum kemur þó fyrir að hana vanti raddstyrk, bæði í söng og þegar hún talar. Herdís Anna Jónasdóttir fer með hlutverk Sleipa-Hrapps, besta og slyngasta vasaþjófsins í liði Fagins. Hún hefur fallega söngrödd en jafnframt sterka og skýra rödd sem berst vel til áhorfenda. Leikgleði hennar og hæftleikar á þessu sviði eru einn- ig augljósir. Samleikur þeirra Hrapps og Olivers er auk þess einstaklega góður. Finnur Magnússon, formaður Litla leikklúbbsins, er einnig í stóru hlutverki en hann leikur herra Bumble, forstöðumann munaðarleysingjahælisins. I leikskránni segir hann hlut- verkið krefjandi og þá sérstak- lega sönginn. Það verður ltka að segjast að hann veldur söng- num engan veginn, rödd hans er ekki nógu sterk og hann er alls ekki nógu lagvís. Hinsveg- ar tekur hann sig að öðru leyti vel út sem hjákátlegi harðstjór- inn Bumble sem er undir járnhæl konu sinnar. I hlutverki hennar er Freygerður Olafsdóttir. Hún gerir því frábær skil, er bæði fyndin og skemmtileg, hefur hljómmikla og skýra rödd og syngur gullfallega. Hr. Brownlow er leikinn af Rúnari Erni Rafnssyni. Hlut- verk hans er ekki stórt en honum ferst það mjög vel úr hendi. Hann er svo látlaus og eðlilegur í hlutverki sínu að ég gleymdi því næstum að ég væri að horfa á leikrit en fannst ég vera farinn að gægjast inn um skráargatið hjá góðmenninu Brownlow. Þarna er því réttur maður á réttum stað. Ekki má sleppa Fagin, leik- num af Páli Gunnari Loftssyni. Þegar ég las sem barn söguna um Oliver og sá söngleikinn (í sjónvarpi) minnist ég þess að hafa hræðst þennan foringja vasaþjófanna og þótt hann í meira lagi óhugnanlegur. Það sama verður ekki sagt um þennan Fagin sem virðist reyn- ast strákunum vel. Mér fannst hann bæði góður og hlýlegur í viðmóti og hann átti alla mt'na samúð, þessi eldri maður sem átti engan að nema litlu þjófa- strákana. Páll Gunnar tekur sig einstaklega vel út á sviðinu, hefur mjög fallega söngrödd, þó hún sé ekki sterk og leikur einstaklega vel, án allrar tilgerð- ar eða rembings. Atriðið, þar sem hann veltir fyrir sér framtíð- inni, er til að mynda hreinn skrifar Asgerður Bergsdóttir. gullmoli. Það vill brenna við, þegar áhugaleikhópar eru annars vegar, að leikararnir eru ekki nægilega skýrmæltir. Þetta á við um nokkra leikara íOliver!. Aðstoðarmaður útfararstjórans (Þorkell Þórðar- son) er t.d. alls ekki nógu skýr- mæltur svo að áhorfandi má stundum hafa sig allan við að heyra hvað hann er að segja. Nancy (Auður Birna Guðna- dóttir), hin góðhjartaða gleði- kona, sem hefur gullfallega og sterka söngrödd er óskýrmælt þegar hún er ekki að syngja, flýtir sér of mikið og gleymdi textanum sínum of oft. Að einhverju leyti má kannski kenna sviðinu um hversu illa heyrðist í sumum leikurunum. Sem dæmi má nefna upphafsatr- iðið. Börnin á vinnuhælinu syngja og láta sig dreyma um veislumat. Þau sitja frekar aftar- lega á sviðinu og það verður til þess að sviðið gleypir helminginn af söngnum og svo bergmálar hann inn í holrúminu. Þetta er stór galli því þessi söngur er skemmtilegur og kórinn/börnin syngja mjög vel. Það sem einnig vantar í þessa sýningu eru hreyfingar með söngnum. Fyrrnefnt upphafsat- riði hefði t.d. verið hreint frábært hefðu krakkarnir hreyft sig með tónlistinni, sungið svolítið meira með öllum líkamanum. Þetta vantaði einnig hjá nokkrum leik- urum og þá einkum hinum ill- skeytta Bill Sikes, sem stóð bara eins og trjádrumbur þegar hann söng. Sviðsmyndin er að mínu mati vel heppnuð. I sýningunni eru notaðir fjórir stórir „kassar“ á hjólum sem rennt er til