Bæjarins besta - 26.04.2006, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 13
Framboðsfrestur
vegna almennra sveitarstjórnar-
kosninga í Bolungarvík 27. maí 2006
Framboðsfrestur vegna almennra sveitarstjórnarkosninga er fara fram
laugardaginn 27. maí 2006, rennur út kl. 12:00 á hádegi þann 6. maí
2006. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar eigi síðar
en kl. 12:00 á hádegi þann dag. Yfirkjörstjórn í Bolungarvík tekur á
móti framboðslistum þann dag í fundarsal bæjarstjórnar Bolungarvíkur
milli kl. 10:00 og 12:00, en einnig má skila framboðslistum til formanns
yfirkjörstjórnar, Antons Helgasonar, Holtabrún 1, Bolungarvík, fyrir
þann tíma.
Sérstök athygli er vakin á ákvæðum 3., 21., 22., 23., og 25. gr. laga nr.
5/1998 um kosningar til sveitarstjórna, en þar segir:
3. gr. laga nr. 5/1998:
„Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfé-
laginu skv. 2. gr. og hefur ekki verið sviptur lögræði.“
21. gr. laga nr. 5/1998:
„Þegar sveitarstjórnarkosningar eiga að fara fram skulu öll framboð
tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en kl.
12:00 á hádegi þann dag þegar þrjár vikur eru til kjördags.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn fram-
bjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti
leikið á því hverjir í kjöri eru.“
22. gr. laga nr. 5/1998:
„Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum
eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal
og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í
hlutaðeigandi sveitarfélagi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu
hans og heimili. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista
við hverjar kosningar. Ekki er gerð krafa um meðmælendur í sveitar-
félögum með 100 íbúa eða færri.
Lágmarksfjöldi meðmælenda skv. 1. mgr. skal vera sem hér segir:
a) í sveitarfélagi með 101 – 500 íbúa, 10 meðmælendur.
b) í sveitarfélagi með 501 – 2.000 íbúa, 20 meðmælendur.
c) í sveitarfélagi með 2.001 – 10.000 íbúa, 40 meðmælendur.
d) í sveitarfélagi með 10.001 – 50.000 íbúa, 80 meðmælendur.
e) í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa, 160 meðmælendur.
Hámarkstala meðmælenda skal vera tvöföld tilskilin lágmarkstala.
Frambjóðandi getur afturkallað samþykki sitt til framboðs fram til
þess að frestur til að skila framboðum rennur út.
Kjósandi, sem mælt hefur með framboðslista, getur ekki afturkallað
stuðningsyfirlýsingu sína eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjör-
stjórn.
23. gr. laga nr. 5/1998:
„Hverjum framboðslista skal fylgja til yfirkjörstjórnar skrifleg til-
kynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu um-
boðsmenn listans. Ef umboðsmenn listans eru ekki tilgreindir eða nauð-
synjar hamla umboðsmanni eru frambjóðendur í aðalsætum hver um
sig, réttir umboðsmenn hans. Þessir umboðsmenn gæta réttar lista
þeirra sem þeir eru fyrir við skoðun og úrskurðun listanna. Þeir gefa þær
upplýsingar um listana er yfirkjörstjórn óskar. Þeim er heimilt að vera
viðstaddir eða gefa öðrum umboð til að vera viðstaddir kosningar á hin-
um einstöku kjörstöðum og við talningu atkvæða. Skyldir eru um-
boðsmenn að hlíta þeim fundarreglum sem kjörstjórnir setja.“
25. gr. laga nr. 5/1998:
„Yfirkjörstjórn úrskurðar um kjörgengi. Úrskurði hennar má skjóta til
sveitarstjórnar. Úrskurð sveitarstjórnar má kæra á sama hátt sem fyrir er
mælt í 93. gr. ef úrskurður fellur um að fulltrúaefni hafi misst kjörgengi.“
Yfirkjörstjórn Bolungarvíkur.
Ný heimasíða Ísafjarðar-
bæjar er tilbúin og verður opn-
uð á næstu dögum að sögn
Inga Þórs Ágústssonar bæjar-
fulltrúa og formanns starfs-
hóps um stefnumótun í tölvu-
málum fyrir Ísafjarðarbæ.
„Það er bara verið að finna
tilefni til að opna síðuna, við
erum búin að bíða svo lengi
eftir henni að við verðum að
halda almennilega upp á opn-
unina“, segir Ingi Þór. Að-
spurður hvort einhver dag-
setning sé í huga segir Ingi
Þór það ekki ákveðið en ítrek-
ar að það verði á allra næstu
dögum og að síðan sé þegar
tilbúin.
