Víðförli - 15.12.1997, Page 15

Víðförli - 15.12.1997, Page 15
námskeiðshalds. Ýmis góð ráð lágu í loftinu, s.s. persónuleg bréf og helst handskrifuð. Annars staðar frá var bent á að það sem væri vel gert og vandað í fræðslumálum kirkjunnar auglýsti sig sjálft. Svo var bent á að gott væri að finna markhópa til að beina spjótunum að. Hróbjartur benti á að við værum í raun að vinna að markmiðum rétt eins og markaðs- fræðin. Markaðssetja vöru sem fólk sæktist eftir. Annar punktur sem kom fram undir þessum dagskrárlið var að fólk sækist eftir upplifun í tengsl- um við fullorðinsfræðslu. Sem dæmi var nefnt að ekki þýddi að fjalla um helgigripi og táknmál kirkjunnar og sýna fólki það á myndum og glærum. Það ætti að fara með fólk í kirkju þar sem hægt væri að sjá hlutina í réttu samhengi og upplifa stemmningu þeirra, „fara síðan til baka og gera eitthvað, upplifa“, eins og einn þátt- takandi orðaði það. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, var næstur fræð- ara og fjallaði hans erindi um samtal sem aðferð. Hann hóf mál sitt á að lýsa þeirri frægu kvikmyndasenu þegar hinn brjóstumkennanlegi Mr. Bean fer í kirkju. Þátturinn sýnir hvernig hann berst við leiða og allt er meira og minna óskiljanlegt, siðir jafnt sem prédikun. Streð hans við helgihaldið gengur svo langt að hann veltist um á gólfinu. Kannski má lýsa prédikuninni í því samhengi sem Þórhallur setti hana að presturinn talar og við skiljum ekki neitt. Kirkjan hefur sannarlega verk að vinna. Benti Þórhallur í því samhengi á nýaldarfræðin sem blómstruðu hér á landi sem annars staðar. Fólk væri að leita og við yrðum því að kynna okk- ur á opinskáan hátt þessi fræði til að vera tilbúin til samtals. Standa föst á okkar grunni, en vera opin og þora að spyrja, þora að svara af hrein- skilni án þess að hnika í neinu frá kenningunni. Þórhalli var tíðrætt um X-kynslóðina sem leitaði stíft og reyndi að fá svar við tilvistarlegum spurningum sínum. Til þessarar kyn- slóðar þarf kirkjan að horfa og útbúa fræðslu sem höfðar til hennar. í umræðunum sem komu í kjölfar erindis Þórhalls var bent á að kannski væri þessi umrædda X-kyn- slóð sú kynslóð sem hefði farið á mis við barnastarf. Menn voru almennt Skálholtsútgáfan var með kynningu á útgáfu sinni á málþinginu. Edda Möller, fram- kvœmdastjóri útgáfunnar, og prestarnir Gunnar Hauksson og Sigurður Kr. Sigurðsson. Flosi Magnússon, prófastur í Barðastrandarprófastsdœmi, og Jón Pálsson, framkvœmdastjðri Bibltufélagsins. sammála um þann punkt að við sem kirkja yrðum að þora að mæta sam- ferðafólki okkar í umburðarlyndi en standa þó alltaf fast á okkar grunni. í lok málþingsins var kynnt starf sem fram fer innan kirkjunnar og leikmannahreyfinga til að efla fræðslu og meðvitund fólks um trú og gildi hennar. Þess ber einnig að geta að í öðrum sal safnaðarheimilis- ins var kynning á útgáfustarfsemi kirkjunnar og K.F.U.M og K. Einnig var þar efni sem fræðslu- og þjón- ustudeild kirkjunnar hefur í boði til hjálpar við fullorðinsfræðslu. Irma Sjöfn Laus embætti Laust er til umsóknar embœtti prests í Hallgrímsprestakalli, Reykjavík- urprófastsdœmi vestra. Einnig er laust til umsóknar embœtti sóknarprests í Skagastrandar- prestakalli í Húnavatnsprófstsdæmi. Embœtti prests á Skagaströnd fylgja umráð og afnot afgjaldsskylds prestseturs, sbr. 8. gr. laga nr. 62/1990 og lög nr. 137/1993 og starfsreglur prestsetrasjóðs. Drög að haldsbréfi, þ.e. umráða- og afnotasamningi um prestsetrið, liggja frammi á Biskupsstofu þar sem veittar eru allar nánari upplýsingar um réttindi og skyldur um- ráðamanns. Bæði embœttin eru veitt til fimm ára. Um launkjör fer skv. ákvörðun kjaranefndar, en að öðru leyti gilda lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1997 og sendist umsóknir biskupi íslands, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Víðförli

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.