Bæjarins besta - 25.08.1999, Blaðsíða 5
Lögreglumennirnir með hjólin sín við Sveinseyri á leiðinni út með Dýrafirði. Frá vinstri: Snjólaug Birgisdóttir, Jón
Svanberg Hjartarson, Birgir Hilmarsson, Rósamunda Baldursdóttir, Rögnvaldur Olafsson og Unnar Már Astþórsson.
Lögreglumenn í hjólreiðaferð
Slunkaríki
Færeyskir
listamenn
á ferðinni
Tvöhundruðasta sýningin í
Slunkaríki á Isafirði verður
opnuð nk. laugardag, 28.
ágúst, og getur þar að líta graf-
íkmyndir færeysku listakon-
unnar Astri Luihn. Sýningin
er sú fyrsta af fjórum í sýn-
ingaröð sem Slunkaríki stend-
ur fyrir á færeyskri myndlist
dagana 28. ágúst til 25. októ-
ber. Listamennirnir sem sýna
eru, aukAstri Luihn, þauAase
Bömler Olsen, Torbjörn Olsen
og Olivur við Neyst.
Astri Luihn er fædd árið
1948. Hún hefur haldið einka-
sýningar m.a. í Þýskalandi og
tekið þátt í fjölda samsýninga
á Norðurlöndum.
Listamennirnir verða allir
viðstaddir opnun sýningarinn-
ar á laugardaginn og því gefst
kjörið tækifæri til að kynna
sér stöðu myndlistar í Færeyj-
um.
Fyrsta sýningin í Gallerí
Slunkaríki var opnuð í mars-
byrjun árið 1985 og þvi er
ekki nema liðlega hálft ár í 15
ára afmæli þessa einstæða
sýningarsalar. Eins og áður
segir er sýning Astri Luihn nr.
200 frá upphafi Slunkaríkis
og hafa sýningarnar því verið
um 14 á ári að jafnaði.
Vestfirðir
Fjarnám við
Háskóla
íslands
Háskóli Islands mun halda
áfram tilraun til fjarkennslu á
haustmisseri 1999. Boðið
verður upp á fjarnám á stuttum
hagnýtum námsbrautum í
ferðamálafræði og hagnýtri ís-
lensku.
Þessar námsbrautir eru 45
einingar og þeim lýkur með
diplóma-prófi. Frekari upp-
lýsingar er að fmna á vefsíð-
unni http://www.hi.is/stiorn/
sam/namsleidir.html. svo og
hjá Dagnýju Sveinbjörnsdótt-
ur hjá Atvinnuþróunarfélagi
Vestfjarða og á heimasíðu fé-
lagsins hjá Snerpu.
Vestfírðir
Vel gengur
að ráða
kennara
Ástandið í ráðningamálum
kennara í grunnskólum á
norðanverðumVestfjörðum er
nú betra en þekkst hefur í
manna minnum.
Óvenjulega vel hefur geng-
ið að fá fólk til starfa og þar
við bætist að um níu af hverj-
um tíu hafa full kennslurétt-
indi. Flestir hinna tiltölulega
fáu leiðbeinenda hafa há-
skólapróf.
Nokkrir lögreglumenn á
Isafirði, tvær konur og fjórir
karlar, hjóluðu um daginn
hringinn frá Þingeyri og um
Svalvoga og aftur til
Þingeyrar, alls um 50-60 krn
leið. Ferð þessi var aðallega
farin til skemmtunar en líka
öðrum þræði til þess að
halda sér í líkamlegri
þjálfun. „Maður sér landið
með allt öðrum hætti með
því að hjóla heldur en að
ferðast með bíl, sagði Birgir
Hilmarsson", einn hjólreið-
amannanna.
Mannskapurinn fór
fremur hægt yftr og naut
náttúrufegurðarinnar á
leiðinni. Lagt var af stað
laust fyrir níu urn morg-
uninn og komið aftur til
Þingeyrar um sjöleytið urn
kvöldið.
Vestfírðir
Rúmar 12
milljónir í
ágóðahlut
Eignarhaldsfélagið Bruna-
bótafélag Islands greiðir í ár
samtals rúmlega 12 milljóna
króna ágóðahlut til sveitarfé-
laga á Vestfjörðum sem aðild
eiga að Sameignarsjóði EBI.
