Víðförli - 01.11.2005, Qupperneq 1
VÍÐFÖRLI
FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU - www.kirkjan.is
24. ÁRG. 3. TBL. NÓV. 2005
Biskupsvígsla í Kenýja
Meðal efnis:
Helgihald heimilanna á aðventu... 2
Frá Hjálparstarfinu............... 3
Samkirkjuleg bænavika............. 3
Yfir 320 manns á landsmóti........ 5
Vatn fyrir alla................... 6
Verndum bernskuna................. 7
Biskup vísiterar í Húnaþingi...... 9
Biskupsvígsla í Kenýja............10
Frá fundi höfuðbiskupa
Porvoo-kirkna..................11
Stjórnarþing Lútherska
heimssambandsins...............12
Af kirkjuþingi 2005...............15
Norrænt æskulýðsmót...............17
Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag
Þjóðkirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík
Ritstjórn: Steinunn A. Björnsdóttir.
Netfang: frettir@ kirkjan.is
Prentvinnsla: Gutenberg hf.
Kristniboð og
hjálparstarf
Nýlega knúðu fermingarbörn dyra hjá okkur Kristínu í Biskupsgarði með söfn-
unarbauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau voru glaðleg í svip og fasi, fannst
spennandi að fá að taka þátt í þessu verkefni, og voru ánægð með góðar
viðtökur hvarvetna. Mikið var undursamlegt að heyra það. Þessi þáttur
starfsins, fermingarstarfa og safnaðarstarfsins hefur virkilega fest sig í sessi og
það er dýrmætt. Einn og einn talar samt af fyrirlitningu um betl. Nei, þetta er
ekki betl. Þetta er tilboð um að leggja sinn skerf að mörkum, tilboð um að
koma hjálp í réttar hendur. Og enn og aftur erum við minnt á undraverðan
árangur og ótrúlega ávexti af kristniboði og hjálparstarfi.
í september s.l. tók herra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, þátt í
biskupsvígslu í Pókót í Kenýu. Það var fyrsta biskupsvígsla á landssvæði og
með þjóð sem fyrst heyrði af fagnaðarerindi Jesú Krists þegar íslenskir kristni-
boðar hófu þar starf. Nú hlaut þar biskupsvígslu barn íslenska kristniboðsins í
Pókot, William Lopeta, sem hér dvaldi fyrir nokkrum árum á vegum Hjálpar-
starfs kirkjunnar og kristniboðsins og kynnti fyrir fermingarbörnum starfið á
sínum heimaslóðum. Kirkjan vex á kristniboðsakrinum, og fjöldinn þrengir sér
þar að til að læra um frelsarann Jesú Krist. Starf kristniboðsins og Hjálpar-
starfs kirkjunnar að þróunarhjálp og fræðslu þar hefur skilað undraverðum
árangri. Gleymum því ekki að fyrirbænir, fórnarlund og kærleikur íslensks
almennings ber enn ríkulegan ávöxt til blessunar þúsundum í fjarlægum
heimshluta. Hjartans þökk öllum þeim sem þar leggja hönd og huga að verki.
Allar sóknir Þjóðkirkjunnar ættu að leggja sitt að mörkum til að styðja það
kristniboð og hjálparstarf. Það ætti að verða okkur öllum hjartans mál!
Karl Sigurbjörnsson
www.kirkjan.is
11/2005