Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.06.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 02.06.1999, Blaðsíða 2
Vtgefandi: H-prent eM. Sólgötu 9, 400 ísaflörður •b 456 4560 £7456 4564 Netfang prentsmlðju: hprent@snerpa.is Stafrsen útgáfa: http:/Awww.snerpa.is/bb Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Rltstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon Netfang ritstjómar: bb@snerpa.is Bæjarins testa er í samtökum öæjar- og héraðs- fréttahlaða. Eftirprentun, hJjóðritnn, notkun Ijósmynda og annars efnis er óhelmil nema heimilda sé getlð. Á réttri leið Eftir nokkur mögur ár er Grunnskólinn á ísafirði kominn yfir landsmeðaltal hvað varðar einkunnir nemenda í svo- nefndum samræmdum prófum. Búandi við sígandi lukku undanfarin fjögur ár komst skólinn yfir marklínuna lang- þráðu að þessu sinni. Þetta er fagnaðarefni og þakkarvert og getur vart bent til annars en að við séum á rétti leið með skólann á ísafírði. Yfir þessum árangri hvílir þó sá skuggi að vestfirskir grunnskólar reka enn sem fyrr lestina þegar á heildina er litið. Betri staða Grunnskólans á Isafirði nægir ekki til bættrar meðalstöðu vestfirsku skólanna, þvert á móti hallar enn undan fæti. Arangrinum í Grunnskólanum á Isafirði verður að fylgja fast á eftir með aukinni samvinnu stjórnenda skólans, nem- enda og foreldra að bæjaryfírvöldum ógleymdum. Nú má hvergi gefa eftir. Aðra skóla í fjórðungnum ber tafarlaust að leggja undir mælistiku og hefja til vegs. Frekar en nokkru sinni fyrr er nauðsyn að traustur grunnur sé lagður að menntun barna okkar. Þess vegna dugir ekki að gera allt sem hægt er til að bæta skólana, það verður að gera betur! Við það verður ekki unað að vestfirsk ungmenni sitji ekki við sama borð til menntunar og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Grunnskólinn á Isafirði er kominn á beinu brautina. Hinir skólamir á Vestfjörðum verða að fylgja á eftir. „Mensk fjallasala hf“ Með bréfi forsætisráðherra til biskupsins yfir Islandi út af smásögu séra Arnar Bárðar Jónssonar, og svarbréfi biskups, hefði mátt ætla að málinu væri þar með lokið. „Ég get staðfest að biskupinn tilkynnti mér á fimmtu- daginn að ég væri ekki lengur ritari kristnihátíðarnefndar en því starfi hef ég gegnt undanfarin ár. Annað kýs ég ekki að segja um þetta”, er haft eftir séra Erni Bárði. Ummæli biskups um að séra Erni Bárði hafi ekki verið vikið úr starfi, annar maður hafi komið til starfa á biskups- stofu og vegna starfssviðs hans sé eðlilegt að hann gegni starfi ritara hátíðarnefndarinnar, eru því miður ekki lfkleg til að verða tekin trúanleg án frekari skýringa. Já, því mið- ur, því ef svo fer hlýtur það að teljast alvarlegt mál fyrir jafn virðulegt embætti. Flest bendir til að séra Örn Bárður láti hér við sitja. Þá er ekki líklegt að biskupsembættið eða kristnihátíðarnefnd kjósi að gera málið að frekara umtalsefni. Hætt er við að þögnin leiði til getsagna og að samasemmerki verði sett á milli brotthvarfs séra Arnar Bárðar og smásögu hans í Lesbók Morgunblaðsins, þó einkum myndskreytingar er henni fylgdi en var höfundi með öllu óviðkomandi. -s.h OÐÐ VIKUNNAÐ Sæmilegur Oft tapa orð bragðstyrk sínum með tímanum. Dæmi um algengt orð sem nú er langtum bragðminna en forðum er orðið sœmilegur. Nú merkir það eitthvað sem er þolanlegt eða rétt viðunandi. ..Sæmilegur” er af sama stofni og nafnorðið sómi. I fornum ritum er oft getið um „sæmilegar" gjafir, „sæmilega" veislu eða „sæmilega" útför. í þessum tilvikum er átt við að sómi hafi verið að. Konungi eru færðar „sæmilegar" gjafir og merkir það að gjafirnar séu afar virðu- legar og konungi sæmandi. Á síðustu árum hefur orðið „ágætur“ tekið svipuðum merkingar- breytingum. Hringtorgið á ísafiröi Báðum tilboð- unum hafnað Báðum tilboðunum sem bárust í gerð hringtorgs á mót- um Skutulsfjarðarbrautar og Hafnarstrætis á Isafírði (við bensínstöðina) í suntar var hafnað. Tilboðin voru bæði langt yfirkostnaðaráætlun, sem var tæplega 43 milljónir króna. Tilboð Afreks ehf. á Flateyri var rúmar 56 milljónir