Víðförli - 01.06.2001, Blaðsíða 2

Víðförli - 01.06.2001, Blaðsíða 2
2 VÍÐFÖRLI 20. ARG. 5. TBL. málstofa. Hið íslenska Biblíufélag, Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra, KFUM og K og Kristilega skólahreyfingin, SIK, Þjóðminjasafn íslands og Húsafriðunarnefnd, Skipu- lagsnefnd kirkjugarða og Kirkjugarðasamband íslands, Skálholtsstaður og -skóli. Kynningarbásar verða í Vörðu- skóla þar sem sumarbúðir verða kynntar, kirkjumiðstöðvar, Prestafélagið, Djáknafélagið, Samverjinn, Skálholtsútgáfan og Leikmannaskólinn, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða dagskránni verður boðið upp á barnaland fyrir börnin meðan foreldrarnir taka þátt í málstofum eða öðru. Málstofur á kirkjudögum Kristið manngildi, siðfræði og vísindi Kristið manngildi Rannsóknir í líffræði og erfðafræði sem á síðasta ári leiddu til kortlagningar á genamengi mannsins marka einstök tímamót. Tækni á sviði lífvísinda hefur fleygt fram og gert mönnum kleift að ráða betur en áður við ýmsar ógnir sem steðja að lífi manna og heilsu. En tæknivæðingin hefur jafnframt skapað erfið siðferðileg úrlausnarefni. Við þessar örlagaríku aðstæður hefur opnast nýtt fræðasvið í siðfræði, lífsiðfræði. I guðfræðilegri útfærslu leggur þessi nýja sið- fræði megináherslu á manngildi og mannhelgi sem reist er á þeim biblíulega grunni að Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Fyrirlesari: Dr. Björn Björnsson prófessor. Fundarstjóri: Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir. Kl. 11.00, stofu 2 á efstu hæð Vörðuskóla. Siðfræði og lífvísindi Er siðferðilega verjandi að klóna manneskjur? Er í lagi að búa til genabreytt börn? Með stórstígum framförum á sviði lífvísinda eru þessar spurningar orðnar knýjandi en þær eru aðeins brot af þeim fjölmörgu siðferðilegu spurningum sem nútímasamfélag verður að takast á við - nokkrar þeirra verða ræddar í málstofunni. Málshefjandi: Garðar Á. Arnason heimspekingur. Kl. 17.00, stofu 5 í Vörðuskóla. Friðhelgi einkalífsins og fjölmiðlar Er rétt að birta nöfn einstaklinga t.d. í sakamálum? Hversu langt á að ganga í fréttaflutningi af einkamálum einstak- linga? Engum dylst að fjölmiðlar gegna mikilvægu hlut- verki í nútímanum en margir telja einnig að þeir séu orðnir of aðgangsharðir í fréttaöflun sinni. í málstofunni verður fjallað um hlutverk fjölmiðla út frá siðferðilegum skyldum þeirra. Málshefjandi: Salvör Nordal heimspekingur. Kl. 16.00, stofu 5 í Vörðuskóla. Um samræður vísinda og trúarbragða Heimsmynd vísinda er stöðugt að þenjast út í alheim og inn í sjálft efnið og eðli lífsins, sem enginn veit þó hvernig kviknaði. Rædd er samsvörun heimsmynda trúarbragða og vísinda og áhrif breyttrar heimsmyndar á gildismat. Velt er upp spumingu um „hinn skapandi mann“, sem breytt getur sjálfum sér og öðrum lífverum. Sýnt er myndband af upp- hafi og endimörkum sýnilegs heims tekið úr Hubble-sjón' aukanum. Fyrirlesari: Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Kl. 16.00, stofu 7 í Vörðuskóla. Málstofur um helgihald Sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor hefur umsjón með mál- stofum sem fjalla um ýmsar hliðar helgihalds á heimilum og í kirkjum. Allar verða málstofurnar í stofu 3 á fjórðu hæð Iðnskólans. Tilbeiðsla og trúarþroski Kannanir sýna að bænir með bömum eru nánast hið eina sem eftir lifir af bænahaldi heimilanna og að bein tengsl eru á milli þess bænahalds og staðfestu í kirkjustarfi síðar á ævinni. Sú tilbeiðsla sem iðkuð er og lærð af föður og móður endist allt lífið. Hér er fjallað um það hvernig helgi- hald heimilanna er grunnur að trúariðkun kirkjunnar og hvernig koma má á þeirri venju á heimilinu. Kl. 10.00. Atferli við altarisgöngur Þjóðkirkjan gengur út frá þremur meginaðferðum við út- deilingu altarissakramentisins. Hér eru þessar aðferðir skýrðar og bakland þeirra kynnt. Um leið eru þær settar í samhengi við annað atferli prests og safnaðar við þessa helgu athöfn. Svarað er grunvallarspurningum um nálgun einstaklinga að hinu heilaga. Kl. 11.00. Helgihald til hvunndags Eitt meginatriði endurskoðunar á helgihaldi kirkjunnar á siðbótartíma var að setja messu sunnudagsins í samband við hið daglega helgihald á heimilum, í skólum og í kirkj- um. Ef ekkert er orðið eftir nema messa sunnudagsins, sem ekki er sótt af mörgum, hvað þá? Hvaða leiðir eru til úr- bóta? Kl. 14.00. Kirkjuklukkur og hringingar Hér er fjallað um uppruna þess siðar að nota klukkur við helgihald kristninnar. Sögð er saga kirkjuklukkunnar og fjallað um siði og venjur við hringingar og hið göfuga emb- ætti hringjarans. Kl. 15.00. Utför og útfararsiðir Miklar breytingar hafa orðið á siðum tengdum dauða og jarðarför. Með auknum samfélagsbreytingum hafa komið fram ólík sjónarmið og breyttar venjur. Hér er fjallað um meginreglur kristninnar í sambandi við þessa siði og gerð grein fyrir innihaldi þeirra og uppruna. Er hægt að setja mörk um það sem ekki má? Kl. 16.00. Vígslur, signingar og blessanir Hér er fjallað um þörf einstaklinga og safnaða til að helga staði til helgrar þjónustu, signa sig og sína nánustu og blessa hús og heimili og sitthvað fleira, vinnustaði og vinnutæki, grasvelli og jarðgöng o.fl. Gerð er grein fyrir mismun þessara athafna, uppruna þeirra og guðfræðilegum forsendum. Kl. 17.00. Sorgin í íslenskum veruleika í fortíð, nútíð og framtíð Sorgin gleymir engum og hefur aldrei gert. Sorg vegna miss-

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.