og frá eftir því hvar við erum stödd í leikrit- inu og þjóna sem bakgrunnur fyrir ólíka staði, allt frá því að vera þjófabæli Fagins til þess að vera falleg stássstofa hjá hr. Browniow. Það eina sem hægt væri að finna að var að þegar verið var að rúlla sviðsmyndinni til og skipta um stað hefði mátt minnka ljósin á sviðinu meira. Aðsiðustuberað nefna tónlist- ina. Það er í meira lagi virðingar- vert að áhugamannaleikhús sem þetta hafi „lifandi“ tónlist á sýningu og það gerði sýninguna enn betri. S igríður Ragnarsdóttir, skóla-stjóri Tónlistarskólans segir í leikskrá að söngleikurinn Oliver! „...hafi hrifið áheyrendur allt frá því hann var frumsýnd- ur...“. Hún segir að það sé ekki síst tónlistinni að þakka. Þar er égásamamáli. Flestirleikararnir fara vel með þessi fallegu og skemmtilegu sönglög, kórinn er mjög góður og hljóðfæraleikar- amir einnig. Hins vegar mættu aðstandendur sýningarinnar al- veg íhuga að minnka ljósið á hljóðfæraleikur-unum eða finna betri lýsingu sem ekki truflar áhorfendur úti í sal. Það að áhugaleikhópur taki sem viðfangsefni slíkt stórvirki, sem söngleikurinn Oliver! er, verður að teljast virðingarvert. Ekki verður annað sagt en að Litli leikklúbburinn og Tónlistarskóli fsafjarðar hafi staðist þá prófraun, sem slík sýning hlýtur að vera. Haftð þökk fyrir góða skemmtun. SJÓNVARPIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 11.30 Skjáleikurinn 16.25 Handboltakvöld 16.45 Leiðarljós 17.30 Fréttir 17.35 Auglýsingatími 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.30 Nýjasta tækni og vísindi 19.00 Andmann (25:26) 19.27 Kolkrabbinn 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Víkingalottó 20.45 Mósaflc 21.30 Laus og liðug (7:22) 22.00 íshúsið (3:3) 23.00 Ellefufréttir og íþróttir 23.20 Skíðalandsmótið á ísaflrði Upptaka frá keppni dagsins. 00.40 Auglýsingatími 00.50 Skjáleikurinn FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 11.10 Skjáleikur 16.15 Skíðalandsmótið á Isafíröi 16.45 Leiðarljós 17.35 Auglýsingatínii 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 Tvífarinn (9:13) 19.00 Heimur tfskunnar (24:30) 19.27 Kolkrabbinn 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 ...þetta helst 21.15 Jeremías (Jeremiah) Fjölþjóðleg sjónvarpsmynd frá 1988 gerð eftir sögum Gamla testament- isins .Aðalhlutverk: Patrick Dempsey, OliverReed, KlausMaria Brandauer, Leonore Varela og Andrea Occhip- inti. 22.55 2001: Geimferðin Ianga (2001: A Space Odyssey) Bresk bíómynd frá 1968 byggð á vísindaskáldsögu eftir Arthur C. Clarke þar sem saga mannkyns er sett í búning ferðalags um geiminn. Aðalhlutverk: Keir Dullea, Gary Lockwood og William Sylvester. 01.10 Útvarpsfréttir 01.20 Skjáleikurinn FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1999 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.10 Skjáleikur 15.10 HM í skautaíþróttum 16.45 Leiðarljós 17.35 Auglýsingatími 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Búrabyggð (5:96) 18.30 Úr ríki náttúrunnar 19.00 Gæsahúð (21:26) 19.27 Kolkrabbinn 20.00 Fréttir, veður og íþróttir 20.30 Spænska veikin - framhald Myndin fjallar um uppgröft vísinda- manna á líkum sjö námumanna í kirkjugarðinum í Longyearbyen á Svalbarða í ágúst í fyrra. 21.00 Greifínn af Monte Cristo (1:4) (Le Comte de Monte Cristo) Franskur myndaflokkur frá 1998 gerður eftir sögu Alexanders Dumas um greifann sem strýkur úr fangelsi eftir 20 ára vist og einsetur sér að fullnægja réttlætinu og hefna sín á þremenningunum sem eyðilögðu fyrirhonumæskuárin .Aðalhlut-verk: Gérard Depardieu, Ornella Muti, Jean Rochefort. 