Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.04.1999, Side 9

Bæjarins besta - 28.04.1999, Side 9
Félagar í Upp og Niður klúbbnum ásamt mökum á Silfurtorgi á Isafirði. Upp og Niöur-klúbburinn á ísafiröi Aðalfundurinn stóð í óra daga UN-gengið er einn af merkustu og virðulegustu veiðiklúbbum landsins og orðinn meira en aldarfjórð- ungs gamall. Klúbburinn hélt aðalfund sinn á ísafirði í síðustu viku og stóð hann í fjóra daga eða allt fram á sunnudag. Einn félags- manna frá öndverðu er ísfirðingurinn Pétur H.R. Sigurðsson. Aðalfundinn „sátu“ einnig makar klúbb- félaga, en á fundinum var reyndar meira ferðast um nágrennið en setið, enda var veður gott til slíks, sólskin og blíða. Hins vegar er veð- ur af því tagi ekki vinsælt í veiðiferðum. „Veiðilendur" UN- gengisins eru í Miðfjarðará og hefur klúbburinn m.a. það hlutverk að „opna“ ána á hverju ári. Félagsmenn eru tíu og má þar auk Péturs H.R. nefna Friðbert Pálsson frá Suðureyri sem löngum hefur verið kenndur við Háskólabíó, Tómas Zoéga, Bjarna í Brauðbæ og Ragnar Örn Pétursson í Keflavík. Félagsmenn geta ekki gengið úr klúbbnum nema þeir framvísi staðfestu dánarvottorði og nýir eru ekki teknir inn nema í stað þeirra sem hverfa þannig á braut. Skammstöfunin UN í nafni klúbbsins stendur fyrir Upp og Niður, eins og tákn- að er með örvum í merki hans. Nafnið varð til eitt sinn þegar félagarnir veiddu óvenjumarga niðurgöngu- laxa á opnunardögunum í Miðfjarðará. Einnig og ekki síður getur það vísað til þess, að veiðimenn, þótt snjallir séu, verða að taka því að árangurinn í veiði- ferðum sé upp og niður. Það er í minnum haft, þegar Pétur H.R. og Ragnar Örn fengu eitt sinn smá- flugvél til að skutla sér frá fsafirði, en þar hafði Ragnar verið staddur að dæma knattspyrnuleik. Þeir sem áður voru komnir áttu sér einskis ills von þegar vélin smaug yfir höfðum þeirra áður en hún lenti á Króks- staðamelum. Pétur lét svo um mælt af þessu tilefni, að besta leiðin til að skyggna veiðistaðina væri að gera það úr flugvél. HÁÞRÝSTIÞVOTTUR EYKUR ENDINGU MÁENINGAR UM 30%! Vestfiröingar athugið! Garðamúr ehf. annast háþrýstiþvott á húsum, bátum ásamt örðum hlutum sem þurfa á háþrýstiþvotti að halda. Styrkleiki frá 250 bar til 600 bar. Getum boðið upp á votsandblástur sem tekur alla málningu af stein eða stáli. Mikið tap á rekstrí Hfí Djúpbátsins GERUM VERÐTILBOÐ! Líklegt að áhöfnin takí skipið á leigu í sumar Samningar eru í gangi milli Hf. Djúpbátsins og nokkurra skipverja á Fagranesinu um að þeir taki skipið á leigu og reki það sjálfir í sumar. Af hálfu fyrirtækisins er frágang- ur samninganna í höndum Björns Jóhannessonar lög- fræðings. Ekki virðast líkur á öðru en endar náist saman í þeim viðræðum nú um mán- aðamótin og skipverjarnir hafi Fagranesið á leigu í sumar og reki það frá 1. júní og fram á haust. Að þeim tíma liðnum er hins vegar fullkomin óvissa um framtíð skipsins, að sögn Kristins J. Jónssonar, stjórn- arformanns Hf. Djúpbátsins. Að óbreyttum forsendum er ekki grundvöllur fyrir áfram- haldandi rekstri og er það í fullu samræmi við það sem Kristinn Jón hefur sagt allt frá því að hann tók við stjórn- arformennsku á síðasta ári. Helst mun vera horft til þess að verðandi þingmenn Vest- firðinga muni í sumar geta ráðið fram úr vanda fyrirtæk- isins með einhverjum hætti. Þeir sem hyggjast taka Fagranesið á leigu í sumar eru þeir Hjalti M. Hjaltason skipstjóri ásamt stýrimanni og vélstjóra skipsins. Skuldir Hf. Djúpbátsins umfram eignir eru talsverðar, en það segir ekki alla sögu því að ríkið sér um afborganir af skipinu sjálfu. Rekstrar- skuldir fyrirtækisins eru hins vegar allt of miklar, að sögn Kristins Jóns. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru á síðasta ári voru 31 milljón króna en rekstrargjöld 59 milljónir. Upp í það tap kernur rekstrar- styrkur upp á 11 milljónir á síðasta ári. Nokkuð erbúið að hagræða í rekstri frá því í fyrra og hægt að gera enn betur á því sviði, en að sögn Kristins Jóns mun það ekki duga til. „Að óbreyttu getum við ekki stefnt að neinu öðru en hætta rekstri nú í vor.“ Höfum til sölu allt efni til múrframkvæmda: • Alhliða múrefni • Flísar • Hellur og fleira Símar 861 1442 og 862 6844 MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1999 9

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.