Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.09.1999, Side 4

Bæjarins besta - 01.09.1999, Side 4
Fasteignaviðskipti m ,« to 311 m2 glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum tvöföldum bílskúr. Einstaklingsíbúð á neðri hæð. Stór og vel gróinn garður. Verð 17 m.kr. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 - ísafírði Simar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 - Netfang: tryggvi@snerpa.is Einbýlishús / raðhús Bakkavegur39:201 m2einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bilskúr. Ahv. ca. 3,8 m.kr. Verð 12,2 m.kr. Engjavegur 12:210 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Áhv. 5,7 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Fagraholt 12: 156,7 m2einbýlis- hús á einni hæð ásamt bflskúr. Skipti á minni eign á Eyrinni koma til greina. Verð 12 m.kr. Heiðarbraut 12:221 m2einbýlis- hús á tveimur hæðum. Má gera að tveimur sjálfstæðum íbúðum. Verð 10,5 m.kr. Hjallavegur 19:242m2einb.hús á 2 hæðum ásamt innbyggðum bflskúr. Sér ibúð á n.h. Ymis skipti möguleg. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 14: 170,8 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt risi. Húsið er mikið endurnýjað, ekkert áhvílandi. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur31: 130m2einbýlis- hús á 2 hæðum ásamt bflskúr. Húsið er nær allt uppgert að utan sem innan. Mjög gott útsýni. Verð 10,7 m.kr. Hlíðarvegur 48: 146,4 m2 ein- býlishús á þremur pöllum, mjög fallegt útsýni, garður. Öllum tilboðum svarað. Tilboð óskast. Hrannargata 8a: 78,1 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt eignarlóð. Mikið uppgert. Áhv. ca. 2,8 m.kr. Verð 4,6 m.kr. ísafjarðarvegur 4: 96,4 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Húsið er að hluta uppgert. Áhv. ca. 1,8 m.kr. Verð 6,5 m.kr. Seljalandsvegur 48: 188 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 12,7 m.kr. Silfurgata 9: 150 m2 gamalt einbýlishús á besta stað í bænum. Barnavænn og sólríkur garður, mikið geymslupláss, bflastæði og eignarlóð. Áhv. ca. 2,6 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Stakkanes 4: 144 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Skipti möguleg á íbúð á Eyrinni. Áhv. ca. 3,5 m.kr.Verð9,9m.kr. Tangagata 6a: 99.7 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum. Laust fljótlega. Öll tilboð skoðuð. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 6,8 m.kr. Urðarvegur 4: 136 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bflgeymslu. Mikið endurnýjað. Góð staðsetning. Öll tilboð skoð- uð. Verð 9,7 m.kr. Urðarvegur 27: 190,5 m2 einb.- hús á 2 hæðum ásamt bílskúr, góðum garði, svölum og sólpalli. Skipti á minni eign mögul. Verð 13,5 m.kr. 4-6 herb. íbúðir Hafnarstræti 6: 158 m2 6 her- bergja íbúð á 3ju hæð í fjölbýli. Skipti á minni eign möguleg. Áhv. 4,5 m.kr. Verð 6,8 m.kr. Hjallavegur8:128,5 m24raherb. ibúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Laus fljótlega. Áhv. hagstæð lán ca. 2.8 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Seljalandsvegur67:116,2m24ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Ibúðin endurnýjuð að hluta. Áhv. ca. 4,2 m.kr. Verð 7,2 m.kr. Sólgata 5: 102 m2 6 herbergja íbúð á tveimur hæðup í norður- enda í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 3,5 m.kr. Verð 5 m.kr. Stórholt 13: 123 m2 4ra herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýli ásamt bflskúr. Ibúðin er mikið uppgerð. Áhv. ca. 567 þ.kr. Verð 7,9 ni.kr. Stórholt 13: 123 m2 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli ásamt bflskúr. Ibúðin er mikið uppgerð. Verð 6,9 m.kr. Túngata 12: 98,9 m2 4ra her- bergja ibúð á efri hæð í þríbýlis- húsi. Áhv. ca. 3,7 m.kr. Verð 7,2 m.kr. 3ja herb. íbúðir Pólgata 6: 70 m2 íbúð á 1. hæð til hægri í fjölbýlishúsi. Áhv. ca. 2.3 m.kr. Verð 4,1 m.kr. Silfurgata 11: 74,1 m2 íbúð á tveimur hæðum í uppgerðu fjölbýli. Ibúðin er mikið upp- gerð. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 5,5 m.kr. Sólgata 8: 80 m2 íbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi í góðu standi Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 9: 80,9 m2 góð íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu og sameign. Áhv. ca. 2.4 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 11: 80 m2 íbúð í góðu standi á 3. hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sérgeymslu. Laus strax Áhv. ca. 2,5 m.kr. Verð 5,6 m.kr. 2ja herb. íbúðir Aðalstræti 20: 94 m2 íbúð á 4. hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sérgeymslu. Áhv. ca. 1,7 m.kr. Verð 5,9 m.kr. Hlíðarvegur 27:49,9 m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 555 þús.kr. Tilboð óskast. Hlíf II, Torfnesi: 50,4 m2 íbúð á2. hæðíDvalarheimili aldraðra. Áhv. ca. 3,9 m.kr. Verð 6,1 m.kr. Mjallargata 1: 67,9 m2 íbúð í góðu standi á 2. hæð í fjölbýlis- húsi. Áhv. ca. 3,6 m.kr. Verð 6,5 m.kr. Túngata 18: 53,4 m2 íbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjölbýlis- húsi ásamt sér geymslu. Verð 4,9 m.kr. Túngata 18: 53,4 m2 íbúð á 3ju hæð í nýlega uppgerðu fjöbýlis- húsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Tilboð óskast. A tvinnuhúsnæði Aðalstræti 20b: 215 m2 versl- unar- og þjónustuhúsnæði í miðbænum. Tilheyrandi 166m2 eignarlóð. Verð 16,7 m.kr. Austurvegur 1: 103,4 m2skrif- stofuhúsnæði á 3. hæð. Fallegt útsýni. Laust fljótlega. Verð 5,5 m.kr. Mjallargata 5:200 m2 verslunar húsnæði á neðri hæð og gisti- heimili á efri hæð. Áhvflandi 3 m.kr. Verð 7,5 m.kr. Fasteignir í þessari augiýsinj>u eru aðeins sýnisiiorn ai' söiuskránni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifslofunni að Hafnarstræti í, 3. hæð. Fjórír vestfirskir rœðismenn eríendra ríkja. F.v. Fylkir Ágústsson rœðismaður Danmerkur á ísafirði, Jón Friðgeir Ein- arsson rœðismaður Finnlands í Bolungarvík, Sverrir Hestnes rœðismaður Noregs á ísafirði og Þorsteinn Jóhannesson rœðismaður Þýskalands á Isafirði. Sendiherra Þýskalands og eiginkona hans á ferð um Vestfírði Sendiherrahjónin Marianne og Reinhart Ehni ásamt rœðis- manni Þýskalands á Isafirði, Þorsteini Jóhannessyni og eiginkonu hans Friðnýju Jóhannesdótturfyrirframan Turn- húsið í Neðstakaupstað. Þýsku sendiherrahjónin á Islandi, Marianne og Reinhart Ehni, efndu sl. fimmtudags- kvöld til samsætis með dálitl- um hópi boðsgesta í Tjöru- húsinu á ísafirði. Þá voru þau í þann veginn að ljúka viku- löngu sumarleyfisferðalagi sínu á Vestfjörðum. Að mót- tökunni lokinni ræddi Bæj- arins besta við sendiherrann um ferð þeirra hjóna hér vestra og kynni þeirra af landi og þjóð. Að sögn sendiherrans var þetta annað skiptið sem hann kemur til Isafjarðar. Fyrir þremur árum kom hann í embættiserindum ásamt eig- inkonu sinni til þess að hitta ræðismann Þýskalands á Isa- firði, Þorstein Jóhannesson yf- irlækni, og setja hann inn í nýtt og breytt hlutverk heið- ursræðismanns samkvæmt út- nefningu forseta Sambands- lýðveldisins Þýskalands. „Að því sinni átti ég ekki annars kost en koma flugleiðis og standa stutt við hjá Þorsteini og eiginkonu hans. Þá ákvað ég hins vegar að koma aftur vestur, ferðast í ró og næði á eigin bíl umVestfirði ogkynn- ast svæðinu og fólkinu sem hér býr. Nú var ég að koma þeirri ákvörðun í verk.