22.40 Stanley og Livingstone (Stanley and Livingstone) Bandarísk mynd frá 1996 um ferð blaðamannsins Henrys Mortons Stanleys til Afríku í þeim tilgangi að hafa uppi á trúboðanum dr. David Livingstone. Aðalhlutverk: Aidan Quinn og Nigel Hawthorne. 00.10 Útvarpsfréttir 00.20 Skjáleikur LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1999 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.35 Skjáleikur 13.10 Skíðalandsmót á ísafírði 14.10 Auglýsingatími 14.25 Þýska knattspyrnan Bein útsending frá leik í úrvals- deildinni. 16.25 Leikur dagsins Sýndur verður leikur Flenshurg og Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Einu sinni var... (22:26) 18.30 Úrið hans Bernharðs (8:12) 18.45 Seglskútan Sigurfari (5:7) 19.00 Fjör á fjölbraut (10:40) 19.50 20,02 hugmyndir um eiturlyf 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.35 Lottó 20.45 Á hlindflugi Stuttmynd um stórreykingamann sem ákveður að drepa endanlcga í eftir áralanga baráttu við fíknina. Aðal- hlutverk: Hilmir Snœr Guðnason. 21.00 Greifínn af Monte Cristo (2:4) 22.45 Pelíkanskjalið (The Pelican Brief) Bandarísk spennumynd frá 1993 byggð á sögu eftir John Grisham. Aðcilhlutverk: Julici Roberts, Denzel Washington, Scim Shepard, John Heard og John Lithgow. 01.00 Útvarpsfréttir 01.10 Skjáleikur SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1999 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.40 Skjáleikur 13.10 Öldin okkar (13:26) 14.10 La traviata 16.00 Páskamessa Páskaguðsþjónusta í Frfkirkjunni í Reykjavík. 17.05 Friðlýst svæði og náttúruminjar Lónsfjörður 17.25 Nýjasta tækni og vísindi 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 Víðavangshlaupið 19.00 Geimferðin (37:52) 19.50 Ljóð vikunnar 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.20 Sunnudagsleikhúsiö Guð er til... og ástin Sjónvarpsmynd gerð eftir handriti Illuga Jökulsonar. Leikendur: Egill Heiðar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Haraldsson, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir og Lciufey Brá Jónsdóttir. 21.40 Greifínn af Monte Cristo (3:4) 23.25 Listhlaup á skautum 01.25 Útvarpsfréttir 01.35 Skjáleikurinn MÁNUDAGUR 5. APRÍL 1999 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.30 Skjáleikurinn 15.45 Markaregn 16.45 Leiðarljós 17.35 Auglýsingatími 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Dýrin tala (13:26) 18.30 Ævintýri H.C. Andersens 19.00 Ég heiti Wayne (26:26) 19.27 Kolkrabbinn 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.30 Páskaspuni 21.05 (ireifínn af Monte Cristo (4:4) 22.40 Kammersveit Reykjavíkur 23.10 Sá á kvölina... Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1995 um sálarkreppu eldri manns þegar kona hans og dóttir verða ófrískar á sama tíma. 00.45 Markaregn 01.45 Útvarpsfréttir 01.55 Skjáleikurinn ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 11.30 Skjáleikurinn 16.45 Leiðarljós 17.30 Fréttir 17.35 Auglýsingatími 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Ævintýri Níelsar lokbrár 18.30 Beykigróf (5:20) 19.00 Nornin unga (1:24) 19.27 Kolkrabbinn 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 X ’99 Kosningabaráttan í Sjónvarpinu hefst með umræðuþætti í beinni útsendingu þar sem formenn framboða á lands- vísu leiða saman hesta sína. 21.50 Titringur 22.25 Fyrir fréttir 23.00 Ellefufréttir og íþróttir 23.20 Skjáleikurinn MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 11.30 Skjáleikurinn 16.45 Leiðarljós 17.30 