Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.10.1999, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 13.10.1999, Blaðsíða 6
Við verðum að styrkja - rætt við Soffíu Vagnsdóttur um hugsjónir og sjálfstætt fólk, Qölskyldu og frama, skilnað og skilning, í daglegu tali er Soffía Vagnsdóttir aldrei kölluð Soffía heldur Sossa. Og þegar minnst er á Sossu hér vestra, þá vita allir að átt er við Soffíu Vagnsdóttur í Bolungarvík, eitt af Vagns- börnunum sjö. Sossa kennir í hálfu starfi við Grunnskóla Bolungarvíkur en auk þess er hún skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur. Hún ber það með sér að vera kraftmikil. Hún er jákvæð og ein- læg, hlý en samt hörð. Hún hefur skoðanir á hlutunum og lætur þær í ljós og það er ekki laust við hugsjónablik í augunum. Eiginmaður hennar er kallaður Roland. Formlega heitir hann þó ekki Roland fremur en Soffía heitir Sossa í opinberum plöggum. Hann er hollenskur og heitir Roelof Smelt. Bæði Roelof og Roland er í rauninni hið fornfræga nafn Hrólfur, sem til er í ýmsum myndum í ýmsum tungumálum. Um daginn skrifaði Sossa greinarkorn hér í blaðið um bæinn sinn, Bolungarvík. Ætli hún hafi fengið einhver við- brögð við þeim skrifum? „Já, töluverð viðbrögð. Ymsir hafa þakkað mér fyrir og sagt eitthvað á þá leið, að þetta sé eins og talað út úr sínu hjarta. Þá segi ég á móti: Láttu þá líka í þér heyra!“ Eitthvað um ár er frá því að Soffía kom aftur heim til Bol- ungarvíkur með fjölskyldu sinni og settisthérað. „Annars hef ég alla tíð verið hér með annan fótinn, komið mjög oft og sótt í að halda góðum tengslum við bæinn minn. Þannig séð finnst mér ég aldrei hafa farið.“ Að heiman hálfa ævina Þegar Sossa er spurð hversu lengi hún hafi verið búsett ut- an síns heimabæjar, þá hugsar hún sig um andartak og segir: „Eg er fertug. Eg fór fyrst héðan þegar ég var fimmtán ára og var í burtu í tvö ár. Ætli ég hafi ekki verið búsett ann- ars staðar hálfa ævina, þar af tvö ár í Hollandi.“ - Astæðan fyrir því að þú fórst út... „Ég hef löngum verið að stússast í kringum menning- arstarf og unglingastarf af ýmsu tagi og fór sem farar- stjóri með unglingum á leik- listarhátíð í Hollandi. Roland var sem skáti starfsmaður á þessari hátíð. Þar lágu leiðir okkar saman. Það eru nú að verða tíu ár síðan.“ Roelof Smelt er tölvunar- fræðingur eða „tölvumaður“ eins og það er oft kallað í daglegu tali. „Hann krossaði nú bara fmgur þegar við kom- um hingað vestur í fy rra, hvort hann fengi eitthvað að gera, en stofnaði síðan sitt eigið tölvuþjónustufyrirtæki sem hann kallar einfaldlega Rol- and. Það gengur ágætlega." - Hann er ekki tónlistar- maður eins og þú... „Nei, hann er ekki mennt- aður í tónlist, en hann er tón- listaráhugamaður og söng í karlakór þegar hann var úti.