Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Síða 10

Bæjarins besta - 26.04.2006, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 200610 Bræður sem blæðir saman „Ég flutti til Þýskalands þegar ég var 6 ára og um hálfu ári seinna fluttumst við til Danmerkur. Í fyrstu var svo- lítið skrítið að búa þar, en það var mjög fínt að alast þar upp.“ – Telurðu þig vera Íslend- ing eða Dana? „Ég er Íslendingur, það er engin spurning. Ég hef komið oft til Íslands í heimsókn eftir að við fluttum og mamma og pabbi pössuðu það að við bræðurnir myndum ekki glata móðurmálinu. Það hefur því alltaf verið töluð íslenska á heimilinu.“ – Hvernig kom það til að þú fórst í herinn? „Það er herskylda í Dan- mörku og þar sem ég var orð- inn þreyttur á því að vera í skóla ákvað ég að skrá mig í herinn. Og ég var þá sendur til Kaupmannahafnar. Her- skyldan var vanalega níu mánuðir en ég skráði mig í eitt ár. Það er reyndar búið að breyta því núna svo að þeir sem skrá sig í herinn geta valið um hvort þeir fari í fjóra eða átta mánuði. Það þurfa þó ekki allir að fara í herinn, það er þannig farið að maður dregur tölu og ef hún er mjög há minnka líkurnar á því að mað- ur verði kallaður í herinn, en sömuleiðis ef maður fær lága tölu er mjög líklegt að maður komist inn. En fólk getur beð- ist undan því að fara í herinn og sinnt samfélagsþjónustu í staðinn. Maður fer fyrst í konung- lega lífvörðinn þar sem maður er í þjálfun í fjóra mánuði til að geta passað drottninguna. En það þarf meiri þjálfun til að vera sendur erlendis með hernum. Ég sem sagt fór fyrst í gegnum þessa grunnþjálfun og var lífvörður í tvo mánuði. Það var mjög spennandi en einnig mjög erfitt. Maður er á vakt í 24 klukkustundir í einu við Amalienborgarhöll. Svo tekur einnig tíma að gera sig tilbúinn fyrir vaktina svo að maður náði ekki miklum svefni. Þrjú lið skiptast á að vera á vakt, fyrsta daginn er fyrsta liðið á vakt og þannig Ísfirðingurinn Hjalti Ragnarsson sinnir herþjón- ustu hjá danska hernum og hefur verið í Írak frá því í febrúar þar sem hann hefur lent í ýmsum þrek- raunum. Hann fékk nýverið leyfi og kom til Ís- lands, og um leið til Ísafjarðar, í heimsókn áður en hann heldur til Íraks á ný. Hjalti flutti af landi brott 6 ára gamall ásamt foreldrum sínum Ragnari Har- aldssyni og Sigríði Þórðardóttur og bræðrum sínum Gísla og Ingólfi, en hann á mörg skyldmenni fyrir vestan. Bæjarins besta fékk Hjalta til að ræða um reynslu sína í hinum konunglega lífverði Dana- drottningar og segja frá ástandinu í Kosovo og í Írak. koll af kolli. Ef liðin eru léleg þurfa þau að æfa eina frídag- inn sinn svo það borgar sig að vera góður í þessu. Á sjöunda tug manns eru í hverju liði. Þess fyrir utan er mjög heitt í einkennisbúningnum og þegar sólin skín á bjarnar- skinnshúfurnar sem við erum með, getur orðið 60-70 gráðu hiti innan í húfunni. Einu sinni var ég á vakt í Fredensborg og var að ganga á bak við hús þegar ég heyrði hund gelta. Hann kom svo æð- andi og réðist á mig. Þetta var einn af hundum drottningar- innar og hann byrjaði að naga buxurnar mínar. Ég tók kvik- indið og henti því inn í garð aftur en það þurfti að sækja nýjar buxur fyrir mig. Þessar buxur kosta um 30 þúsund danskar krónur, eru gerðar úr ull frá Nýja Sjálandi og hand- unnar.“ – Er svona mikil þörf á því að passa drottninguna með þessum hætti? „Þetta er meira upp á hefð- ina að gera og fyrir ferða- mennina. En lífvörðurinn er mjög gömul hersveit, nokkur hundruð ára gömul. Manni finnst það mjög spennandi þegar maður sér þetta utan frá en það er mjög erfitt að vera lífvörður og ströng þjálfun sem fylgir því.“ Velkominn til Íraks – Að lokinni þjálfun sem lífvörður fór Hjalti með dan- ska hernum til Kosovo. „Ég fór til Kosovo í sex mánuði og það var allt annað en það sem maður hafði verið að læra í lífverðinum. Starf þessarar hersveitar snerist um að reyna halda niðri óeirðum og við æfðum því allt aðra hluti en við höfðum áður gert. Það var mjög gaman að prófa bæði.“ – Var slæmt ástand í Kos- ovo? „Það var reyndar mjög ró- legt á meðan við vorum úti en maður fann hvernig ólgaði undir yfirborðinu. Serbar og Albanir vilja báðir fá Kosovo undir sína stjórn og baráttan hefur verið blóðug. Albanir vilja ekki að Kosovo tilheyri Serbíu því þeir eru hræddir um að þegar herinn fer að þá muni þeim verða slátrað og Serbar vilja ekki sleppa tökum á Kosovo vegna þess að landið hefur menningarlegt gildi fyrir þá.“ – Þú lærðir serbnesku og albönsku á meðan þú varst í Kosovo, ekki satt? „Jú, ég byrjaði aðeins að læra að tala þau tungumál. Það skapar svo mikla velvild að geta sagt hæ og takk fyrir og slíkt á tungu heimamanna. Danir eru mjög flinkir í mann- legum samskiptum.“ – Þegar þú komst heim frá Kosovo varstu þá ákveðinn í að fara aftur út með hernum? „Nei, reyndar ekki. En ég hugsaði mikið um það og ákvað að fara til Íraks skömmu eftir að ég kom heim. Ég bauð mig fram, fór á æfingu og var svo sendur af stað. Ég byrjaði að æfa í desember og fór til Íraks um miðjan febrúar. Þegar við komum til Íraks sögðu þeir sem höfðu verið þar á undan okkur að það hafi verið mjög rólegt í um fimm mánuði. En þá fór allt í köku. Við vorum búnir að vera þarna í nokkra daga þegar skotið var á herstöðina okkar og við þurftum að hlaupa í var. Það tók á taugarnar og gerði manni grein fyrir hvert maður var kominn, eins og til að segja: Velkominn til Íraks!“ – Hugsaðir þú þá ekki með þér á þeim tímapunkti hvað þú værir eiginlega búinn að koma þér í? „Nei, nei ekki strax en þetta var bara byrjunin. Seinna vor- um við að keyra á þjóðvegi 6 til þess að gæta að því hvort það væru jarðsprengjur í veg- inum og fjarlægja þær svo að flutningabílar gætu keyrt Hjalti á leið til Íraks. 17.PM5 5.4.2017, 10:2410

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.