Fréttir 17.35 Auglýsingatími 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.30 Feröaleiðir 19.00 Andmann (26:26) 19.27 Kolkrabbinn 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Víkingalottó 20.45 Mósaík 21.30 Laus og liðug (8:22) 22.05 Fyrr og nú (10:22) 23.00 Ellefufréttir og íþróttir 23.20 Handboltakvöld 00.40 Skjáleikurinn STÖÐ2 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 13.00 Apollo 13. (e) 15.20 Að Hætti Sigga Hall (8:12) (e) 16.00 Spegill, spegill 16.25 Tímon, Púniba og félagar 16.45 Brakúla greifí 17.10 Glæstar vonir 17.35 Sjónvarpskringlan 18.00 Fréttir 18.05 Beverly Hills 90210 19.00 19>20 19.30 Fréttir 20.05 Samherjar (2:23) 21.00 Hérerég 21.30 Ótti (Fear) Nicole Walker er aðeins 16 ára en hana dreymir um að hitta þann eina rétta. Þegar hún kynnist David í villtu teiti þykist hún hafa himin höndum tekið. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Reese Witherspoon og William Petersen. 23.05 Apollo 13. (e) 01.20 Meint fullnæging karla (e) 02.50 Dagskrárlok FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 08.50 Bangsi litli 09.00 Ákijá 09.10 Fjóla og Fífukollur 09.15 Ur bókaskápnum 09.25 í Erilborg 09.50 Þúsund og ein nótt 10.15 Köngulóarniaðurinn 10.40 Tímon, Púmba og félagar 11.05 Húsið á sléttunni (e) French. 12.45 Leikhúsævintýri (e) 14.30 Hale og Pace: Fyrsti apríl! (e) 15.20 Meðafa 16.10 Jóhannesarpassía 17.15 Glæfraspil (e) 19.00 19>20 19.30 Fréttir 20.05 Abba Abbaátónleikum: upptökurfrá 1979 á Wembley þegar sveitin var á hátindi ferils síns. 21.00 Á vit hins ókunna (Contact) Eleanor Arroway er stjörnufræðing- ur. Hún hefur alla tíð verið mjög heilluð af stjörnum himinsins og trúir þvf staðfastlega að einhvers staðar þarna úti sé líf að finna. Einn örlaga- rfkan morgun heyrir hún dularfull skilaboð sem berast utan úr geimnum. Aðalhlutverk: Jodie Foster, Matthew McConaughey, James Woods, John Hurt, Tom Skerritt ogAngela Bcissett. 23.30 Ríkarður III Ríkarður þriðji er eitt þekktasta verk heimsbókmenntanna og ekki er hægt að festa tölu á allar þær ólíku útgáfur af verkinu sem færðar hafa verið upp. Aðalhlutverk: Annette Benning, Jim Broadbent og lan McKellen. 01.15 Nína fær sér elskhuga (e) (Nina Takes a Lover) Ástríðan á það til að fjara út úr hjóna- böndum og Nina hefur fundið fyrir því í hjónabandi sínu. Aðalhlutverk: Michael O ’Keefe, Paul Rhys og Laura San Giacomo. 02.50 Hinir heimilislausu (e) (Saint of Fort Washington) Bandarísk bíómynd frá 1993 um óbil- andi vináttu tveggja heimilislausra manna í New York. Aðalhlutverk: Danny Glover, Matt Dillon og Rick Aviles. 04.30 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 2.APRÍL.1999 08.50 Bangsi litli 09.00 Ákijá 09.10 Fjóla og FífukoIIur 09.20 Ur bókaskápnum 09.30 í Erilborg 09.55 Þúsund og ein nótt 10.20 Köngulóarmaðurinn 10.45 Tímon, Púmba og félagar 11.10 Gátuland 11.35 Blake og Mortimer (1:26) 12.00 Barnfóstran (5:22) 12.20 Handlaginn heimilisfaðir 12.45 60 mínútur II 13.30 Hamlet 17.30 Jóhannesarpassía 18.35 Glæfraspil (e) (2:3) 19.30 Fréttir 19.55 Corpus Camera Hvers vegna tekur fólk myndir af líkum? Hvaða tilgangi þjónar það að eiga myndir af látnum ættingja? Hver vill minnast dauðans? í þessari heim- ildarmynd er leitað svara við spurn- ingum af þessu tagi. 20.50 Requiem 21.00 Einn góðan veðurdag (One Fine Day) Rómantísk gamanmynd með úrvals- leikurum. Melanie Parker ereinstæð móðir og dugmikill arkitekt. Jack Taylor er hins vegar fráskilinn blaða- maður sem hefur dóttur sína hjá sér aðra hverja helgi. Bæði hafa eiginlega fengið nóg af hinu kyninu og gæta þess ávallt að halda temmilegri fjar- lægð.Aðalhlutverk: George Clooney, Michelle Pfeiffer og Mae Whitman. 