“ Okkur leið ekki vel... - Hvað varð til þess að þið komuð vestur og settust hér að? „Þetta hafði raunarblundað í okkur í nokkuð mörg ár. Við bjuggum í Reykjavík næstum því sjö ár en fundum einhvern veginn aldrei alveg rétta takt- inn við borgina. Við vorum vissulega að fást við skemmti- lega hluti. Roland vann hjá Nýherja og ég varkomin með minn eiginn rekstur, lista- skóla, ásamt því að vera að stússast í margvíslegum verk- efnum. Jafnframt vorum við að stækka fjölskylduna og vorum komin með fimm börn á heimilinu. Við vorum eigin- lega komin í þrot í lífinu í Reykjavík. Okkur leið orðið ekki vel. Þetta var svo mikill hraði, svo mikil keyrslaá hlut- unum, og við höfðum lítinn tíma saman, bæði við hjónin og með börnunum okkar. Þess vegna fórum við að skoða þann möguleika að fara út í einhverja starfsemi úti á landi, þar sem við gætum blandað saman starfi fyrir unglinga og ferðaþjónustu. Við vorum í slíkum undirbúningi um tvö ár ásamt öðrum hjónum. Það var auglýst eftir hugmyndum um starfsemi í Reykholti í Borgarfirði og við lögðum inn umsókn. Við lögðum gífur- lega vinnu í viðskipta- og hug- myndaáætlun og vorum orðin ein í pottinum ásamtþeim sem síðan fengu staðinn og eru nú með reksturinn í Reykholti. Það voru mikil vonbrigði að fá þetta ekki, því að við nutum velvilja fólksins í sveitinni í kring. En einhvern veginn er það ef til vill svo, að þegar um er að ræða hugmyndir sem eru ekki vel þekktar fyrir, þá er erfitt að færa sönnur á að þær geti gengið. Eftir þetta kom upp sama hugmyndin varðandi skólamannvirkin á Eiðum. Við fórum austur og skoðuðum staðinn en settum ríkinu tímamörk, enda skap- aði það mikið los hjá okkur að vera alltaf hálfpartinn á leiðinni að fara eitthvert og börnin okkar spurðu: Hvar verðum við í skóla næsta vet- ur? Þessi tímamörk voru í fyrrasumar, en þá voru menn að velta fyrir sér alþjóðlegum flugvelli þarna og flugskóla að Eiðum og ýmsum öðrum hugmyndum um hvað þar gæti verið. Þess vegna treystu menn sér ekki til að gefa okkur ákveðin svör, þannig að í júní í fyrra ákváðum við að fara hingað vestur. Hjónin sem við vorum í samstarfi við um hug- myndirokkar, sálfræðingarnir Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson, stofnuðu aftur á móti meðferðarheimili að Hvítárbakka í Borgarfirði og eru þar núna.“ Að hafa vald á daglegu lífi „Niðurstaðan hjá okkur hefði hins vegar alveg eins getað orðið sú að fara til Hol- lands, en ég sagði við mann- inn minn: Gefum okkur eitt ár, mig langar svo vestur. Ég var búin að eiga heima í Hol- landi í tvö ár og fann mig einhvern veginn ekki þar, mér leiddist og ég saknaði fólksins míns. Þess vegna fór það svo, að við pökkuðum saman og fórum hingað vestur. Ég ætl- aði að kenna við Grunnskól- ann og hann ætlaði bara að láta slag standa hvað hann fengi að gera. Nýherji bauð honum reyndar að vinna áfram hjá fyrirtækinu þrjá daga í viku og fljúga á milli en hann kaus fremur að freista gæfunnar hér. Við fundum það mjög fljótt, að hér getum við átt mjög gott líf og það eigum við. Þá er ég fyrst og fremst að tala um það sem skiptir okkur mestu máli, en það er fjölskyldan, börnin og heim- ilið og hin daglega umgjörð. Fólki sést s vo oft y fir að skoða tilveruna í því Ijósi, hvernig hið daglega líf sé. Maður getur átt sér drauma og sett markið háttíýmsu tilliti og við vorum vissulega búin að koma okkur ágætlega fyrir í Reykjavík hvað starfsframa snerti. Ég fyrir mitt leyti hafði öll þau tækifæri sem hugurinn girnt- ist, fékkst við ýmsa kennslu eftir því sem mig langaði til, var í góðum tengslum við listafólk af öllu tagi og hafði fengið að starfa í leikhúsi og með unglingum. En þegar maður hefur ekki