Upphaflega var vonast til
að ný heimasíða Ísafjarðar-
bæjar yrði komin upp síðasta
haust, en það brást af mörgum
ástæðum, m.a. vantaði sam-
hæfðar upplýsingar frá Ísa-
fjarðarbæ um ýmis svið og
einnig urðu tafir hjá þjónustu-
aðilanum við uppbyggingu
síðunnar. Þá var talað um 16.
febrúar síðastliðinn, en frestun
varð á því. Þegar rætt var við
Inga Þór fyrir um mánuði síð-
an voru bæjarfulltrúar á nám-
skeiði til að læra á nýju síðuna
og verið var að leggja loka-
hönd á verkefnið. Þá bjóst Ingi
Þór við því að síðan yrði opn-
uð fljótlega en ljóst er að enn
tafðist það. – gudrun@bb.is
Ný heimasíða Ísafjarðarbæj-
ar opnuð á allra næstu dögum
Fyrirtækið Sjávarþorpið
Suðureyri ehf. hefur að undan-
förnu unnið að undirbúningi
við uppbyggingu á svæði fyrir
neðan Sætún og við svokallað
lón við Súgandafjarðarveg.
Fyrstu drög að breyttu deili-
skipulagi eru nú tilbúin og
hafa verið send umhverfis-
nefnd Ísafjarðarbæjar til um-
fjöllunar og frekari úrvinnslu.
Íbúum Suðureyrar er frjálst
að koma með athugasemdir
við breytingatillöguna til
tæknideildar Ísafjarðarbæjar.
Ef tillagan verður samþykkt
mun framkvæmdum verða
skipt í þrennt. Fyrst verður
hafist handa við uppbyggingu
áningarsvæðis en samþykki
umhverfisnefndar fyrir því
liggur fyrir og hefjast fram-
kvæmdir í byrjun sumars. Þá
er stefnt á að byggja fjögur ný
hús sem ætluð eru fyrir sjó-
stangveiðihópa sem eru ef allt
gengur eftir væntanlegir til
Suðureyrar í maí 2007.
Að lokum á að bæta aðgengi
að lóninu við Súgandafjarðar-
veg. Verið er að hanna bryggju
sem hægt verður að fara ofan
í til að skoða lónið neðansjáv-
ar en ekki er fyrirséð hvenær
hægt verður að hefja þær fram-
kvæmdir. Nánari útlistun á
breytingartillögunni má finna
á www.sudureyri.is.
– gudrun@bb.is
Tillaga að breyttu deili-
skipulagi á Suðureyri
Ísafjarðarbær hefur auglýst
eftir athugasemdum við til-
lögu að breytingum á deili-
skipulagi á Tunguskeiði á Ísa-
firði. Breytingin tekur til suð-
vesturhluta gildandi skipulags
fyrir Tunguskeið, þ.e. gatn-
anna Birkilundar og Furu-
lundar. Svæðið afmarkast af
Tungubraut í norðri og austri,
bæjarhúsum í Efri Tungu og
áningarstaðar í suðri og úti-
vistarsvæði í vestri. Breyting-
in gerir ráð fyrir lágreistari
byggð, rað- og parhúsum í
stað fjölbýlishúsa. Gert er ráð
fyrir minni og fleiri lóðum en
fjöldi íbúða verður óbreyttur.
Birkilundur færist austar svo
og Furulundur sem breytir
einnig um lögun.
Nýr botnlangi bætist við
vestan við Furulund. Gert er
ráð fyrir 1-2 hæða raðhúsum
á öllum lóðum við Birkilund
og lóðum nr. 1,3,5,7 og 9 við
Furulund. Á lóðum nr. 2 og 4
við Furulund og öllum lóðum
við nýjan botnlanga er gert
ráð fyrir 1-2 hæða parhúsum.
Þá er gert ráð fyrir 1-3 hæða
parhúsum á lóðum nr. 11, 13,
15, 17, 19 og 21 við Furulund.
Breytingatillagan verður til
sýnis á bæjarskrifstofum í
Stjórnsýsluhúsinu til 12. maí
nk. Þeim sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta er gefinn
kostur á að gera athugasemdir
við breytingatillöguna. At-
hugasemdum skal skilað inn
á bæjarskrifstofur Ísafjarðar-
bæjar fyrir 26. maí nk. Nánari
upplýsingar má finna á heima-
síðu Ísafjarðarbæjar.
Tillaga að breytingum á
skipulagi á Tunguskeiði
Frá Tunguskeiði á Ísafirði.
17.PM5 5.4.2017, 10:2413