Víðförli - 15.12.1997, Blaðsíða 9
Ætíð sýndi ungfrúin okkur mikla
elsku, brosti til okkar og hló, dáðist
að limaburði okkar og mælsku,
sagði að við værum góðar og sætar
stelpur, og leyfði okkur stundum að
koma inn til sín og hlusta á plötur.
Væri hún sérstaklega vel upplögð,
fengum við að taka til í herberginu
hennar.
Það var svo á jólaföstunni þegar
við vinkonurnar vorum sem oftar
að leika okkur úti í hvítum kuldan-
um, að Siddý kom út úr húsinu á
rauðri kápu og tók stefnuna niður í
bæ. Við hættum að leika okkur,
stóðum þarna í stígvélum með nef-
rennsli og horfðum á eftir henni þar
til Edda gat ekki orða bundist og
sagði kokmælt: Ég ætla að gefa
henni jólagjöf.
Á þessu augnbliki tók ég þá
ákvörðun að gefa henni Iíka jólagjöf.
Hins vegar ætlaði ég ekki að nefna
það við Eddu því þá segði hún að ég
væri að herma eftir henni. En vita-
skuld yrði gjöfin mín glæsilegri.
í skafrenningi, krapi og kulda
hófst nú æðisgengin leit að gjöf
handa gyðjunni. Ég hafði grenjað út
tvær krónur hjá ömmu og hljóp
með trylltan glampa í augum milli
verslana í bænum. Ég fór í Kaupfé-
lagið, Stebbabúð, Hallabúð og
Laujubúð, sem seldu matvörur, í
tuskubúðirnar til Geiru og Leifu,
Siggu og Betu og Bergþóru Nýborg,
og endaði í Dverg sem seldi bygg-
ingavörur, en enga fann ég gjöfina.
Að minnsta kosti ekki fyrir tvær
krónur. Ég leitaði í marga daga og
var hætt að sofa út af þessu.
Nokkrum dögum fyrir jól var mér
boðið í afmæli og amma sagði við
mig að vanda:
Taktu með þér vasaklút. Ég hélt
nú ekki, það væri svo asnalegt, en
þá sagði hún með þykkju: Dömur
eru alltaf með vasaklúta.
Þá kviknaði ljós. Auðvitað gæfi
ég Siddý vasaklút. Hún mundi vissu-
lega þurfa á honum að halda, svona
til að þurrka sem færi útfyrir, þerra
tárin þegar hún horfði á sorglega
mynd í bíó, já, og bara svona þegar
hún þyrfti að hósta.
Á Þorláksmessu keypti ég svo
hvítan blúnduvasaklút sem ég hafði
séð hjá Bergþóru Nýborg. Hann
kostaði einn og níutíu. Ég var heilan
eftirmiðdag að pakka honum inn.
Um kvöldið stormaði ég einbeitt
að húsi Siddýjar, bankaði og ungfrú-
in kom til dyra. Ég rétti henni þenn-
an litla þunna flata pakka og sagði:
Hérna.
Hún brosti eins og jólaengill og
sagði: Nei, hvað er þetta?
Bara, jólagjöf, sagði ég, og hljóp
niður tröppurnar.
Á aðfangadagskvöldi þegar ég
sat með fjölskyldu minni og opn-
aði pakkana mína, varð mér hvað
eftir annað hugsað til Siddýj-
ar. Hvað skyldi hún hafa
sagt þegar hún sá vasa-
klútinn? Skyldi hún hafa
orðið glöð? Eða ætli hún
hafi sagt: Hva? Bara vasa-
klútur?
Svo órótt var mér að ég
linnti ekki látum fyrr en ég
fékk að hlaupa yfir í næsta
hús til að heilsa upp á ung-
frúna.
Hún kom til dyra í dökk-
grænum kjól, og áður en hún
kom upp orði, því auðvitað
var hún undrandi á að sjá
mig þarna, spurði ég:
Heyrðu, þarna,
fékkstu vasa-
klútinn? Enda
þótt ég vissi vel
að hún hafði
fengið hann því
ég afhenti
henni hann
sjálf.
Og þá klapp-
aði hún létt
saman hönd-
unum og sagði:
Já og mikið óskaplega var hann
smart! Svo kyssti hún mig á báða
vanga. Spurði hvort ég vildi ekki
koma inn. En ég vildi það ekki, ég
var í svo mikilli geðshræringu að ég
varð að koma mér heim.
En þetta orð sem hún sagði,
smart, hljómaði í eyrum mér allt
kvöldið eins og englasöngur. Ég
settist við borðið hjá logandi kerta-
ljósum, horfði dáleidd á ljósið og
hugsaði um hvað Jesús væri góður,
hvað María mey væri góð, hvað ég
væri góð, og ég fann hversu gott var
að vera góður.
Á þessu kvöldi fæddist ný tilfinn-
ing innra með mér, ég fann gleðina
sem fylgir því að gefa.
Vasaklúturinn er minnsta og
ódýrasta gjöf sem ég hef gefið um
ævina. Samt hugsa ég alltaf um
þennan klút þegar ég leita nú að
jólagjöfum sem kosta jarðarverð,
eins og skáldið
sagði. Mér verður líka
hugsað til ungu stúlkunnar sem átti
þátt í því að veita mér þessa sönnu
gleði. Hún gerði sér grein fyrir
ábyrgð sinni sem átrúnaðargoð og
nýtti sér hana með því að sýna okk-
ur hvernig koma ætti fram við smá-
fólk: Með virðingu og af fullri kurt-
eisi.
Við Edda vinkona hittumst á jóla-
dag. Eftir að hafa horft tortryggnar
á hvor aðra um stund, hófust gagn-
kvæmar yfirheyrslur um jólagjafa-
kaup. Kom þá í ljós að Edda hafði
búið við þröngan fjárhag eins og ég
þessi jól, og hafði því á endanum
ákveðið að gefa gyðjunni vasaklút,
sem hún síðan keypti á Þorláks-
messu hjá Bergþóru Nýborg.
Kristín Marja Baldursdóttir
Víöförli