Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.12.1999, Side 5

Bæjarins besta - 15.12.1999, Side 5
Bæjarins besta r Rúnar Oli Karlsson, atvinnu- og staðardagskrárfulltrúi skrifar r Natturuvernd í I saijarðarbæ I Bæjarins besta 17. nóv. sl. var kynnt verkefnið Staðar- dagskrá 21, sem Isafjarðarbær er að vinna að ásamt þrjátíu sveitarfélögum á landinu. Náttúru vernd er eitt af þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í þessu verkefni. Hér verða í stuttu máli kynntar helstu niðurstöður um stöðu náttúruverndar í sveitarfélag- inu. Hvað er náttúruvernd? Isafjarðarbær er víðlent sveitarfélag með fjölbreyttri náttúru og á svæðinu eru mörg náttúrufyrirbæri sem verða að teljast merkileg. Náttúru vernd er að standa vörð um einhvers konar heild sem við köllum náttúru. Það er reyndar óljóst hvað átt er við með „náttúru" og oft er spurt hvort óspillt náttúra sé til. Venjulegasta nálgunin á náttúruvernd er að viðhalda einhverju seni er óbreytt. Önnur nálgun á nátt- úruvernd er að endurheimta fyrri landgæði. Þar er land- græðsla oftast aðalatriðið, en núna t.d. endurheimt votlend- is. Þriðja nálgunin er að bæta landið og þar fara skógræktar- menn fremstir í flokki. Isafjarðarbær er strjálbýlt svæði og við slíkar aðstæður er náttúruvernd yfirleitt ekki vandamál. Mörg svæði eru meira og minna sjálffriðuð og landrými svo mikið að litlar framkvæmdir breyta litlu sem engu um heildina. Þetta ástand hefur þó ákveðnar hættur í för með sér. Menn verða andvaralausir og einstaklingar geta farið sínu fram eins og þeir vilja. Fram- tíðarsýn og stefnumörkun vantar al veg. Þetta ástand býð- ur upp á slys í náttúruverndar- málum. Náttúruverndarráð gefur út náttúruminjaskrá og eru all- mörg svæði innan Isafjarðar- bæjar í þeirri skrá og falla innan nokkurra flokka, sem hér skal vikið að. Náttúruminjar Náttúruminjar eru einungis skráð fyrirbæri, eins konar ábendingarNáttúruverndar og hafa ekkert lagalegt verndar- gildi. I Isafjarðarbæ eru níu staðir eða svæði á náttúru- minjaskrá: Skaginn milliArn- arfjarðar og Dýrafjarðar; Ket- ilseyri í Dýrafirði; Lambadals- fjall og Botn í Dýrafirði; Holtsengi og Vöð í Önundar- firði; Botn íSúgandafirði; fjör- ur í botni Skutulsfjarðar; Arn- arnes; Kaldalón; og Snæ- fjallahreppurhinn forni (Nátt- úruminjaskrá, 7. útgáfa 1996). Náttúruvætti Náttúruvætti eru skilgreind sem einstæð fyrirbæri og háð verndun. Dynjandi íArnarfirði var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1981 og er það eina á Vestfjörðum. A landinu öllu eru náttúruvætti innan við tutt- ugu. Friðlönd Friðlönd eru landsvæði, „sem mikilvægt er að varð- Rúnar Óli Karlsson. veita vegna landslags, gróður- fars eða dýralífs" (Náttúru- minjaskrá, 1996, bls. 6). Markmið friðlýsinga eru mis- munandi, sem og reglur sem um svæðin gilda. Hornstrand- ir og nágrenni urðu friðland 1975 og var friðlýsingin end- urskoðuð 1985. Stærð svæð- isins er um 58 þúsund hektar- ar. Núverandi staða Hornstrandafriðland hefur mikla sérstöðu í Isafjarðarbæ, þar sem það er stjórnunarlega aðskilið frá öðrum svæðum. Friðlandið er í umsjá Náttúru- verndar ríkisins og Horn- strandanefnd er til ráðgjafar, en þar á enginn heimamaður sæti. Miklar umræður hafa verið um uppbyggingu ferða- þjónustu og hvað teljist eðli- legt viðhald húsa og hvort tak- marka eigi byggingu sumar- húsaviðákveðinnstíl. íheild- ina séð er mikilvægt að ísa- fjarðarbær taki yfir umsjón svæðisins, t.d. í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða. Það er mikilvægt lil að náttúru- vernd sé í farsælum jarðvegi, að öflun þekkingar sé í nánu sambandi við heimaaðila. ísafjarðarbær stóð fyrir málþingi um málefni Horn- stranda síðastliðið vor. Út- drættir úr öllum erindum liggja fyrir (sjá heimasíðu Náttúrustofu Vestfjarða, www.snerpa.is/nv) og verið er að vinna að útgáfu erindanna á Náttúrustofu