og til- boð Stígs Arnórssonar á Isa- ftrði rúmar 57 milljónir. Bónus á ísafirði Opnað um 17. jdní Bónusverslunin í Ljóninu á dagsetning liggur ekki fyrir. Isaftrði verður opnuð „kring- Framkvæmdir við breyt- um 17. júní“ samkvæmt upp- ingar og standsetningu hús- lýsingum frá skrifstofu fyrir- næðisins hafa gengið sam- tækisinsíReykjavíkennánari kvæmt áætlun. Féiagsmáianefnd ísafjarðarbæjar Skllar ekki skýrslum alvarlegar athugasemdir Barnaverndarstofu störf sín á undanförnum ár- Barnaverndarstofa gerir alvarlegar athugasemdir vegna skorts á upplýsingum frá félagsmálayfirvöldum í Isafjarðarbæ. Þrátt fyrir margítrekaða eftirgangsmuni og bréfa- gerðir hefur félagsmála- nefnd bæjarins ekki enn sent stofunni upplýsingar um um, eins og skylt er. Síðasta árið sem Barnaverndarstofa hefur fengið upplýsingar um er 1994. Málið er nú komið á borð bæjarstjóra og má vænta að úr verði bætt áður en langt um líður. ÍSAFJARÐARBÆR VARNARGARÐUR FLATEYRI, ÚTSÝNISPALLUR, STÍGAGERÐ O.FL. wmmm ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í að ganga frá útsýnispalli á varnar- garðinum á Flateyri ásamt ti lheyrandi stígagerð, gerð bifreiðastæðis, land- mótun og tyrfingu. Helstu magntölur eru: Malarfyllingar:240m3 Vegghleðsla: 15 metrar. Hellulögn:23m2 Malarstígar: 100m3 Grasþekja: 500m2 Grjótræsi: 15 metrar. Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 1999. Útboðsgögn eru til sýnis og sölu hjá ísafjarðarbæ, Stjórnsýslu- húsinu, Hafnarstræti 1, ísafirði, frá og með fimmtudeginum 3. júní 1999. Tilboðin verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska fimmtudaginn 10.júní 1999, kl. 14:00. Tæknideild Isafjarðarbœjar. FRÁ VINNUSKÓLA ÍSAFJARÐARBÆJAR Almennt starf Vinnuskóla ísafjarðar- bæjar hefst mánudaginn 7. júní sam- kvæmt vinnuplani. Flokkstjórar hringja í starfsmenn og láta vita hve- nær þeir eiga að mæta. INánari upplýsingar veitir forstöðu- maður í síma 898 3263 og 869 0304. Forstöðumaður. A uglýsingar og áskrifí sími 456 4560 ísafjörður í Djúpi Verulegar vegaframkvaemdir Suðureyri Nýr bátur Draupnir Snorri Sturluson á Suð- ureyri er búinn að fá nýjan Draupni IS. Báturinn er sex tonna Cleopatra 28 fráTrefjum í Hafnarfirði. Ganghraðinn er allt að 26 mílum og í lestinni er pláss fyrir tíu 380 lítra fiskikör. Eins og fram kemur í aug- lýsingu hér í blaðinu hefur Skipulagsstofnun lokið athugun á mati á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda á Djúpvegi við austanverðan Isafjörð. Hér er að átt við þann Isafjörð sem er innsti fjörður í Djúpi en ekki bæinn Isafjörð sem stendur við Skutulsfjörð. Um er að ræða endur- byggingu 14,3 km vegar- kafla frá Landamerkjalæk og fyrir botn ísafjarðar. Vikið er frá núverandi vegi á 4,3 km kafla frá Laufskála- gili og inn að Hrókseyri og á 2,3 km kafla frá Gjörvudalsá og fyrir botn fjarðarins. Byggðar verða nýjar tvíbreiðar brýr á Múlaá og ísafjarðará en settir stál- hólkar í Álftagrófará og Gjörvudalsá. Framkvæmdir eru fyrirhugaðar á þessu ári og hinu næsta. Vegurinn verður lagður bundnu slitlagi. Kristnihátíð Vestfjarða á Patreksfirði í minningu fyrstu mnssu á íslandi Kristnihátíð Vestfjarða verður haldin á Patreksfirði um aðra helgi, sunnudaginn 13. júní. Hátíðinerfyrsti stór- viðburður Kristnihátíðarinnar 1999/2000 sem sett var á Akureyri í vor. Hún er haldin á Patreksfirði í minningu þess að líklegt er talið að þangað hafi komið fyrstu kirkjuviðir landsins og þar hafi fyrsta ís- lenska messan verið sungin. Sveitarfélögin í ísafjarðar- og Barðastrandarsýslum standa sameiginlega að stuðn- ingi við hátíðina á Patreks- firði. Hún hefst með hátíðar- messu með þátttöku presta og kirkjukóra ísafjarðar- og Barðastrandarprófastsdæma. Biskup Islands prédikar, frumfluttur verðurVestfirskur sálmur og önnur kirkjutónlist verður einnig vestfirsk að mestu.Að messu lokinni verð- ur hátíðardagskrá þar sem for- seti íslands tlytur ávarp og sfðan verður boðið upp á vest- firskar veitingar, svo sem bjargfuglsegg, hveitikökurog hertan stembít. 2 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.