Víðförli - 01.11.2005, Side 18
18
VÍÐFÖRLI
24. ÁRG. 3. TBL.
Spurt og svarað
Okkur berast reglulega spurningar í gegnum vefinn
www.kirkjan.is/svor. Þar má spyrja um hvaðeina sem
snertir trú, kirkju, kristni og guðfræði. Ein spurningin
sem barst í október snerti Biblíuna.
Hvernig gaf Guð okkur Biblíuna?
Svanur spyr:
í sunnudagaskólanum í dag var talað um að Guð
hefði gefið okkur Biblíuna. Eitt barnið spurði þá
stundarhátt: „Hvernig?"
Stúlkan sem var að segja frá Biblíunni nefndi að
heilagur andi hefði komið þar við sögu en hafði ekki
tekið tíma til að fara nánar út íþetta mát. Mig langar því
að fá að bera fram þessa spurningu hér á vefnum:
Hvað er átt við þegar sagt er að Guð hafi gefið okkur
Biblíuna og hvert er hlutverk heilags anda í þessu
sambandi?
Bestu kveðjur, Svanur
Guðni Þór Ólafsson svarar:
Komdu sæll.
Biblían er kölluð Guðs orð og heilög ritning vegna
þess að hún sé á sérstakan hátt komin frá Guði. Samt
er hún vitanlega skráð af venjulegu fólki (sem þó var
ótrúlega óvenjulegt fólk þegar nánar er að gáð) og ber
þess merki á margan hátt að vera eins og önnur
mannanna verk. Það voru sem sagt venjulegir menn
sem skráðu með venjulegum orðum, en það sem þeir
skráðu var eitthvað sérstakt. Það var um það hvernig
Guð hafði opinberað sig þessum venjulegum mönn-
um. Það er það sem Biblían hefur umfram aðrar bækur
í augum kristinna manna og gerir hana meira en bara
orð þessara spámanna og postula. Guð hafði hönd í
bagga með því þegar þeir skráðu um það hvernig
maðurinn er ekki einn í þessum heimi.
Þessi hugsun eða skilningur á Biblíunni sem orð frá
Guði er meðal annars reist á orðum Jesú, sem byggði
á hefð þjóðar sinnar og taldi Móselögmálið og spá-
mannaritin frá Guði komin, opinberuð mönnum (Matt
5.17). Hins vegar andmælti hann lögmálsskýringunum,
sem fræðimenn og aðrir landar hans gerðu svo mikið
úr (sjá t.d. Mark 2.27), og oft gengu lengra eða snerust
jafnvel gegn anda hinnar helgu bókar.
Stundum er sérstöðu Biblíunnar meðal kristinna
manna lýst með því að segja að hún sé innblásin af
heilögum anda. Fólk telur sig á sérstakan hátt finna
Guð tala til sín í Biblíunni, og þess vegna er lögð
áhersla á að lestri hennar fylgi bæn til Guðs. Heilagur
andi er annars aðeins gefinn mönnunum, persónum,
og er tryggðapantur skírnarinnar, ekki til að koma
einhverju óvenjulegu og mikilfenglegu til leiðar, heldur
til að gefa og viðhalda trúnni í brjósti hins skírða.
Það skal tekið fram að á ýmsum tímum hefur verið
umdeilt meðal kristinna manna hversu bókstaflega orð
Ritningarinnar skuli tekin sem innblásin eða opinberun
frá Guði. Auk þess má nefna að kaþólska kirkjan telur
kennivald páfans á margan hátt jafngilt orði Biblíunnar,
en mótmælendakirkjurnar, þar með talin okkar lútherska
kirkja, telur aðeins Biblíuna eina hafa kennivald í trúar-
legum efnum.
Kær kveðja, Guðni
http://kirkjan.is/svor/2005/10/hvernig_gaf_gud_okkur_bibliuna
Auður Eir - Sólin kemur alltaf upp á ný
Bókaforlagið Veröld hefur gefið út bókina Auður Eir - Sólin
kemur alltaf upp á ný þar sem Edda Andrésdóttir ræðir við
séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur.
í kynningu frá útgefanda segir: Saga Auðar Eirar Vilhjálms-
dóttur er í senn saga sigurvegara og eins konar leiðarvísir
um lífið sem á að geta komið öllum að gagni.
Auður Eir hefur verið með storminn í fangið um árabil og líf
hennar einkennst af einurð, baráttuvilja og þrautseigju. Hún
hlaut prestsvígslu fyrst kvenna á íslandi árið 1974 en margir
starfsbræður hennar lögðust eindregið gegn vígslunni. Þar
sem hún bauð sig fram í prestkosningum varframboð hennar
sjaldnast tekið alvarlega. Hún lýsir þeirri örvæntingu, vonleysi
og reiði sem þessu fylgdi og hvernig hún brást við.
í bókinni ræðir Auður Eir af hreinskilni um ýmis viðkvæm
mál frá ferli sínum, sorg og gleði og samferðafólk. Hún
segir frá æsku sinni, námi og störfum, kvennabaráttunni og
uppbyggingu Kvennakirkjunnar. Þá fjallar hún um fjölskyldu
sína, segir m.a. frá því ótrúlega aðkasti sem dætur hennar
urðu fyrir vegna brautryðjendastarfs móður sinnar.”
Auður Eir tekur sjálfa sig aldrei of hátíðlega og henni eru
kímnigáfa og léttleiki
í blóð borin. Hún
leggur áherslu á að
fólk sé jákvætt í
hugsun. „Við þurfum
að setja kardi-
mommur í dagana
okkar,“ segir hún,
„eigum að velja lífið í
stað þess að setjast
að í vanlíðan okkar.
Syndin er að nenna
ekki að vera til,“
segir hún í bókinni.