Víðförli - 01.11.2005, Page 12
12
VÍÐFÖRLI
24. ÁRG. 3. TBL.
Þjónusta sáttargjörðar í
hrjáðu landi
„Kölluð til þjónustu sáttargjörðarinnar" var yfirskrift stjórn-
arþings Lútherska heimssambandsins (LH) sem haldið var
í Betlehem í septemberbyrjun. Hátt á annað hundrað
manns sækja stjórnarþingið ár hvert. Fundarmenn eru þau
sem eiga sæti í stjórn sambandsins ásamt fulltrúum kirkna
og stofnana sem aðild eiga að LH, starfsfólk LH og ráð-
gjafar. Fyrir hönd Þjóðkirkjunnar á Kristín Þórunn Tómas-
dóttir sæti í stjórn LH og framkvæmdastjórn.
Tveir ungir Borgfirðingar, Guðmundur Björn Þorbjörns-
son og Geir Konráð Theodórsson voru ráðstefnuþjónar á
þinginu og sóttu þing ungs fólks úr LH sem haldið var í
Jerúsalem áður en stjórnarþingið hófst.
Samstaða með Palestínumönnum
Staðsetningin setti svip á þingið og fengu þinggestir
áþreifanlega að reyna hversu erfitt það er að ferðast í
hersetnu landi þar sem múr aðskilnaðar hefur verið reistur
í gegnum bæi og þorp. ( ályktun frá þinginu segir meðal
annars: „Við endurtökum kröfu okkar um endi hernáms [..]
Við lítum á brotthvarfið frá Gaza sem fyrsta jákvæða skrefið
í því að fylgja Vegvísi til friðar." Bent var á skelfilegar
afleiðingar múrsins fyrir daglegt líf í Palestínu „sóknarbörn
geta ekki sótt messu, bændur komast ekki á akra, skóla-
börn eru hindruð í að komast í skólana og sjúklingar,
læknar og heilsugæslustarfsfólk kemst ekki á sjúkrahús
eða á heilsugæslustöðvar. [..] Reynsla okkar hér knýr okkur
til að hvetja allar aðildarkirkjur LH til að hvetja til friðar- og
pílagrimsferða til kirknanna á þessu svæði til að fólk fái að
upplifa lífskjör á palestínsku landssvæði og til að styrkja
það í trúnni."
Samkirkjuleg hefð og hjálparstarf styrkleiki
Lútherska heimssambandið (LH) hefur unnið að stefnu-
mótun síðastliðna átján mánuði og voru niðurstöður hennar
kynntar. Liður í stefnumótuninni var greining á styrkleikum,
veikleikum, ógnunum og tækifærum, svokölluð SVÓT
greining. Meðal þess sem þar kom fram var að styrkleikar
sambandsins væru meðal annars trú og hefð sem er mjög
rík, sterk siðfræði, samkirkjuleg hefð og guðfræði, þjónusta
og hjálparstarf.
LH sér tækifæri á sviði samkirkjumála. Þar eru nýjir
möguleikar, nýjir samstarfsaðilar, þverkirkjulegt starf fer
vaxandi og fleira. Hins vegar skortir á samhæfða áætlana-
gerð, forgangsröðun og fjáröflun og eru það veikleikar,
einnig hve hægt gengur að nýta nýja tækni sem getur eflt
þátttöku.
í framhaldi af þessu er lagt til að stofnaður verði starfs-
hópur sem í eiga sæti formenn starfsnefnda LH og verður
hlutverk hans að skýra línur um samhæfingu starfs sam-
bandsins. Hann á einnig að vera ráðgefandi um hvernig
hægt sé að dreifa verkefnum og verksviðum sambandsins
Kristín Þórunn Tómasdóttir svarar fyrirspurnum á þingfundi
hjá LH
og þar með kostnaði. Meðal þess sem taka þarf afstöðu til
er staðsetning aðalstöðva LH í Genf, endurskoðun á
kostnaði vegna þýðinga á opinber mál LH (enska, þýska og
spænska), fækkun stjórnarþinga sem verði haldin á 15 -18
mánaða fresti í stað 12, möguleg samvinna aðildarkirkna
og guðfræðistofnana er þeim tengjast við LH í tengslum við
samkirkjulega samræðu og rannsóknarvinnu á sviði
guðfræði.
Samtímis þessu eru samkirkjuleg samskipti Lútherska
heimssambandsins til skoðunar. Lögð er áhersla á að slík
samvinna sé virk og að unnið sé markvisst til að forðast
tvíverknað. Hjálparstofnanir sem tengjast LH hafa lagt fram
tillögur um að stofna skrifstofu sem samhæfi þróunarstarf
þeirra og fleiri hjálparstofnana, meðal annars hjálparstarfs
Alkirkjuráðsins. Slík skrifstofa yrði þó aðeins ráðgefandi.
Fjármunir til samkirkjulegs starfs hafa minnkað á sama
tíma og ýmis tækifæri í samstarfi og tækninýtingu eru
vannýtt. Markmið endurskipulagningar og stefnumótunar
er að starfið verði markvissara og fjármunir betur nýttir.
Þjónustan birtist á öflugan hátt
Kristín Þórunn Tómasdóttir er fulltrúi Þjóðkirkjunnar í stjórn
Lútherska heimssambandsins og situr einnig í fram-
kvæmdaráði þess og sinnir formennsku nefndar um sam-
skipti og þjónustu.
„Það er afar merkilegt að koma hingað og sjá þær
aðstæður sem palestínska þjóðin býr við, sérstaklega hér í
Betlehem þar sem við höfum dvalið. Sem stjórnarmaður í
LH finnst mér mjög gott og hvetjandi að sjá hvernig þjón-