yfirsýn yfir daglega lífið, þá er árangurinn í starfinu ósköp lítils virði. Maður fer að hugsa sinn gang þegar daglega lífið er eins og tannhjól sem alltaf höktir: Hvenær kemurðu heim? Hvert ertu að fara? Ertu búinn að læra? Við vorum farin að sjá það mjög vel eftir þrjá til fjóra mánuði hér heima, að lífið hér hentaði okkur mjög vel. Þess vegna seldum við húsnæðið okkar í Reykjavík og keyptum okkur hús hér og erum alveg himinsæl." Gaman að vinna með stnra húpa - En nú ertu ekki aðeins að kenna hér í Grunnskólanum - þú ert líka skólastjóri Tónlist- arskóla Bolungarvíkur... „Já, það kom nú til eftir að ég var komin vestur. Forveri minn í því starfi hætti og mér bauðst þetta og ákvað að taka því. Ég er tónmenntakennari að mennt en mér finnst mjög gaman að kenna bekkjar- kennslu í grunnskóla. Ég held að ég sé best í því og stundum segi ég að maður eigi að gera það sem maður er bestur í. Mér finnst mjög gaman að vinna með stóra hópa. Ég er í hálfri stöðu við Grunnskólann en stýri síðan Tónlistarskól- anum og kenni þar það sem mér ber.“ - Þú nefndir áðan fimm börn en á heimili ykkar hér eru ekki nema fjögur... „Lífið líður svo hratt. Ég á orðið tvítugan son og hann varð eftir í Reykjavík. Vissu- lega fór hann ekki sjálfviljug- ur af heimilinu. Hann er í tón- listarnámi syðra og þegar við ákváðum að flytja vestur neyddist hann einfaldlega til að flytja út. Svo er hann nátt- úrlega kominn með kærustu og í sambúð. Hann komst inn í Tónlistarskóla FIH og er mjög sæll þar. Þess vegna voru bara fjögur börn sem fylgdu með.“ Vagnsbörnin sjö - Eruð þið Vagnsbörnin sjö ennþá að vinna saman? „Ekki að tónlist, nei. Ekki eins og stendur. Formlegt samstarf okkar systkinanna hófst með útgáfu plötunnar Hönd í hönd og síðan fylgdi platan Vagg og velta. Við Hrólfur bróðir minn höfðum reyndar áður gefið út barna- plötu. Svo fórum við systkinin út í ævintýri sem var mjög stór biti. Það var margmiðl- unardiskur, sá fyrsti sinnar tegundará Islandi. Við höfum alltaf kunnað því frekar illa að biðja um fjárhagslega að- stoð hér og þar og kostuðum þetta verkefni sjálf. Það var mjög dýrt og við erum í raun- inni að klára það núna. Við sögðum þá að við færum al- drei út í neitt af þessu tagi framar en nú eru aftur ýmsar hugmyndir í gangi. Maður veit aldrei. Þetta var óskaplega skemmtilegt. Þaðeralltafein- staklega gaman þegar hópur- inn hittist og hugmyndirnar fara af stað og við hlæjum mikið saman. En því má ekki gleyma, að við erum sjö ein- staklingar og höfum ekki endilega öll áhuga á því að gera tónlistina að atvinnu- grein. Við erum hvert í sínu starfi og tveir bræður mínir búa erlendis. En það eru hug- myndir á sveimi sem við Haukur og Hrólli erum að skoða. Það er samt ekkert sem er komið á rekspöl." Þeir Haukur og Hrólfur Vagnssynir eiga heima í HannoveríÞýskalandi. Hrólf- ur hefur verið búsettur þar í mörg ár og rekur upptökustú- díó og útgáfufyrirtæki. Hauk- ur flutti út fyrir um tveimur árum og var upphaflega í sam- starfi við Hrólf. Nú er hann kominn með sitt eigið fyrir- tæki og fæst við framleiðslu á geisladiskum og hönnun á bæklingum í diskahulstrin og ýmis verkefni sem tengjast tölvum. „Sjálfstætt fúlk“ - Þið systkinin eruð sjálf- stætt