Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.08.1999, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 25.08.1999, Blaðsíða 12
Bæjarins besta Stofnað 14. núvember 1984* Sími 45B 45B0 *Fax 45B 45B4 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk TROÐFULL BUÐ AF NÝJUM VÖRUM ViMmtMPJXSp&lPÍ AOALSTRÆTI 27 SÍMI 456 3602 Kirkjan að Mýrum í Dýrafirði. Tonlistar- kvöld í Mýra- kirkju Sumartónleikar verða haldnir í Mýrakirkju í Dýrafirði annað kvöld (fimmtudagskvöldið 26. ágúst) og hefjast þeir kl. 20.30. Þar mun sr. Gunn- ar Björnsson í Holti leika á selló en undirleikari á píanó verður Sigurður G. Daníelsson tónlistar- skólastjóri. Leikin verða sígild tónverk og mun sr. Gunnar segja frá verkun- um og höfundum þeirra. Mýrakirkja varð 100 ára fyrir tveimur árum og það sumar var leikritið Heimur Guðríðar sýnt í kirkjunni við mjög góða aðsókn. Sl. sumar var haldin í kirkjunni menn- ingarvaka, þar sem Söng- fjelagið úr Neðsta kom fram og Valdimar Gísla- son, sagnfræðingur á Mýrum, flutti fyrirlestur um hina merku sögu Mýrakirkju. Margt merkra og gam- alla gripa er í kirkjunni á Mýrum. Þar má nefna klukkurnar tvær í turn- inum. Sú eldri mun vera frá 13.-15. öld en hina yngri lagði Jón Magnús- son sýslumaður til kirkj- unnar árið 1621. Stefnt er að því, að vandaðir menningarlegir og kirkjulegir viðburðir verði árvissir í Mýra- kirkju. Hún hentar vel fyrir slíka starfsemi enda er hún rúmgóð og í henni er mjög góður hljóm- burður. Aðgangur að tónleik- unum annað kvöld er ókeypis og allir eru vel- komnir að eiga þar nota- lega kvöldstund. Bílalánin hafa ýmsar afleiðingar og ekki allar jákvæóar Þeir sem eiga litla pen- inga kaupa helst nýja bfla - sprenging í sölu nýrra bíla en notaðir bílar hrúgast upp hjá umboðunum Salan á nýjum bílum er langtum meiri í ár en verið hefur á undanförnum árum. „Það sem af er þessu ári er hún um 20% meiri en á sama tíma í fyrra, sem þó var toppár. Þetta hlutfall er svipað hjá okkur og er fyrir sunnan“, seg- ir Bergmann Olafsson hjá Bílatanga ehf. á ísafirði. Hins vegar hefur sala á notuðum bílum dregist verulega saman, að sögn Bergmanns. Hann segir að varla sé seldur nýr bíll nema annar sé tekinn upp í og þess vegna hrúgist upp Bergmann Ólafsson. notaðir bílar hjá umboðunum. Einnig segir hann að bílalánin sem tryggingafélög og aðrar peningastofnirbjóði hefti sölu á notuðum bílum. „Þeir sem eiga litla peninga í útborgun eiga naumast aðra kosti en að nota þá til að staðgreiða gaml- an bíl eða kaupa nýjan bíl á bílaláni til sex eða sjö ára“, segir Bergmann, „og þannig er fólk einmitt að kaupa nýju bílana." Bergmann segir að sér hafi í fyrstu litist vel á stóraukna sölu á nýjum bflum, vegna þess að bflafloti landsmanna hafi verið orðinn allt of gamall og viðhald á honum kostnað- arsamt. „Þegarbílareru orðnir meira en tíu ára fer viðhalds- kostnaðurinn að verða meiri en fjármagnskostnaðurinn við að kaupa nýjan bfl, þó að ég ætti að vera síðasti maðurinn til að segja það þar sem við rekum líka verkstæði. En toppar eins og núna eru engum til góðs. Þetta hlýtur að taka enda. Umboðin geta ekki endalaust bundið fjármagn í notuðu bílunum. Þegar þau hætta að geta tekið upp í, þá fer salan á nýjum bílum að dragast saman á ný“, sagði Bergmann. Verðlá Sýniitg á verðlaunamyndum Ijósmyndara Morgunblaðs- ins var sett upp í Vagninum á Flateyri í síðustu viku og stendur til mánaðamóta. Meðal myndanna á sýning- unni eru fréttamyndir eftir Morgunblaðsmennina Egil Egilsson á Elateyri og Hall- dór Sveinbjörnsson á Isa- firði. A myndinni er Egill við nokkrar ntyndanna. Hrein eign LV jókst um tæpan milljarð króna á sex mánuðum Raunávöxtun 12,1% á fyrri helmingi þessa árs Hrein eign Lífeyrissjóðs Vestfirðinga til greiðslu líf- eyris 1. júlí sl. var tæplega 10,8 milljarðarkrónaog hafði hækkað um 10,1% eða rétt tæpan milljarð frá áramótum. Þetta kemur fram í uppgjöri sjóðsins fyrir fyrri helming þessaárs. Raunávöxtun sjóðs- ins var 12,1% miðað við síð- ustu sex mánuði og 13,9% miðað við síðustu tólf mánuði. Lífeyrisþegar sem fengu greiddan lffeyri frá sjóðnum á fyrri helmingi ársins voru 784. Ársfundur sjóðsins sem hald- inn var íjúní samþykkti nýjar reglur um lífeyrisréttindi, þannig að hinn hefðbundni lífeyrisaldur verður nú mið- aður við 65 ára aldur en sjóð- félagargetahafiðtöku lífeyris allt frá 60 ára aldri eða frestað töku hans til 70 ára aldurs. /// SAMKAUP OPIÐ: Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 - 18 Sunnudaga kl. 12 - 18 rrm r/Á AUSTURVBGI 2 • SIMI 456 5460 Samkvæmt nýlega settum lögum þurfa allir starfandi líf- eyrissjóðir að hafa starfsleyfi og veitti fjármálaráðherra Líf- eyrissjóði Vestfirðinga slíkt leyfi í síðasta mánuði. TILBOÐ Þurrkryddað lamba t«ri^7% kr/kg

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.