Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 15 Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði heldur nemendum skólans kveðjuhóf á sal á morgun. Ólína lætur af starfi skólameistara 31. júlí nk. og af því tilefni efnir hún til dag- skrár með nemendum daginn fyrir dimmission. Ólína mun flytja nemendum kveðjuorð og auk þess munu nemendur flytja tónlist og sýna dans. Veitingar verða í umsjón 3. árs nema en í boði verða kök- ur, kaffi og gos. Óski nem- endur eftir því að koma fleiri atriðum á dagskrána er það velkomið og er þeim sem það vilja bent á að hafa samband við skólameistara eða aðstoð- arskólameistara fyrir morgun- daginn. Frá þessu er greint á vef MÍ. – gudrun@bb.is Ólína heldur nemendum kveðjuhóf Leikfélag Hólmavíkur frumsýndi á skírdag leikritið Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen. Sýningin hefur hlotið prýðilegar viðtökur en að því er kemur fram á fréttavefnum strandir.is hefði aðsókn þó mátt vera betri. Nú er leikfé- lagið farið á flakk og til stend- ur að sýna í Víkurbæ í Bol- ungarvík 29. apríl nk. og í félagsheimilinu á Þingeyri 30. apríl. Báðar sýningarnar hefj- ast kl. 20 og miða má panta í síma 865-3838. Fjórir leikendur taka þátt í sýningunni, tveir karlar og tvær konur og leikstjóri verks- ins er Kolbrún Erna Péturs- dóttir. Á leiklistarvefnum leik- list.is segir um söguþráðinn: „Þegar „uppi“ nokkur þarf út á land með kúgaða kærustu sína kynnist hann annarri þjóð en hann hélt að byggi í land- inu.“ Þetta er gamanleikur og gerist í nútímanum. Fiskar á þurru landi í Bolungarvík og á Þingeyri Ísafjarðarbær tekur ekki þátt í degi umhverfisins í ár Ísafjarðarbær mun ekki taka þátt í degi umhverfisins sem er nk. þriðjudag og er í ár tileinkaður endurnýtingu. Umhverfisráðuneytið hvatti sveitarfélög til þess að minn- ast dagsins t.d. með því að fræða íbúa um möguleika til endurvinnslu og framtíðarsýn í úrgangsmálum eða að halda upp á daginn með uppákom- um sem hvetja til þess að íbúar hugi að umhverfi sínu al- mennt, en að sögn Rúnars Óla Karlssonar umhverfismála- fulltrúa Ísafjarðarbæjar var hvorki mannskapur né tími til að skipuleggja atburði. Á degi umhverfisins mun umhverfisráðherra að venju veita Kuðunginn, viðurkenn- ingu ráðuneytisins, til fyrir- tækis sem skarað hefur fram úr á sviði umhverfismála á sl. ári. Dagur umhverfisins er fæðingardagur Sveins Páls- sonar fyrsta íslenska náttúru- fræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til að- gerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. – gudrun@bb.is Ferðaþjónustan Reykjanesi Sumarið lítur vel út Útlitið fyrir sumarið hjá Ferðaþjónustunni Reykja- nesi er ágætt að sögn Jóns Arnars Gestssonar staðar- haldara. „Þetta lítur bara ágætlega út, lofar góðu eins og maður segir. Það eru komnar töluverðar pantanir og svo er alltaf þrusutraffík af fólki sem er ekki með pantað“, segir Jón. Hann segir sumarvertíðina standa frá byrjun júní og fram í miðjan ágúst en einnig sé traffík um helgar á veturna, sem áætlað er að leggja á Reykjanesi og þverun Mjóa- fjarðar svarar Jón því til að umferðin muni aukast og það hljóti að vera af hinu góða. „Þá verður styttra að fara og betra að komast hingað, við verðum þá ekki lengur úr alfaraleið“, segir Jón. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér aðstæður og gistimöguleika á Reykjanesi er bent á heimasíðu ferða- þjónustunnar www.rnes.is. – gudrun@bb.is þá séu árshátíðarferðir o.fl. Aðspurður um hvað hann telji að breytist við nýjan veg Tveir Ísfirðingar og fyrr- um BÍ-liðar gengu til liðs við Hött á Egilsstöðum fyrir skömmu og vegnar mjög vel. Þeir eru Halldór Ingi Skarphéðinsson sem sinn er stöðu markmanns og Ásgeir Guðmundsson sem er bakvörður. „Ég fékk símtal og þá vantaði Hött heppilegan markmann og Ásgeir, sem hafði gengið til liðs við þá á undan, hafði mælt með mér. Þetta leggst mjög vel í okkur en félagið útvegaði okkur bæði íbúð og vinnu“, segir Halldór Ingi. Víst er að ófáir ísfirskir fótbolta- áhugamenn eigi eftir að fylgjast vel með gengi pilt- anna hinu megin á landinu. – thelma@bb.is Tveir Ísfirð- ingar til liðs við Hött Ljósmyndarinn Páll Ön- undarson frá Flateyri hefur nú opnað sína eigin ljós- myndasíðu. Páll hefur löngum verið iðinn við ljósmyndun á alls kyns við- burðum hér vestra, en jafn- vel líka annars staðar, og hefur hann meðal annars tekið myndir fyrir bb.is og Bæjarins besta. Slóðin á síðuna er pallio.net. Meðal nýlegra ljósmyndasyrpa sem má skoða eru myndir frá Aldrei fór ég suður og Skíðavik- unni 2006, auk grímuballs á Flateyri og margs fleira. – eirikur@bb.is Palli opnar ljósmyndasíðu 17.PM5 5.4.2017, 10:2415

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.