Vestfjarða. Sum svæði á náttúruminja- skrá eru gríðarstór, eins og Snæfjallahreppur og skaginn milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar. Að setja stór svæði á náttúruminjaskrá með skýr- ingunni „fjölbreytt landslag" hlýtur að teljast vafasamt í rneira lagi. Undirstaða raunhæfra markmiða og áætlana í nátt- úruverndarmálum byggist á góðri þekkingu. Núverandi staða þekkingar á náttúrufari í Isafjarðarbæ er brotakennd. Náttúrustofa Vestfjarða stund- ar rannsóknir á náttúru Vest- fjarða í samvinnu við ýmsa aðila eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. í Isafjarð- arbæ ber hæst rannsóknir á náttúru Hornstranda, en líka hefur verið unnið að verkefn- um varðandi frummat á um- hverfisáhrifum. Stefnumörkun skortir Þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir í nátt- úruvernd eru vandamál vegna þess að stefnumörkun skortir til að taka á málum sem upp geta kornið. Má þar nefna vegagerð, skógrækt, land- græðslu, námuvinnslu, virkj- anir, byggingu sumarbústaða, landnýtingu og hlunnindi og ferðamennsku. Það stingur kannski í stúf að nefna skóg- rækt og landgræðslu sem um- hverfisvandamál. Hvort tveggja getur samt orðið vandamál ef unnið er skipu- lagslaust. I þessu vantar stefnumörkun eins og svo rnörgu öðru. Með gerð Stað- ardagskrá fyrir sveitarfélagið er stigið skref í þá átt. - Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og staðardagskrár- fulltrúi (með aðstoð starfs- hóps Staðardagskrár 21 og sérstaklega Þorleifs Eiríkssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða). Nýttlén tekið í notkun BB hefurtekið í notkun nýtt lén á Internetinu, bb.is. Með tilkomu þess breytist netfang ritstjórnar úr bb@snerpa.is í bb@bb.is. Netfang prentsmiðjunnar verður hprent@bb.is í stað hprent@snerpa.is. Stafræn út- gáfa blaðsins verður á vefslóð- inni http://www.bb.is/ Stafræn útgáfa blaðsins hef- ur legið niðri frá því í maí á þessu ári vegna tæknilegra or- saka en verður tekin upp að nýju um næstu áramót. Unnið er að endurhönnun heimasíð- unnar sem verður með nýju og glæsilegu sniði og er það verk í höndumVeigars Jökuls- sonar kerfisstjóra hjá Snerpu. Vestfirðir Snerpa bíður átekta „Við munum bíða eftir nið- urstöðum Samkeppnisstofn- unar í þessum málum og að minnsta kosti á meðan þær liggja ekki fyrir sjáum við ekki ástæðu til að bregðast neitt sérstaklega við þessu“, sagði Jón Arnar Gestsson hjá inter- netþjónustunni Snerpu á Isa- firði í samtali við blaðið. Eins og fram hefur komið býður Islandssími í félagi við íslandsbanka ókeypis netað- gang og í framhaldi af því ákvað Landssímann í félagi við Landsbanka og Búnaðar- banka að bjóða einnig ókeypis aðgang að netinu. Kærumál til Samkeppnis- stofnunarútaf þessum tilboð- um ganga á víxl. Islandssími hefur kært Landssímann fyrir að misnota markaðsráðandi aðstöðu sína og samtök endur- söluaðila netþjónustu hafa vísað máli Íslandssíma til stofnunarinnar. Fæðingar á FSÍ Yfir sextíu börn frá áramótum Liðlega sextíu börn hafa lit- ið dagsins ljós á fæðingar- deildinni á ísafirði það sem af er þessu ári. Ekki liggur enn fyrirfrekari tölfræði varðandi borgarana ungu, enda er slíkt tekið saman um áramót. Hitt er þó víst, að tölur um margvíslegt þjóðerni barn- anna verða nokkuð athyglis- verðar þegar þær liggja fyrir og ólíkar því sem tíðkaðist hér fyrr á árum. Tilkynning um að stofnanir í Stjórnsýsluhúsinu aðrar en Landssíminn, verða lokaðar á Aðfangadag, 24. desember og Gamlársdag, 31. desember Breyttur opnunartími 30. desember hjá eftirtöldum: íslandsbanki hf. Opið kl. 09:15 - 18:00 Sýsluskrifstofan Opið kl. 09:00 - 17:00 Bæjarskrifstofurnar Opið kl. 09:00 - 17:00 Mánudaginn 3. janúiar 2000 verður Islands- banki hf lokaður vegna áramótauppgjörs. MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 5

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.