Víðförli - 01.02.2002, Side 5

Víðförli - 01.02.2002, Side 5
FEBRUAR 2002 VÍÐFÖRLI 5 Hugleiðingar um fermingarfraeðslu sem gæti nýst í fermingarfræðslu og æskulýðsstarfi. Þar er opinn akur, en þar þarf líka fjármagn til. Kristinn boðskapur á mikið erindi til æskunnar. Þörf fyr- ir sterk og góð gildi inn í líf þeirra hefur sjaldan átt betur við. Presturinn er stundum vanmáttugur við verkefnið, þá skiptir miklu að finna að fræðsludeild stendur við bakið á honum með aðgengilegt efni til að nýta í fræðslunni. Bára Friðriksdóttir, prestur íVestmannaeyjum Fermingarfræðsla í nútíð og framtíð Fermingarfræðslan er trúfræðsla þar sem ungmenni eru frædd bæði í kristinni trú og um hana. Fermingarbörnin eru frædd um trúna með því að þeim eru kenndar biblíu- sögur og sálmar og farið er yfir kverið upp á gamla móðinn. Fræðsla í trú er ef til vill fyrst og fremst í því fólgin að gripið er til samskiptamódels, sem er alþekkt úr heimi trú- arbragðanna. Þau hafa alla tíð átt sína lærisveina sem setið hafa andaktugir við fótskör meistara sinna. Fræðari sem vill uppfræða fermingarbörn sín í trú þarf að taka hið mystagógíska hlutverk sitt alvarlega. Hann á að leiða ung- menni til trúar og efla andlegan þroska þeirra. Þegar ég var beðinn um að segja álit mitt á fermingarmálum var sérstak- lega spurt um vináttu við starfsfólkið. Eg vil snúa þessu við og leggja áherslu á vináttu starfsfólksins við ungmennin. Sennilega hef ég lært mest af mínum fermingarföður, sr. Birgi Snæbjörnssyni, hvað það varðar. Sr. Birgir kenndi upp á gamla móðinn. Hjá honum voru engar lýðræðislegar hringborðsumræður. Við máttum á hinn bóginn spyrja og koma með athugasemdir og framlagi okkar var ætíð mætt af virðingu og kurteisi. Þar að auki sagði sr. Birgir okkur sögur t tíma og ótíma og margar voru ótrúlega fyndnar. Okkur fannst presturinn fínn kall og þótti vænt um hann. Mér finnst sá fermingarfræðari vera til fyrirmyndar sem sýnir börnunum virðingu og kurteisi og hefur húmor. Undanfarna vetur höfum við í Akureyrarkirkju fengið gesti í heimsóknir til fermingarbarnanna sem hafa sagt þeim eitt og annað. Biskupsstofa gæti lagt fermingarfræðsl- unni ómetanlegt lið með því að skipuleggja slíkar heim- sóknir. Um daginn fékk ég til dæmis tilboð um heimsókn þar sem ungur maður vildi ræða um einelti. Ég held að fátt sé fermingarbörnum mikilvægara en að hitta fólk sem getur miðlað ungmennum af trú sinni og reynslu og er tilbúið að prédika yfir þeim í þess orðs bestu og sönnustu merkingu. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju Hugleiðing um Harry Potter Carlos Ferrer hélt stutta tölu um daginn í umræðum á Biskupsstofu um Harry Potter. Hann var umyrðalaust settur í það að skrifa niður stutta hugleiðingu í Víðförla. Ert þú lesandi góður sammála honum? Sendu okkur línu á skal- holtsutgafan@kirkjan.is. Einnig er bent á grein Arnfríðar Einarsdóttur lögfræðings á kirkjan.is um Harry Potter bæk- urnar. Leikvöllur ímyndunaraflsins Hversu lengi er þér óhætt að dvelja fyrir framan spegil- mynd drauma þinna án þess að draumurinn heltaki þig? Er hægt að ánetjast eigin hugarheimi án þess að sálin bíði tjón? Narsissus dó úr hungri vegna þess að hann yfirgaf ekki lindina sem sýndi honum spegilmynd sína, en hann var hugfanginn af eigin fegurð. Harry Potter sá það sem hann þráði mest í galdraspegli Hogwartskóla, hann stóðst þó raunina sem hefði getað gert hann að engu. Það er gott að hverfa andartak úr daglegum veruleika. Draumar eru nauðsynlegur hluti nætursvefns og vöku. En óhófið, sjálfhverfan, að vilja ekki vakna upp af draumum sínum er manninum eins og eitur. Það er kjarni grísku goð- sögunnar um Narsissus. Freisting hans kemur aftur og aftur í bókmenntum (og trúarbrögðum) og er hugsunin að baki speglinum í Hogwartskóla. Ævintýrin og raunveruleikinn Bækurnar um Harry Potter og kvikmyndin hafa fangað ímyndunarafl barna og fullorðinna um allan heim. Auðvelt er að samsama sig persónum þessara sagna. Raunir Potter geta hæglega orðið raunir þínar ef þú leyfir þér að horfa á veruleika þinn með augum hans. Góðar bókmenntir fanga hugann og verða að æfinga- velli þar sem hugmyndir og heimsmynd manna slípast og þjálfast. Ævintýrabókmenntir á borð við Harry Potter (J.K. Rowling), Narnia (C.S. Lewis) eða sögur Roald Dahl um Matthildi eða nornirnar fanga ímyndunarafl lesenda sinna og leyfa þeim að horfast í augu við eigið sjálf með því að setja sig f spor söguhetjanna. Upplifunin og dagdraumurinn verða próf á siðferðisstyrk þeirra sem það vilja. Þetta eiga vönduð nútímaævintýri sameiginlegt sögum fomra og lif- andi trúarbragða. Ert þú gædd(ur) nægu siðferðisþreki til að standast töfraspegil Hogwartskólans? Lokaðu augunum og horfðu inn í sjálfan þig áður en þú svarar! Ef þú getur svarað já, má vera að þú standist freistingu lindarinnar. (Sjáeinnig Lúkasarguðspjall 18, 15-30.) Carlos Ferrer

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.