fólk... Sossa hlær. „Við erum ekk- ert „blátt“ sjálfstæðisfólk heldur erum við komin af venjulegu verkafólki. En við erum alin upp við sjálfstæða hugsun, við erum alin upp við að vita hvað við viljum og fengum mikinn stuðning við það í æsku. Það má heita sama hvaða hugmyndir maður kom með, það fékkst alltaf stuðn- ingur á heimilinu. Foreldrar okkar báðir voru sjálfstæðir atvinnurekendur, mamma með verslun og pabbi útgerð- armaður. Hann sagði stundum að hann gæti aldrei unnið hjá öðrum, hann vildi vera sjálfur yfirmaðurinn. Ég held að það hafi verið mjög góður lær- dómur fyrir okkur að sjá hvernig þau spjöruðu sig með allan þennan barnaskara. Jú, okkur finnst gaman að ráða ferðinni! Hins vegareru ef til vill ekki allir sammála því hvort við eigum að ráða ferð- inni! Okkur þykir öllum gam- an að fást við ný og spennandi verkefni. Við fáum oft mjög skemmtilegar hugmyndir, þó að þær séu stundum ef til vill dálítið svífandi uppi í skýjun- um. Við eigum okkur allskon- ar drauma. Já, ég held að við séum sjálfstætt fólk í þeim skilningi að við viljum fá tæki- færi til þess að láta hugmy ndir vakna. En við tökum líka áhættu. Við höfum oft tekið áhættu. Líklega erum við að mörgu leyti hugsjónafólk og sjáum ekki alltaf að buddan fitni mikið á því sem við erum að gera. En ég held að það væri mjög slæmt ef í samfé- lagi eins og hér væri bara til fólk sem vaknar til að mæta í vinnuna klukkan átta á morgn- ana, naggast y fir því allan dag- inn hvað launin séu lág og hvað allt sé ómögulegt, fer svo heim klukkan fjögur eða fimm og spekúlerar ekkert í því hver sjái um að það hafi vinnu eða fái laun, hver beri ábyrgðina og hver sé núna að redda reikningunum og öllu öðru. Mér finnst að of fáir geri sér grein fyrir því að ákveðin ábyrgð fylgir því að vera með atvinnustarfsemi. Það geta ekki allir bara mætt í vinnuna klukkan átta og farið heim klukkan fjögur. Það verða að vera einhverjir sem taka áhættuna og þegar áhætta er tekin er óhjákvæmilegt að einhverjir fari flatt. Það má heldur ekki vanmeta þá sem hafa tekið áhættu og farið flatt en hafa ef til vill skapað fjölda fólks vinnu í langan tíma. Ef enginn tekur nokkurn tímann neina áhættu, þá verða heldur aldrei neinar framfarir.“ Við þessi orð hvarflar hug- urinn til Einars heitins Guð- finnssonar. Vissulega tók hann áhættu í atvinnurekstri. Hann vaknaði ekki til að mæta í vinnu klukkan þetta og stimp- la sig út klukkan hitt. A yngri árum lagði hann stundum allt undir og fyrir kom að það munaði ekki nema hársbreidd á hvom veginn málin færu hjá honum. Það getur verið mjóttámilli skúrksinsoghetj- unnar, þegar upp er staðið. „Benni í Einarsbúð“ - Það hafa orðið tíðindi I verslunarmálum hérí Bolung- arvrk. Benni í Vöruval er bú- inn að selja Samkaupum búð- ina... „Ég hef nú alla tíð kallað hann Benna í Einarsbúð!“ - Nú þegar eitt af helstu verslunarbatteríum landsins er búið að kaupa verslunina og er með aðra á ísafirði, þá má ætla að hér verði áfram verslunarrekslur um einhverja framtíð. Það virtist vonlítið til frambúðar fyrir einyrkja að reka blómlega verslun hér í Bolungarvík með risana Bón- us og Samkaup á ísafirði... „Ég verð að segja, að það 6 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.