Víðförli - 01.06.2001, Blaðsíða 3

Víðförli - 01.06.2001, Blaðsíða 3
JUNI 2001 VÍÐFÖRLI 3 is þess sem okkur er nákomið og skiptir okkur máli, hvort sem um er að ræða ástvini, vini, heilsu, starf eða æru. MáL stofan er í umsjón sjúkrahúspresta. Þjónusta þeirra beinist mikið að fólki í sorg og hvernig megi vinna með sorgina. Umsjón: Sr. Bragi Skúlason og sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir sjúkrahúsprestar. Kl. 14.30, stofu 4 í Vörðuskóla. Innflytjendur og samræður milli trúarbragða Fjölgun innflytjenda „Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu, að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni.“ (Heb. 11:13) Er fjölgun innflytjenda á Islandi áhætta fyrir kirkjuna og hvert er hlutverk hennar eða er þetta ný blessun á nýrri öld? Málið verður sérstaklega skoðað í því samhengi sem mismunandi trúarbrögð innflytjenda skapa. Málshefjandi: Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Kl. 10.00, stofu 3 í Vörðuskóla. Utfararsiðir annarra trúarbragða Fjallað verður um áþreifanleg dæmi sem varða málefni innflytjenda. Samtökin Ný dögun efndu nýlega til máh þings um sorg og útfararsiði þar sem þetta mál vakti mikla athygli. Spurt var hvort framandi siðvenjur og hugmyndir um sorg og útför sem innflytjendur flytja með sér endurnýi samskipti kirkjunnar við önnur trúarbrögð? Málshefjandi: Sr.Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Innlegg frá málþingi Nýrrar dögunar. Kl. 11.00, stofu 3 í Vörðuskóla. Samtal mismunandi trúarbragða á Islandi Hvers konar trúarbrögð eru iðkuð í þjóðfélagi okkar? Hver er kjarni þeirra? Hvernig eru samskipti þeirra við þjóðkirkj- una? Hvernig rækir fólk trú sína hérlendis. Pallborðsum- ræður fólks af ólíkum trúarbrögðum. Þátttakendur: Akiko Hasegawa, búddisti frá Japan, Lindita Óttarsson, Bahá’i frá Albaníu, og Salmann Tamini, formaður Félags múslima á íslandi. Umræðustjóri: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur Kjalarnessprófastsdæmis. Kl. 16.00, stofu 3 í Vörðuskóla. Trúaruppeldi Samstarf kirkju og skóla um kristinfræði Gerð verður grein fyrir niðurstöðum könnunar f grunnskól- um í Eyjafjarðarprófastsdæmi vorið 2000 um viðhorf og framkvæmd kennslu í kristinfræðum og dregnar ályktanir út frá þeim um skólastarf og kirkjustarf. Ennfremur verður greint frá reynslu af slíkum samstarfsverkefnum annars staðar (sjá www.ismennt.is/not/gg/Konnun2000/byrja.htm). Málshefjendur: Guðmundur Guðmundsson, guðfræðingur og kennari á Akureyri, og Guðlaug Björgvinsdóttir, formað- ur Félags kennara í kristinfræði, siðfræði og trúarbragða- fræðum. Kl. 14.30, stofu 7 í Vörðuskóla. Eru stelpur trúaðri en strákar? Hvers vegna eru fleiri stelpur en strákar þátttakendur í kristilegu æskulýðsstarfi? Af hverju biðja stelpur oftar en strákar? Þurfa heimilin og kirkjan að huga sérstaklega að þeim mun sem virðist vera á strákum og stelpum í þessu efni? Fjallað verður um ofangreindar spumingar í ljósi rannsóknar á trúarafstöðu, trúariðkun og trúarskilningi grunnskólabarna í 5., 7. og 9. bekk. Umsjón: Gunnar J. Gunnarsson lektor. Kl. 13.30, stofu 1 í Vörðuskóla. Vandi strákanna í kirkjunni Hvernig á að bregðast við þeim ábendingum að kirkjan þurfi að sinna þörfum drengja betur. Rætt verður um drengjakreppuna, fyrirmyndir, ímyndir og hugmyndir um „drengskapinn" í kirkjunni. Málshefjandi: Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Kl. 14-30, stofu 1 í Vörðuskóla. Trúaruppeldi barna í fjölhyggjuþjóðfélagi Rætt verður almennt um hlutverk foreldra í trúarlegri upp- eldismótun og áhrifavalda utan fjölskyldu, svo sem kirkju, leikskóla, skóla, fjölmiðla o.s.frv. Sérstaklega verður rætt um vanda sem blasir við trúarlegri uppeldismótun í þjóðfé- lagi sem einkennst af vaxandi fjölbreytileika að því er varðar trú, lífsviðhorf og siðferði. Málshefjandi: Sr. Sigurð- ur Pálsson. Kl. 10.0, stofu 1 í Vörðuskóla. Trúarþroski barna Rætt verður um helstu kenningar uppeldis- og sálarfræða varðandi trúarþroska barna og unglinga og hvað einkennir hvert þroskaskeið um sig. Þá verður rætt um hvaða gagn megi hafa af þessari vitneskju varðandi trúaruppeldi og trú- fræðslu í kirkju og skóla. Málshefjandi: Sr. Sigurður Páls- son. Kl. 11.00, stofu 1 (Vörðuskóla. Kirkjustarfið vítt og breitt Það vex sem að er hlúð - tilgangur og eðli kirkjustarfs Til hvers erum við að þessu? Hvernig getur kirkjan hlúð að trúarþroska? Rætt verður um þessar og fleiri spurningar og leitast við að svara því hvernig kirkjan geti verið þroska- vænlegt samfélag þar sem fólki gefst tækifæri á að rækta trú sína. Fyrirlestrar um grundvallaratriði kirkjustarfs. Fyr- irlesarar: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og sr. Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað. Kl. 16.00-18.00, stofu 1 í Vörðuskóla. Hvers vænti ég af presti mínum? Hvaða hugmyndir höfum við um prestsþjónustu og presta? Vita prestar um væntingar íslendinga til þjónustu þeirra? Eru þær hinar sömu og áður eða hafa þær breyst í tímans rás? Eru væntingar mismunandi eftir aldri eða búsetu? Prestafélag íslands gengst fyrir málstofunni og þar hlusta prestar á hvaða væntingar fólk hefur til þjónustu þeirra - og allir geta lagt orð í belg! Málshefjendur: Gísli Guðmunds- son, garðyrkjubóndi að Kaldá á Héraði, Guðrún Ögmunds- dóttir, háskólanemi Reykjavík, Hrafnhildur Ásta Þorvalds- dóttir, viðskiptafræðingur Reykjavík, Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Reykjavík, Kristjana Kjartansdóttir, skóla- stjóri Garði. Fundarstjórar: Sr. Bára Friðriksdóttir og sr. Ólafur Jóhannsson. Kl. 16.00, stofu 6 í Vörðuskóla. Þjónusta djákna Fjallað verður um guðfræði djáknaþjónustu, sögu hennar, nýungar í safnaðarstarfi og þjónustu djákna innan stofnana. Djáknaþjónustan felur m.a. í sér að verja rétt þeirra sem minna mega sín og styðja þá sem eru einmana, sjúkir eða fé- lagslega einangraðir. Djákni er meðalgangari milli mismun- andi hópa í samfélaginu og hann veitir fræðslu og leiðsögn. Málshefjendur eru djáknarnir: Fjóla Haraldsdóttir, Pétur

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.