Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.06.1999, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 02.06.1999, Blaðsíða 11
gert þarna. Þetta var ekkert eðlilegt helvíti." Á hnjánum í tíu ár „Þetta var mikil skriðvinna um borð í þessu skipi og fór illa með hnén. Það má segja að maður hafi unnið á hnján- um í heilan áratug. Þetta voru bretti nteð kössum á og alla leiðina út var maður að skríða á hnjánum í lestinni, því að það var ekkert pláss fyrir ofan. til að fylgjast með að þetta losnaði ekki og færi að slást saman. Til þess að stífa af voru notaðir belgir sem voru blásnir upp, og maður var þarna niðri að blása frá því á morgnana og fram eftir degi og passa upp á að þetta færi ekki af stað.“ Þjófkenndur burðarkall „Einu sinni sem oftar fórunt við í land að versla fyrir jólin fyrir öll þessi blessuð börn. Við fórum í fataverslun, stór- markaðinn Sears, og Inga var að kaupa galla og úlpur á krakkana. Það voru geysilega bosmamiklir pokar sem þetta var látið í. Eg var bara burðar- kall að bera þessa helvítis poka um alla búðina þvera og endilanga. Þarna inni voru básar og kellingar sem tóku við greiðslunni í hverjunt bás. Ég átti að kaupa Nintendo- tölvuleik fyrireinhvern krakk- ann. Þetta var svo dýrt að það var haft inni í læstum gler- skápum og kellingin sem af- greiddi þarna komst ekki í skápinn ef hún var að taka við peningum. Ég beið þarna lengi með pokana og á end- anum fékk ég þennan tölvu- leik. Alltaf var Inga að bæta við og kaupa fleira og alltaf var ég að dröslast með pokana. Hitinn þarna inni var alveg að drepa mann og ég ákvað að koma pokunum út í anddyri og út í bílinn sem var þarna fyrir utan. Ég er á leiðinni út úr dyrunum þegar maður stekkur á mig og spyr: Áttu ekki eftir að borga? Ég neita því, en hann segir að ég eigi víst eftir að borga. Hvar eru strimlarnir? spyr hann en ég bendi honum á Ingu sem er við kassa að borga. En hann trúði mér ekki, hélt að ég væri bara að benda þarna á ein- hverja kellingu og ætlaði svo bara að hlaupa út.“ Settur á þrífættan stól „Hann fer með mig gegnum alla búði na eins og stórglæpa- mann og upp á loft og þar inn á skrifstofu. Þar er kallaður tiI maður en ég er látinn setjast á þrífættan stól með hvítt tjald í bakgrunni og það á að fara að mynda ntig fyrir „shop-lift- ing“. Ég var búinn að sjá þarna svona myndir af fólki sem hafði verið tekið fyrir búðar- hnupl. Ég varð alveg snarvit- laus og heimtaði lögreglu. Nei, enga lögreglu, sögðu þeir. Ég bað þá um að fá að tala við forstjórann og þá kom einhver svertingjadrjóli sem þóttist vera forstjóri og sagði að ég væri ákærður fyrir að hafa stolið öllu sem ég var með. Við stóðum þarna í þrasi og það endaði með því að öllum kössunum var lokað og kell- ingarnar látnar koma með strimlana úr þeim. Og þá kom í ljós að þetta hafði allt verið borgað og mér er sagt að ég megi fara. Þetta var búið að standa í lengri tíma.“ Öruggast að kaupa bara einn sukk „En þá sagði ég nei. Nú ætlaði ég ekki að fara, því að þei r væru bú n i r að hrekj a kon - una mfna út úr versluninni. Og ekki nóg með það. Við værum þarna tuttugu í áhöfn- inni á þessu skipi og eyddurn þúsund dollurum hver maður í hverjum einasta mánuði í þessari verslun. Ég myndi segja hinum í hverju ég hefði lent. Þá fóru þeir að biðja um gott veður en ég lét þá hafa allt sem ég kunni, bullshit og allt það. Ég sagði að konan væri farin burt á bílnunt en ég stæði uppi með alla þessa helvítis poka og vildi bara skila dótinu og fá endurgreitt. Þá vildu þeir það ekki. Þetta endaði með því að þeir báru pokana fyrir mig út að dyrum. Ég spurði hvers vegna þeir hefðu grunað mig um að hafa stolið þessu. Þá var skýringin sú, að það væri svo óvenjulegt að fólk keypti svona mikið og tvennt af hverju eins og við gerðum, skíðagöllum og úlp- um og öðru. Ég sagði þá að best væri að kaupa bara einn sokk, ekki tvo. Þá slyppi mað- ur. Ef maður verslaði mikið, þá væri maður kærður fyrir þjófnað. Þeir báðust afsökun- ar í bak og fyrir, en maður kom aldrei inn í þessa búð framar.