Bæjarins besta - 28.04.1999, Qupperneq 6
Bókasafn Bolungarvíkur
3.765 gestir
á síðasta ári
Á fundi bókasafns- og
menningarráðs Bolungar-
víkur sem haldinn var fyrir
stuttu kynnti Kristín Magn-
úsdóttir, bókavörður, árs-
skýrslu safnsins fyrir árið
1998 auk þess sem farið var
yfir fjárhagsáætlun safnsins
fyrir árið í ár.
I máli Kristínar kom fram
að 3.765 gestir hefðu heim-
sótt safnið á síðasta ári.
Utlán á bókum voru 8.344,
átta á hljóðbókum og 37 á
myndböndum auk þess sem
seld voru 20 æviskírteini og
50 skólaskírteini að safninu.
Þá greindi Kristín frá því að
safninu hefði borist 234
bækur að gjöf auk fjölda
tímarita.
Meðal gjafa sem safnið
hefur fengið upp á síðkastið
má nefna niðjatal Friðriku
Elíasdóttur og Sigurðar
Bókasafn Bolungarvíkur er
til liúsa í Grunnskóla Bol-
ungarvíkur
Péturssonar sem Sigurvin
Guðbjartsson gaf. Þá gaf
Dóra M. Elíasdóttir 20 kilj-
ur, Ásdís Hrólfsdóttir gaf 12
bækur, 12 kiljur og 20
barnabækur, ættingjar Jens
Níelssonar gáfu 199 bækur
og 118 barnabækur og Ás-
gerður Jónasdóttir gaf 34
kiljur.
ísafjarðarhöfn
Sléttanes með 50 inillj-
óna króna aflaverðmæti
Guðmundur E/narsson, ótrú/egur
af/amaður á smábát í Bo/ungarvík
Sléttanes ÍS landaði um
180 tonnum af frosnum af-
urðum í ísafjarðarhöfn á
þriðjudag að verðmæti um
50 milljónir krónaog Guð-
mundur Péturs kom með 20
tonn af rækju.
Á mánudag landaði Stak-
fell 30 tonnum af rækju, Stefn-
irlandaði 80tonnum afblönd-
uðum afla og Páll Pálsson
kom með 90 tonn af blönduð-
um afla.
Páll Pálsson landaði einnig
í síðustu viku og kom þá með
25 tonn. Þá landaði Stefnir35
tonnum, Guðmundur Péturs
20 tonnum og Hjörleifur 35
tonnum en hann var að koma
úr sinni síðustu veiðiferðfyrir
Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal.
Á mánudag í þessari viku
lauk síðan rækjuveiði í Isa-
fjarðardjúpi. Sléttanes IS.
Fiskar á viö stór-
an vertíðarbát
Það mætti ætla að Guð-
mundur Einarsson í Bol-
ungarvík hafi hirt með sér
aflasæld Guggunnar þegar
hann hætti á henni og fór að
gera út smábát í Víkinni.
Guðmundur er nú skipstjóri
á átta tonna krókabát, Guð-
mundi Einarssyni 1S, sem
heitir reyndar ekki í höfuðið
á skipstjóranum, heldur eftir
afa hans. Aflinn á síðasta ári
var liðlega 660 tonn og afla-
verðmætið nær 60 milljónir
króna. Stórir vertíðarbátar
gætu gert sig nokkuð
ánægða með það. Sá smá-
bátur sem næstur kemur
Guðmundi Einarssyni IS á
síðasta ári var með um 43
milljón króna aflaverðmæti.
Guðmundur rær við annan
mann og sækir fast eins og
löngum hel'ur verið títt um
Guðmundur Einarsson.
Bolvíkinga. Auk þess er
hann fiskimaður af Guðs
náð, að því er kunnugir
segja. Hann var lengi á Guð-
björginni. byrjaði sem háseti
en var kominn upp í að leysa
af sem skipstjóri þegar Sam-
herji fékk togarann. Þá
ákvað Guðmundur að venda
sínu kvæði í kross og gerast
eiginn herra.
