Víðförli - 01.02.2002, Síða 10
10
VÍÐFÖRLI
21.ÁRG. l.TBL.
Bækur frá Skálholtsútgáfunni
Nýja sálmabókin frá 1997 án nótna
- Textaútgáfa er komin út
Ný útgáfa af sálmabók kirkjunnar, sálmabók með nótum,
kom út í árslok 1997. Nýja bókin var endurskoðuð útgáfa
af sálmabókinni frá 1972 og inniheldur viðbótina frá 1991
- ein bók í stað tveggja áður - en auk þess var bætt við
fjölda nýrra sálma (701-772). Allir sálmarnir í nýju sálma-
bókinni frá 1997 eru með nótum og í tónhæð sem miðast
við almennan safnaðarsöng, enda var helsta markmiðið
með útgáfunni að auka og styðja við og hvetja til þátttöku í
almennum safnaðarsöng í kirkjunni.
Nú hefur Skálholtsútgáfan tekið við útgáfu sálmabókar-
innar (textaútgáfu) af Biblíufélaginu og er sömu sálmar í
nýju textaútgáfunni og í sálmabók með nótum frá 1997.
Þessi nýja textabók sálmabókarinnar er f sömu stærð og
bókin frá 1972 og er fáanleg í hvítum, svörtum og dökk-
rauðum lit. Hún kostar 1.850 kr.
Jafnhliða þessu hefur verið gefin út Orgelútgáfa sálma-
bókarinnar með tónhæð og laggerð fyrir einradda safnaðar-
söng, ný Sálmabók barnanna ásamt geisladiski þar sem lög-
in í bókinni eru kynnt, einnig hefur verið gefið út í
Söngvasveigsútgáfunni fjölbreytt tónlistarefni fyrir barna-
kóra, kvennakóra og ekki síst kirkjukóra - með þvf mark-
miði að auka fjölbreytni sérhæfðs efnis við guðsþjónustur.
Tvær bækur eru væntanlegar, í sumar kemur út bók fyrir
kirkjukóra (blandaða kóra) með léttara trúarlegu efni og
barnabók með jólatónlist í haust. Fleiri bækur eru á útgáfu-
áætlun næstu tveggja ára.
Öll þessi útgáfa er verkfæri fyrir starfsfólk kirkjunnar;
prestana, kórfólk, organista og barnakóra - til eflingar tón-
listarstarfi og almennum söng við guðsþjónustur safnað-
anna og barnastarf.
Skálholtsútgáfan hefur fullan hug á því, næstu árin, að
efla enn útgáfu á tónlistarefni fyrir kirkjustarf með því
markmiði að efla fjölbreytileika helgihalds og efla almenn-
an safnaðarsöng.
Börn og trú
af sjónarhóli sálarfræði,
uppeldisfræði og guðfræði
Skálholtsútgáfan hefur gefið út nýja bók eftir sr. Sigurð
Pálsson sem ber heitið Böm og trú - af sjónarhóli sálarfræði,
uppeldisfræði og guðfræði. Þessi bók er hin fyrsta sinnar teg-
undar á íslensku.
I bókinni er viðfangsefnið skoðað frá ólíkum sjónar-
hornum. Spurt er hvað uppeldi sé og rætt um tengsl mann-
skilnings og uppeldis. Þá er spurt hvers eðlis trúhneigðin sé
og ræddar kenningar sálfræðinga um rætur guðsmyndan
innar og um trúarþroska. Einnig veltir höfundur fyrir sér
tengslum trúar og siðgæðis og kynnir kenningar um sið-
gæðisþroska og siðgæðisuppeldi. Ennfremur er rætt allítar-
Börn og trú
af sjónarhóli sálarfræði, uppeldisfræði og guðfræði
r ’ k' m f ir*'- ns
v ; y--
SIGURÐUR PÁLSSON
..7T......'......."A
Kápu bókarinnar Böm og trú prýðir Ijósmynd af höggmynd Einars
Jónssonar, Bæn.
lega um trúarlegt uppeldi og trúfræðslu á heimilum og í
kirkjum og hlutverk leikskóla og grunnskóla í trúarlegu
uppeldi og fræðslu. Þá er sérstakur kafli um guðlaust upp-
eldi.
Bókin hentar ekki aðeins sem kennslubók handa kenn-
aranemum og nemendum í guðfræði og uppeldisgreinum í
framhalds- og háskólum, heldur ættu foreldrar jafnt og
kennarar í leikskólum og grunnskólum, prestar og æsku-
lýðsleiðtogar að geta haft af henni gagn til aukins skilnings
á trúarlegri uppeldismótun, trúarlífi og trúarþroska barna.
Höfundur bókarinnar, sr. Sigurður Pálsson, hefur m.a.
skrifað bækurnar Böm og sorg og Böm og bænir og samið
námsefni í kristnum fræðum. Þá hefur hann verið stunda-
kennari í trúaruppeldis- og kennslufræði og trúarlífssálar-
fræði við Kennaraháskóla Islands og guðfræðideild Háskól-
ans. Sigurður er sóknarprestur við Hallgrímskirkju í
Reykjavík.
Böm og trú er 159 bls. Leiðbeinandi verð er 2.680 kr.
Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum og í Kirkjuhús-
inu, Laugavegi 31, Reykjavík.