Víðförli - 01.06.2001, Blaðsíða 8

Víðförli - 01.06.2001, Blaðsíða 8
VÍÐFÖRLI 20. ARG. 5. TBL. Hvernig væri að hlusta? Hann er aðdáandi Chelsea, karlmaður á aldrinum 20-30 ára og tekur reglulega til máls. Astæðan er ein- föld, hann trúir því að allir sem játast Guði lifi í blekk- ingu. Hann kallast á við kaþólikka, krossara og þjóð- kirkjufólk og lætur það rökstyðja hugmyndir sínar. Köllin eru oft harkaleg, jafnvel dónaleg. Einstaklingar í hópnum móðgast og segja frá því, stundum kemur af- sökunarbeiðni, stundum ekki. Við hittum einnig fyrir skáld, hann var langt niðri en Guð reisti hann upp. Hann kemur stundum og vitnar, segir frá gjörðum Guðs í sínu lífi. Hann er oft hrópaður niður, en hann kemur aftur og aftur og bendir á hræsnina í orðum trúleysingjanna og glímir við neikvæðni þeirra. Það eru þarna margir fleiri, stúlka sem kemur alla leið frá Árósum og finnst trúarbrögð úrelt, skógarmaður úr Vatnaskógi sem tapaði sambandinu við Guð og varar nú við honum, leitar í smiðju erlendra trúleysingja og bendir á misræmi f Biblíunni, og ekki má gleyma kaþólikkanum honum Jeremía sem heldur uppi rökföst- um og vönduðum vörnum fyrir kristna kirkju. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að hittast reglulega nafnlaust ásamt fjölmörgum öðrum, tjá tilfinningar sínar um trúmál og kirkjuleg málefni. Nafnleysið ásamt knöppum og hröðum samskiptum veldur því að stundum fer eitthvað í loftið sem hefði betur verið ósagt. Einnig gæti utanaðkomandi stundum þótt þetta snatt fremur yf- irborðskennt. En raunveruleikinn er allt annar. Þetta fólk er að opinbera skoðanir sínar og tilfinningar í garð trúar og kirkju. Ungt fólk á aldrinum 18-35 ára, sumt kannski eldra og annað yngra, kemur og leggur hugsanir sínar fram fyrir aðra og kallar eftir samtali. Athyglisvert er hversu margir karlmenn eru í hópn- um. Það ætti að vera okkur umhugsunarefni að stefin eru oft þau sömu. Það er rætt um óskýr skilaboð kirkjunnar í málefnum minnihlutahópa (svo sem samkynhneigðra). Það er rætt um fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju sem mörgum þykja undarleg. Það er rætt um óskýra siðfræði þjóðkirkjunnar og innanhúsvanda hennar. Þetta unga fólk leitar sér vettvangs til að spyrja og telur sig nú hafa fundið hann. Þjóðkirkjan er ekki mögulegur vettvangur, trúverðugleiki hennar er brostin í þeirra huga. Ástæðan er tvöföld skilaboð og valdabarátta á sfðum dagblaða. Vettvangur þeirra eru spjallþræðir á strik.is og visir.is. Hugsanir þeirra lýsa hugsunum fjölmargra jafnaldra þeirra, munurinn er að þau sem koma þarna saman, þeim er ekki sama. Þau láta sig annað fólk varða og jafnvel kirkjuna og vilja þess vegna ræða málin. Væri kannski ráð að hlusta. Krolli Chelsea-aðdáandi er e.t.v. ekki kurteis, en hann hittir samt stundum naglann á höfuðið. djakninn@strik.is E.s.: Trúmálaspjallþráðurinn er á strik.is, undir Trúmál. Lokaverkefni í textíldeild MHÍ Nýstárlegir og fallegir höklar Meðal þeirra sem luku námi í textíldeild MHÍ í vor var Hildigunnur Smáradóttir. Lokaverkefni hennar var hönn- un fjögurra hökla fyrir mismunandi tímabil kirkjuársins. Hildigunnur býr í Grafarvogi og hún tók mið af staðhundn- um einkennum Grafarvogskirkju við útfærslu skreytis. Þá hafði hún einnig í huga fjölgun kvenpresta í stéttinni og gætti þess að höklarnir yrðu hvorki of þungir né heitir. Höklarnir voru sýndir á útskriftarsýningu nemenda mynd- listardeildar Listaháskóla íslands 12.-20. maí 2001 og verða vonandi sýndir víðar í sumar. „Höklamir eru hugsaðir sem sería í sömu kirkjuna, Graf- arvogskirkju," segir Hildigunnur. „Kirkjan er ný og mjög nýstárleg. Það sama gildir um efnið og tæknina sem ég nota í höklana. I sambandi við hönnunina á táknum og munstri tek ég mið af því sem helst einkennir sjálft kirkju- skipið. Hin einföldu kassaform sem em ríkjandi í kirkjunni gripu mig strax er ég skoðaði hana og eru þau mjög áber- andi í túlkuninni á táknunum á bak- og framhlið höklanna. Allt stál í kirkjunni er gyllt á litinn og nota ég því mikið gyllt í táknunum. Ég hef höklana mismunandi og nota ólíka tækni við gerð hvers og eins, allt frá tölvuþrykki til útsaums. Þess er þó vandlega gætt að halda sömu megin- hugsun við gerð þeirra allra svo tilfinning fáist fyrir því að um seríu sé að ræða.“ Hildigunnur hóf verkið á því að kynna sér hefð og sögu kirkjuklæða. „Það kom mér á óvart að uppgötva að í raun- inni er hægt að leyfa sér næstum hvað sem er svo framar- lega sem óskráðum gildum er fylgt. Ekki virðast vera til neinar reglur í sambandi við táknin á höklunum, frekar ákveðnar hefðir. Höklagerð á að fá að þróast eins og annað í þjóðfélaginu. Listamenn eiga að reyna nýja tækni og ný efni. Þannig vil ég a.m.k. nálgast viðfangsefnið." Fjólublái hökullinn var einstaklega skemmtilega hann- aður. Hildigunnur skannaði gömlu sunnudagaskólamynd- irnar sínar inn á tölvu og prentaði út á filmu. Svo færði hún myndina yfir á efni og notaði mismunandi myndir sem uppistöðu í krosstákn. „Þarna nota ég myndir sem sýna at- vik úr lífi Jesú í staðinn fyrir að gera tákn sem tákna atvik úr lífi hans. Þetta er eitthvað fyrir nútímamanninn, ekki síst fyrir börnin, því ég hef grun um að fólk þekki almennt ekki mikið táknheim kirkjunnar. Myndir eru áþreifanlegri en tákn fyrir þann sem ekki skilur tákn.“

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.