“ Garöskálinn við Engjaveg - Það er sagt að þú sitjir ekki auðum höndum. Nú ertu að smíða garðskála... Kristján bregður sér frá og kemur aftur með ljósmynd af útlendum garðskála. Hús þetta minnir á útskorið aust- rænt hof, indverskl eða jap- anskt eða hver veit hvað. „Já, þetta er s vona garðhús þar sem kallarnir komu með frillurnar og áttu með þeim svolítinn ástafund." Inga segir að Kristján hafi eyll löngum stundum úti í bíl- skúr að smíða garðhúsið. „Hann er svo laghentur að hann getur allt. Ég má nú helst ekki segja það, en hann er það.“ Uti í garðinum er grindin undir garðskálann komin á sinn stað og bíður eftir fram- haldinu. Kútta löggu er ekki til setunnar boðið. - Hlynur Þór Magnússon Það borgar sig að vera áskrifandi! Síminn er 456 4560 baðstofan wmmmmmmmm Vestfírðingar! Þar sem ég er að hætta með verslunina Baðstofuna, vil ég þakka Vestfirðingum fyrir viðskiptin á liðnum árum. Við versluninni tekurLína BjörkSigmunds- dóttir og óska ég henni góðs gengis. Helga Kr. Einarsdóttir. Til sölu er Benz jeppi GL 230 árg. 1987. Verð kr. 790.000. Uppl. í síma 861 8979. Vissir þú aö... ...til er vara sem gefur þér kost ál... ...að borða uppáhaldsmatinn þinn og fylla þig af náttúrulegri orku allan daginn. ... að halda líkamanum hraustum ogheil- brigðum á sama tíma og þú nærð kjörþyngd. ... að verðlauna þá sem eru ákveðnir. Fullum trúnaði heitið. Hafðu samband. Elísabet, sími 891 6607. Djúpvegur nr. 61, um austanverðan ísafjörð Mat á umhverfísáhrifum - niður- stöður frumathugunar og úrskurður Skipulagsstjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum. Fallist er á, með skilyrð- um, lagningu Djúpvegarnr. 61, um austan- verðan ísafjörð, eins og henni erlýst í fram- lagðri frummatsskýrslu. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http:// www.skipulag.is. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 30. júní 1999. Skipulagsstjóri ríkisins. ÍSAFJARÐARBÆR TILBOÐ ÓSKAST í HÚSEIGNIR ísafjarðarbær auglýsir hér með að nýju eftir kauptilboðum í eftirtaldar húseigniráFlateyri: Goðatún 14. Ólafstún 4, 6, 7 og 9. Sólbakka 6. Unnarstíg 4. Eignirnar seljast í núverandi ástandi og er sala eignanna háð samþykki Ofanflóðasjóðs. Tilboðum ber að ski la skriflega á skrif- stofu Isafjarðarbæjar á Isafirði, ekki síðaren mánudaginn 14. júní nk. Allar frekari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni á Isafirði, sími 456 3722. Bæjarstjórinn í Isafjarðarbœ. TILKYNNING TIL HUNDAEIGENDA í ÍSAFJARÐARBÆ ísafjarðarbær hefur ráðið Hermann Þorsteinsson, Hafraholti 52, ísafirði, sem hundaeftirlitsmann fyrir Isafjarð- arbæ. Hann mun annast allt eftirlit með hundum í bæjarfélaginu, svo sem nýskráningu, taka hunda af skrá og hafa eftirlit með lausagöngu hunda. Hægt er að ná sambandi við Hermann í símum 456 4061 og 861 1442. Þeir hundaeigendur sem eru með óskráða hunda eru hvattir til að láta skrá þá sem fyrst, svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu Isafjarðar- bæiar. Hundaleyfisgjald er nú kr. 9.000,- á ári. Ef einhverjir hundaeigendur hafa ekki farið með hunda sína til hundahreins- unar á liðnu hausti, ber þeim að gera Iþaðnú þegar. Dýralæknirerstarfandi í ísafjarðarbæ sem stendur. Bœjarstjórinn í Isafjarðarbæ. Næturvörður Óskum eftir að ráða næturvörð til starfa. Ekki yngri en 22 ára. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar á hótelinu. Hótel ísafjörður hf. Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 F asteigna v iðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánarí upplýsingar eru veittar á skrífstofu MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 11

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.