Þar af renna 6,2 milljónir til
Isafjarðarbæjar, tæplega 2
milljónir til Vesturbyggðar og
1,4 milljónir til Bolungarvík-
urkaupstaðar. Sveitarfélögin
fá greitt í samræmi við eignar-
hlut sinn í sjóðnum.
I samræmi við samþykktir
félagsins er mælst til þess, að
sveitarfélögin verji umrædd-
um fjármunum til forvarna,
til greiðslu iðgjalda af trygg-
ingum sveitarstjórna og til
brunavarna.
Vestfirðir
Sveitir GÍ
sigruðu í
klúbba-
keppninni
A-sveit Golfklúbbs Isa-
fjarðar sigraði á 255 höggum
án forgjafar í klúbbakeppni
Vestfjarða sem haldin var á
golfvellinum í Tungudal sl.
laugardag.
Sveitina skipuðu þeir Krist-
inn Kristjánsson, Gylfi Sig-
urðsson, Ingi Magnfreðsson
og Halldór Bjarkason. I öðru
sæti varð A-sveit Golfklúbbs
Patreksfjarðar á 273 höggum
og í þriðja sæti A-sveit Golf-
klúbbsins Glámu á Þingeyri á
277 höggum.
I keppni með forgjöf sigraði
D-sveit GI, í öðru sæti varð
A-sveit Glárnu og í þriðja sæti
A-sveit GÍ.
Alls tóku þátt í mótinu 47
keppendur frá öllurn golf-
klúbbum á Vestfjörðum.
fsaQarðarkirkja
Ómur lið-
innaalda
Síðustu sumartónleikarnir í
Isafjarðarkirkju að þessu sinni
verða í kvöld, miðvikudags-
kvöld, og hefjast kl. 20.30.
Þar munu hjónin Camilla Söd-
erberg blokkflautuleikari og
Snorri Örn Snorrason lútu- og
gítarleikari endurvekja óm lið-
inna alda með flutningi gam-
allar tónlistar á hljóðfæri þeirra
tíma, en efnisskráin spannar
tónlist frá 14. öld og til okkar
daga.
Tónleikarnir í kvöld eru
haldnir í samvinnu Tónlistar-
félags Isafjarðar og Isafjarð-
arkirkju og njóta stuðnings Fé-
lags íslenskra tónlistarmanna.
ísaQarðarkirkja
Tónleikar
með Ólöfu
og Eddu
Ólöf Kolbrún Harðardóttir
og Edda Erlendsdóttir halda
tónleika í Isafjarðarkirkju nk:
laugardag kl. 17.
Tilefni tónleikanna er út-
koma geisladisks þar sem
þær flytja íslensk einsöngs-
lög saman. Á efnisskrá tón-
leikanna verður hluti þessara
sönglaga auk ljóða eftir Hugo
Wolf og Sergey Rachmani-
nov en þau eru sungin f ís-
lenskri þýðingu.
Framkvæm
á Óshlíöarv
Nú urn nokkurt skeið hafa
vélar og menn verið að
störfum víða við Óshlíðar-
veg við margvíslegar lag-
færingar. Rásir ofan við veg-
inn hafa verið hreinsaðar og
dýpkaðar, skriðum mokað í
burtu, varnarnet bætt og
grjótpylsur lagfærðar. Auk
þess hefur verið lagt nýtt
slitlag á talsverðan hluta
vegarins um Óshlíð. Á
ntyndinni er vélskófla að
hreinsunarstarfí í skriðunni
ofan vegskálans við Steins-
ófæru, sem byggður var árið
1986. fyrstur af fjórum sem
nú eru á Óshlíðarvegi.
Útsalan hefst á morgun, funmtudag.
40% afslátiur af blómapotfum, pýramídakertum,
kertahringjum og servíettum.
30% afsláttur af englum Blómahorniö
O.þ.h. frá Gæfumunum. Hafnargötu 46, Bolungarvík
Opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 13-16.
sifYif 456 7021
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 5