“ Sendiherrann lét afar vel af ferð þeirra hjóna hér vestra. „Við tókum ferjuna yfir Breiðafjörð og áttum fyrst við- komu í Flókalundi. Síðan þræddum við firði og víkur, kontum á Látrabjarg, heim- sóttum safnið á Hnjóti og skoðuðum Patreksfjörð og Tálknafjörð. Við komum á Hrafnseyri og skoðuðum þar hið mikla safn til minningar um Jón Sigurðsson, sjálf- stæðishetju Islendinga, og áð- um á Þingeyri og Flateyri á leið okkar til ísafjarðar. Núna erum við búin að eiga mjög notalega stund í Tjöruhúsinu með vinum okkar hér á ísa- firði.“ Það vekur sérstaka athygli, hversu fróður og nákvæmur sendiherrann er þegar hann ræðir um staðhætti og örnefni á Vestfjörðum. Þegar hann talar um kynni sín af Vest- fjörðum virðist Ijóst, að orð hans eru ekki neitt yfirborðs- hjal heldur koma frá hjartanu. „Náttúrufar hér vestra er afar stórbrotið og hefur haft mikil áhrif á okkur hjónin. Við höf- urn víða farið í gönguferðir og varið miklum tíma til að skoða okkur um. Það er ákaflega athyglisvert að kynn- ast hér bæjum og þorpum og skoða hafnirnar og fiskiðnað- inn. Að ógleymdum jarðgöng- unum. Fyrir þremur árum ók- um við með Þorsteini vini okkar yfir Breiðadalsheiði en nú fórum við um göngin undir hana. Það er athyglisvert, hversu nú er orðið miklu fljót- legra og greiðara að komast milli fjarða. Svæðið líkt og skreppur saman við tilkomu ganganna, bæirnir og þorpin tengjast betur og þar með styrkist atvinnulífið." Reinhart Ehni tók við stöðu sendiherra á Islandi í júnímán- uði 1996. „Ég leyfi mér að geta þess“, segir hann, „að ég mun hafa verið síðasti erlendi sendiherrann sem afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur þáver- andi forseta Islands trúnaðar- bréf sitt. Nú er dvölin orðin meira en þrjú ár og nýlega var ég spurður hversu lengi ég myndi verða á Islandi. Ég svaraði: Eins lengi og kostur er! Eiginkona mín, Marianne, sagði við mig fyrir skömmu: Við förum ekki héðan aftur! En auðvitað er það undir þýsk- um stjórnvöldum komið. Við hjónin vonum að þau vilji hafa okkur hér sem allra lengst.“ Þegar sendiherrann er spurður hvort hann hafi haft einhver tengsl við ísland eða sérstök kynni af landinu áður en hann tók við sendiherra- starfinu, segir hann: „í skóla á ungum aldri komst ég í náin kynni við norræn fræði, las eddukvæði og íslenskar forn- sögur og lærði þá fyrstu orðin og setningarnar á fornís- lensku. Þegar ég síðan fékk þau boð frá þýskum stjórn- völdum að gerast sendiherra á fslandi, en þá var ég við störf í Lundúnunt, þá gladdist ég mjög, enda vakti það góðar minningar frá námsárum mín- um. Ég var þess vegna fljótur að svara: Mér er það rnikil ánægja að fara til íslands.“ Sendiherrann er upprunn- inn í Schwaben-héraði í Suð- ur-Þýskalandi - „eins og heyra má á mállýskublæ mínum“, segir hann. Það má því ætla, að samræður sendi- herrans við Þorstein ræðis- mann og Friðnýju konu hans hljómi nokkuð á annan veg en getur að heyra t.d. í þáttun- um um Derrick, en þau hjónin bjuggu um langt árabil við nám og læknisstörf í Sváfa- landi, eins og það var nefnt á íslensku á fyrri tíð. Sendiherr- ann var lengi búsettur í höfuð- borginni Bonn við Rínarfljót, rétt suður af Köln, en um þess- ar mundir stendur einmitt yfir flutningur á stjórnarstofnun- um þýska ríkisins frá Bonn austur til Berlínar. Um jóla- leytið má ætla að flutningi allra ráðuneyta verði lokið og þegar árið 2000 gengur í garð verður Berlín í reynd orðin höfuðborg Þýskalands á ný. Þýsku sendiherrahjónin fóru frá ísafirði á föstudag áleiðis til Dalvíkur. Þar hugð- ust þau vera yfir helgina í boði vinafólks og jafnvel að bregða sér í hvalaskoðunarferð. Lærði fyrstu orðin og setn- ingarnar á forníslensku á ungum aldri 4 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.