I samtali við Fiskifréttir
segist Guðmundur geta
þakkað Samherjafrændum
að hann tók þetta skref, því
að annars er hann ekkert
viss um að hann hafi látið
verða af því að hætta á
Guðbjörgu.
Afli Guðmundar Einars-
sonar á síðasta ári skiptist
þannig, að ýsa var rúm 200
tonn, stembítur um 100 tonn
en hitt var að mestu þorskur.
Einkum lagði hann sig eftir
ýsunni og stembítnum.
Hópur manna úr ísafjarð-
arbæ á fjórum jeppum og
átta vélsleðum fór á sumar-
daginn fyrsta upp á Hrafns-
eyrarheiði og síðan sem leið
lá yfir Glámu og eftir há-
lendinu allt til Nauteyrar við
Isafjarðardjúp. Það voru
reyndar fímm jeppar sem
lögðu upp en einn þeirra
bilaði fljótlega. Á leiðinni
upp á hálendið voru bílarnir
heldur fljótari í förum en
sleðarnir en það snerist við
þegar upp var komið og var
því allur gangur á samfloti.
Veður var fagurt og himinn
heiður og blár. Mannskapur-
inn gisti síðan á Nauteyri um
nóttina. Sumir héldu ferðinni
áfram norður á bóginn en aðrir
sneru til baka daginn eftir og
óku þá Djúpið, enda var þá
komin þoka og skafrenningur
á fjöllum.
Á föstudagsmorgun hugð-
ust þeir sem eftir voru fara
yfir Drangajökul en vegna
mikillar þoku var snúið aftur
að sinni. Á laugardagsmorgun
fóru hins vegar vélsleðarnir
og tveir jeppar upp á jökul og
Áningarstaður ói fjöllum á sumardaginn fyrsta. Ökumenn bílanna íferðinni voru brœðurnir Barði og Úlfar Önundarsynir,
Jónas H. Hauksson og Magnús Helgason, en alls voru ellefu manns íjeppunum. Myndirnar tók einn leiðangursmanna,
Sigurður Mar Óskarsson.
í Hrafnfjörð og var stefnan hætti, að einn sleðamanna baki. Ekki var talið óhætt að til að sækjahann í Hrafnfjörð.
sett á Hornbjarg, en vegna fékk slæman hnykk og var í flytjamanninníbíleðaásleða Betur fór en á horfðist og
þoku og óhapps var horfið frá fyrstu talið að hann væri og var björgunarbáturinn reyndistmaðurinnóbrotinnen
því. Óhappið varð með þeim jafnvel brotinn neðarlega í Gunnar Friðriksson fenginn illa marinn.
ísafjörður
Sundfelags-
insVestra
Gíslamót Sundfélags-
ins Vestra var haldið fyrir
stuttu í Sundhöll ísafjarð-
ar. Að þessu sinni kepptu
krakkar frá Ungmennafé-
lagi Bolungarvíkur og
Gretti á Flateyri.
Veittir voru bikarar fyrir
þrjú stigahæstu sund í ald-
ursflokki og hlutu eftir-
taldir stigabikar: Svala
Sigurgeirsdóttir UMFB í
flokki meyja, Hjalti Rún-
ar Oddsson Vestra í flokki
sveina, Linda Guðmunds-
dóttir Vestra í telpna-
flokki, Lára Bettý Harð-
ardóttir Vestra í stúlkna-
flokki og Heiðar Mari-
nósson Vestra í pilta-
flokki.
Hjalti Rúnar setti Isa-
fjarðarmet í 400 metra
skriðsundi sveina á tím-
anum 5:19.83 auk þess
sem hann setti ísafjarðar-
met í 50 metra baksundi
sveina á tímanum 5:30.90.
6
MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1999