Víðförli - 15.12.1997, Page 2

Víðförli - 15.12.1997, Page 2
Að kveðja og heilsa Við erum því ekki lengur ókunnug, að hátíðaryfirbragð fylgi fyrsta sunnudegi í aðventu. Enda hefst þá hinn formlegi undirbúningur hæstrar hátíðar við upphaf nýs kirkjuárs. Óvanari erum við því, að mikil hátíð og hátíðarbragur fylgi síðasta sunnudegi kirkjuársins. Enda er boðskap- urinn myrkur, að margra áliti, þar sem fjallað er um efsta dóm og lok þeirrar veraldar, sem við þekkjum eina. Nú brá svo við á síðasta degi lið- ins kirkjuárs, að hátíð var mikil, gleði ríkti og fleiri vígðir menn voru saman komnir á einn stað en fyrr hefur þekkst. Stærsti helgidómur landsins á Skólavörðuholti reyndist ekki einu sinni rúm alla, sem inn- göngu leituðu. Voru þó prestar með prófasta sína í fararbroddi ásamt með hinni nýju stétt djákna og kennara guðfræðideildar auk bisk- upaliðs og fulltrúa erlendra kirkna annarra, staðsettir í kór og nam fjöldinn tveimur hundruðum. Og til þess enn frekar að rýma fyrir kirkju- gestum voru kórar stórgóðir, þrír talsins á pöllum innan við forkirkju og fyrir framan kór. Voru þetta Dóm- kórinn og Mótettukór Hallgríms- kirkju auk barna- og ungmennakórs Kársnesskóla í Kópavogi. Enginn velktist í vafa um tilefni svo fjölmennrar kirkjugöngu og há- tíðarbrags meiri en minnst hefur verið fyrr. Það var verið að vígja nýj- an biskup. Og vel var við hæfi, að lexíur dagsins minntu á fyrirheit skaparans um að gefa lýð sínum nýja veröld og nýjan himinn og hjá Páli kom fram í huggunarbréfi til of- Víðförli Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Ritstjóri og ábm.: Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Höfundarmerktar greinar eru á ábyrgð höfundar. Kápumynd: Gunnar Vigfússon. Umbrot: Skerpla. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. sótts safnaðar í Rómaborg, að þján- ingar þeirra hyrfu sem ekkert væri fyrir fyrirheit dýrðar, sem myndi sannarlega rætast. Væri því ekki óeðlilegt, að ég tengdi í vígsluræðu minni þessi fyr- irheit vonar bæði nýju kirkjuári sem nýjum biskupi. Sköpun á sér sífellt stað. Þótt Guð hafi í upphafi litið verk sín og talið þau harla góð, læt- ur hann ekki af því að bæta og skapa í anda þeirra einkenna sem honum fylgja, þar sem er hið góða, fagra og fullkomna. En Guð er ekki einn að verki. Hann hefur gefið manninum ótrú- lega mikið frelsi til þess að velja og hafna. Nýja sköpun og nýjan himin þiggjum við frá hinum allmáttka Guði. En okkur er einnig fengið verk að vinna, öllum kristnum mönnum og þá með sérstökum hætti þeim, sem með handayfirlagningu á vígsludegi þiggja aukið hlutverk umfram aðra. Það veltur því á miklu, hvernig kirkjan býr nýjum biskupi starfsskil- yrði og hvernig vígðir þjónar henn- ar raða sér í fylkingu undir forystu hans. Einn megnar biskup lítt að ganga til móts við nýja jörð, hvað þá nýjan himinn. En í fulltingi því, sem þegið er, má miklu áorka. Við báðum því ekki aðeins fyrir herra Karli á síðasta sunnudegi kirkjuársins, heldur höldum áfram þeirri iðju, hvort heldur í kirkju eða heimahúsum, á samkomum og öðr- um þeim stöðum, þar sem samein- uð bæn trúaðra megnar mikils. En svo er til allra höfðað, að þeir gangi sjálfir fram í bænheyrslunni og láti hana verða að raunveruleika í lífi kirkjunnar, starfi hennar sem þjón- ustu. Þá eru lexíur vígsludags ekki fyrirheit í fjarlægri framtíð, heldur verkefni næstu ára og byrjar með því kirkjuári sem við fögnum á fyrsta sunnudegi í aðventu. Um leið og ég bæti enn við bæn- um mínum vegna eftirmanns míns og fel hann, fjölskyldu hans og fram- tíð forsjá Guðs og að styrkur fylgi verkum hans, þá þakka ég fyrir þann tíma, sem mér hefur auðnast að leit- ast svo við að rækja skyldur mínar, sem heit á vígsludegi brýnir til. Með þessari bæn vegna nýs bisk- ups og kirkju íslands kveð ég les- endur Víðförla af þeim vettvangi, sem biskupum er helgaður og vænti nýrrar myndar nýs biskups með boðskap sinn í næstu blöðum. Sjálf- ur þakka ég og gleymi eigi neinum velgjörðum, hvorki Guðs né góðra manna. Ólafur Skúlason. Friðarhátíð Hin árlega friðarhátíð ÆSKR verður haldin í Seltjarnarnes- kirkju 14. desemberkl. 17:00. Um er að rœða sameiginlega guðs- þjónustu allra æskulýðsfélaga kirknanna í Reykjavíkurprófasts- dœmum. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á unglingavæn- an kvöldverð á vœgu verði og margs konar dagskrá fram á kvöldið. Það er von ÆSKR að sem flestir láti sjá sig. Flutningur Skrifstofa œskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dœmum (ÆSKR) flytur í húsnœði Grensáskirkju frá og með 1. des- ember næstkomandi. En undan- farin ár hefur skrifstofan verið staðsett í Hallgrímskirkju. ÆSKR þakkar samstarf við starfsfólk Hallgrímskirkju. Víðförli

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.