22.45 Góðkunningjar lögreglunnar (Usual Suspects) Fimm ólíkir glæpamenn eru hand- teknir og settir í sakbendingu vegna glæps sem þeir frömdu ekki. Þeir komast fljótlega að því að örlögin hafa leitt þá saman og kannski fleiri veraldlegri kraftar. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Kevin Pollak, Stephen Baldwin og Chazz Palminteri. 00.30 Sporfari (e) 02.25 Jade (e) 04.00 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1999 09.00 Meðafa 09.50 Bangsi litli 10.00 Heimurinn hennar Ollu 10.25 í blíðu ogstríðu 10.50 Villingarnir 11.10 Tiny Toons I 11.35 Úrvalsdeildin 12.00 NBA tilþrif 12.25 Oprah Winfrey 13.10 Ellen (1:22) (e) 13.45 Enski Boltinn 16.05 60 mínútur II 17.00 DHL deildin í körfubolta 18.35 Glæstar vonir 19.00 19>20 19.30 Fréttir 20.05 Ó, ráðhús! (10:24) 20.35 Vinir (3:24) 21.05 Kæri Guð (Decir God) Gamanleikarinn og þáttastjórnandinn Greg Kinnear fer með aðalhlutverkið í þessari bráðskemmtilegu gaman- niynd um svindlara og smáþjóf sem féflettir og prettar sakleysingja í starfi sfnu hjá póstþjónustinni. Aðalhlut- verk: Greg Kinnecir. 22.55 Fylgdarsveinar (Chcisers) Gamanmynd um Rock Reilly og Eddie Devane úr sjóhernum sem eru fengnir til þess að fylgja dularfullum fanga milli tveggja leynilegra áfanga- staða. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Erika Eleniak, William McNamara og Gary Busey. 00.35 Áreitni (e) 02.05 Hefnd busanna 4 (e) 03.35 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1999 09.00 Fíllinn Nellí 09.05 Finnur og Fróði 09.20 Sögur úr Broca stræti 09.35 ÖssiogYIfa 10.00 Donkí Kong 10.25 Skólalíf 10.45 Dagbókin hans Dúa 11.10 Týnda borgin 11.35 Heilbrigð sál í hraustum líkama 12.00 Sonur forsetans (e) 13.40 Don Giovanni (e) 16.35 Munkarnir í St. Vandrille- klaustrinu (e) 17.20 íhugun (2:14) (e) 17.45 Jessica Tivens (e) 18.10 Viskífarmurinn 19.30 Fréttir 19.55 Louisa Matthíasdóttir Fjallað er um myndlistarkonuna Louisu Matthíasdóttur sem starfar í New York. 20.35 Orgelkonsert Sinfóníuhljómsveit Islands flytur Orgelkonsert op. 7 eftir Jón Leifs. 21.05 Mamma (Mother) John Henderson hefur átt í mesta basli með kvenfólkið og er tvífráskilinn. Hannáttarsigáþvíaðeftil vill liggur rótin að vandanum í sambandi hans við móður sína. John ákveður því að flytja aftur heim til mömmu og reyna að koma hlutunum á hreint .Aðalhlut- verk: Albert Brooks, Debbie Reynolds og Rob Morrow. 22.50 Sólbruni (Burnt by the Sun) Þriggja stjarna mynd sem gerist í Rússlandi árið 1936. 01.05 Ræningjar á Drottningunni (e) (Assault On A Queen) 02.50 Frelsinginn (e) (Freejack) 04.40 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 5. APRÍL 1999 09.00 Bangsi litli 09.10 Ákijá 09.20 Fjóla og Fífukollur 09.25 í Erilborg 09.50 Sígild ævintýri 10.25 Köngulóarmaðurinn 10.45 Tímon, Púmba og félagar 11.10 Húsið á sléttunni (e) 12.45 Níu mánuðir (e) 14.25 NBA leikur vikunnar 15.45 Nureyev - dáðrakkur dansari 16.30 Nágrannar 16.55 Glæstar vonir 17.15 Glæfraspil (e) (3:3) 19.00 19>20 19.30 Fréttir 20.05 Að Hætti Sigga Hall (9:12) 20.35 60 mínútur 21.25 Cilæfraspil 23.30 Ensku mörkin 00.25 Minningar úr körfunni (Basketball Diaries) 02.05 í bráðri hættu (e) (Outbreak) 04.10 Dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 13.00 Samherjar (2:23) (e) 13.50 60 mínútur 14.40 Ástir og átök (10:25) 15.05 Ellen (2:22) (e) 14 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.