Víðförli - 15.12.1997, Síða 4
*
* * Barn er fætt
Guð sat á hásæti sínu á himnum og
beið. Hann beið eftir að jólin kæmu,
hinu fyrstu jól í sögu heimsins.
Á þessari nóttu átti Guðs sonur
að fæðast á jörðu. Guð beið
hans.
Þá komu fjórir erki-
englar fljúgandi fram til
hásætis hans. Þetta
voru Gabríel, Rafael,
Uriel og Mikael.
Englarnir
s e m
frá sköpun
heimsins höfðu verið Guðs
nánustu samstarfsmenn.
Mikael, nafnið hans þýðir „hver er sem Guð“,
hafði verið óþreytandi andstæðingur djöfulsins frá byrj-
un. Hann gekk fram fram fyrir auglit Guðs og segir: „Herra, hættu við fyr-
irætlan þín. Þetta mun aldrei fara vel. Þú veist hvernig manneskjurnar eru
f lágan stall var
laöður hanna
í löndum Austur-Evrópu tíðkast það að hafa til skrauts um-
búnað fæðingar freisarans og er þessu stillt upp á áberandi
stað. í upphafi aðventu er skrautið tekið fram og því komið
fyrir, nema barninu í jötunni. Jatan stendur auð og er það
hlutverk barnanna að búa um barnið í jötunni á sem bestan
hátt. Það felst í því að þau eru hvött til að hjálpa til á allan
hátt. Góðu verkin þeirra eru síðan verðlaunuð með strái í
jötu Jesúbarnsins. Eftir því sem þau eru betri því mýkri
verður hvíla Jesúbarnsins þegar kemur að heilögum jólum
og þá er styttan af barninu lögð í jötuna.
Það er ómögulegt að bæta þær. Það
eru liðin svo mörg ár frá sköpun
heimsins og ekkert hefur breyst til
hins betra.“
Guð horfði á þjón
sinn og sagði blíðlega:
„Ég veit það og þess
vegna ætla ég að
senda son minn til
jarðar. Hann á að
lifa eins og maður
meðal manna. Hann á að
fæðast eins og þeir og lifa og
deyja eins og aðrar manneskjur til
að börn jarðarinnar skilji að mér
þykir vænt um þau eins og börnin
mín þrátt fyrir allan þeirra ófullkom-
leika. Þau munu trúa og skilja í tím-
ans rás að ég sleppi þeim aldrei,
hvorki í lífi né dauða. Þegar ég læt
minn eigin son fæðast eins og eitt af
þeim og þegar þau sjá hann sem
venjulegt, hjálparvana ungabarn þá
hljóta þau að skilja að ég elska þau.
Þetta er von mín“ — og andlit Guðs
ljómaði þegar hann sagði þetta.
„Þetta er von mín að þegar mann-
eskjurnar sjá son minn og fagna fæð-
ingu hans þá skynji þær hversu und-
ursamlegt lífið er og að hið óskiljan-
lega og undarlega er ekki að dauðinn
finnst í heiminum. Hið undursam-
lega er að lífið er til.“
„Heyrið!" sagði Guð ... og hljóm-
urinn af gráti nýfædds barns barst
frá jörðunni upp til himins.
Erkienglarnir hneigðu sig djúpt
frammi fyrir hásæti Guðs og flugu
síðan á braut en Guð eins og talaði
við sjálfan sig og sagði: „Barn er oss
fætt, sonur er oss gefinn ..."
Amen.
(Þýtt úr bókinni Paradis porten e. Gunda Jörgensen)
Víðförli