Víðförli - 15.12.1997, Side 8
Við vígslu Skúla, sonar Ólafs og Ebbu, fyrr á þessu ári.
ásamt úrvinnslu frá þeim. Þarna
nefnir Olafur sem dæmi kirkjuráðs-
fundi sem haldnir séu allt að tvisvar
til þrisvar í mánuði. Ráðið sé nokk-
urs konar ríkisstjórn kirkjunnar og
biskup þá forsætisráðherrann. Mikil
ábyrgð hvíli á störfum þess og sagð-
ist Ólafur vera þakklátur fyrir hversu
starfið með kirkjuráði hafi verið far-
sælt og aldrei hafi komið upp neinn
alvarlegur ágreiningur þó vitanlega
hafi menn ekki alltaf verið sammála.
Það sama á við um samstarfsfólkið á
biskupsstofu. Þau hafi verið eins og
einn maður. Svo vitnað sé í orð
Ólafs:
„Þegar mest næddi um mig þá átti
ég hvergi eins vísan stuðning og
kærleika eins og hjá þessu sam-
starfsfólki og það segir töluvert.“
Það var samdóma álit biskups-
hjónanna að miklar breytingar eigi
sér stað innan íslensku kirkjunnar
og ekki verði séð fyrir endann á
þeim. Það sé líka áberandi á þessum
umbrotatímum að oft sé söfnuður-
inn persónugerður í sóknarprestin-
um. Eins sé þetta þegar kemur að
biskupi. Þjóðkirkjan sé persónugerð
í biskupnum og ef einhverjum er í
nöp við biskupinn þá sé þeim sama
líka í nöp við kirkjuna. Það má svo
líka segja að ef einhverjum er í nöp
við kirkjuna þá er nærtækast að
skella skuldinni á persónu biskups-
ins.
Ebba minnist líka að oft sé það
fólk sem lítið veit um allt það starf
sem á sér stað í kirkjunni sem gagn-
rýni harðast. Þau hafi setið fundi
með fólki sem talar um að lítið starf
sé í kirkjunum. Þegar farið er að
segja fólki frá öllu því sem er í boði
í safnaðarstarfinu þá verði það
hissa.
Ólafur segist oft líta til baka þessa
dagana og sjái þá atriði sem gleðji
eins og hafa ásamt Glúmi Gylfasyni
organista lagt áherslu á stofnun
barnakóra innan safnaða kirkjunnar.
Þegar Glúmur bar þetta undir hann
þá fannst honum þetta vera góð leið
til að laða fleiri að kirkjunni því vís-
asta leiðin að hjarta fullorðinna er í
gegnum börnin. í dag er þetta víða
orðinn áberandi hluti af safnaðar-
starfinu og auðgar það.
Það er margt hægt að rifja upp og
hér hefur aðeins verið farið á hunda-
vaði yfir starfsævi þeirra í þjónustu
kirkjunnar. Ólafur og Ebba segja að
fyrst og fremst sé það handleiðsla
Guðs, traustið til hans og trúin sem
hefur borið uppi líf þeirra í starfi
þeirra fyrir kirkjuna.
Vasaklútaj ól
í næsta húsi við okkur Eddu vinkonu bjó töfrandi ungfrú sem nefnd var Siddý,
en þetta var á þeim tímum þegar gælunöfn tiikomumikilla kvenna enduðu á
ypsiloníi. og Siddý þessi, sem hafði augnsvip Eiísabetar Taylor og hreyfingar
Audrey Heburn, er nátengd einum bestu jólum sem ég hef lifað.
Ekki man ég lengur hvað Siddý
hafði fyrir stafni á daginn, en ein-
hvers staðar mun hún þó hafa unnið
því hún flögraði niður tröppurnar á
morgnana og upp þær aftur er halla
tók degi. Stundum flögraði hún þær
líka niður á fögrum haustkvöldum
og endaði þá oft inni í gljáfægðum
bjúikk sem beið hennar fyrir utan.
Með þessu flögri Siddýjar fylgd-
umst við vinkonurnar af máttlausri
aðdáun, og oft um helgar þegar ung-
frúin átti frí og þurfti að naglalakka
sig, fengum við að fara ofan í sjoppu
fyrir hana til að kaupa kókflösku. Ef
við vorum heppnar og fengum af-
gang, gátum við skipt með okkur
verkum þannig, að Edda rétti henni
kókflöskuna og ég henni afganginn,
en ef hún lét okkur hafa akkúrat fyr-
ir flöskunni, rifumst við um það bak
við sjoppu hver ætti að rétta henni
flöskuna. Oftast fóru málin á þann
veg að við réttum henni hana báðar,
Edda hélt um stútinn, ég um botn-
inn.
Víðförli