Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Síða 17

Bæjarins besta - 26.04.2006, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 17 rífa ísfirska fótboltann upp. Ég heyrði á dögunum í manni fyrir vestan sem vildi sameina félögin á svæðinu og gera þetta af krafti. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist.“ Hörkulið og stolt bæjarins – Fylgir því ekki mikið stolt að vera yngsti fótboltaþjálfar- inn í efstu deild? „Jú, það er mjög gaman, en ég á fullt erindi þarna og þetta er bara viðurkenning fyrir vel unnin störf. Það var aðeins á undan áætlun að fara í efstu deild en ég átti möguleika á því að þjálfa lið í þriðju og annarri deild í haust. Auk þess að taka annan flokk hjá stórum liðum á höfuðborgarsvæðinu. En ég var búinn að ýta því öllu frá mér þegar tækifærið bauðst hjá Grindavík og það var ekki auðveld ákvörðun að ganga frá samningi sem var á borðinu frá HK en þetta var bara eitthvað sem mér fannst ég ekki geta hafnað og sama hvað gerist þarna mun það bara þroska mig bæði sem fag- mann og persónu. Mér fannst það mjög spennandi. Það er mikil hefð fyrir fótbolta í Grindavík, mikið fjármagn og frábær umgjörð. Það er búið að vera mjög gaman að starfa hérna. Og svo er þetta hörkulið en það vantar aðeins grunninn. Þetta er hálfatvinnumannalið og mikið af aðkomumönnum sem eru fengnir hingað til þess að spila í bland við heima- menn. Liðið er stolt bæjarins ásamt körfuboltaliðinu. Þetta er það sem bæ eins og Ísafjörð vantar. Allir krakkarnir eiga sér fyrirmyndir og maður sér þau upplifa það sem maður sjálfur gerði sem krakki þegar þau koma á æfingar og fylgjast með leikmönnunum með að- dáunaraugum. Ég hef einnig verið að þjálfa hjá Knattspyrnuakademíu Ís- lands með Arnóri Guðjohn- sen, Eyjólfi Sverris og fleiri köppum og farið með þeim til Egilsstaða og Húsavíkur og fleiri staða. Manni finnst andrúmsloftið á þeim stöðum vera allt annað en á Ísafirði þegar ég hef komið þangað síðustu ár. Húsavík er minni bær en Ísafjörður og er með lið sem var að falla úr fyrstu deild niður í aðra. Þeir eru með lið nærri eingöngu byggt af heimamönnum og þó eru þeir einni deild fyrir ofan okkur. Það vantar kraftinn í starfið fyrir vestan, en til þess þarf bærinn, fyrirtækin, og fjöl- miðlar að vinna saman. Fót- boltinn væri ekki svona stór í heiminum ef hann fengi ekki alla þessa umfjöllun. Eins og AC Milan hefur aldrei farið neitt á undirbúningstímabilinu fyrr en undanfarin tvö til þrjú ár og þá hefur það eingöngu verið vegna útbreiðslustarfs. Þeir fara þá til Asíu og Banda- ríkjanna til að kynna starfið og selja íþróttina.“ – Hefurðu tíma fyrir önnur áhugamál? „Í rauninni er ekki tími fyrir önnur áhugamál. Þegar maður á frídag þá fer maður að horfa á andstæðinga spila eða horfa á aðra leiki. Ég hreyfi mig mjög mikið en þá hleyp ég eða skokka og yfirleitt horfi ég þá á fótbolta í sjónvarpinu um leið. Maður hefur séð krakka sem voru í sama ár- gangi eða bekkjunum í kring fara mjög illa vegna ýmissa ástæðna og er því mjög þakk- látur að hafa haft eitthvað til þess að halda manni við efnið. Það eru um fimm ár síðan ég hætti að drekka og ég hef reynt að helga mig þeim gildum sem ég hef í lífinu. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég er ágætt dæmi um það, ég fæðist í Súðavík og fer svo til AC Milan í heim- sókn sem margar milljónir láta sig dreyma um. Það er enginn of lítill til þess að láta drauma sína rætast.“ – Einhver orð að lokum? „Ég vil hvetja Ísfirðinga og Bolvíkinga til að sameina krafta sína sem Vestfirðinga. Ég vil hvetja BB til þess að fjalla meira um leikina og bæ- inn til þess að stuðla að góðu íþróttalífi og einnig að hvetja börn og unglinga til að setja sér markmið og finna leiðir til að vinna að þeim, þá munu þau uppskera ríkulega. Svo vil ég óska Ísfirðingum alls hins besta á vellinum í sumar og ekki yrði leiðinlegt að koma vestur og spila við þá í bikarnum“, segir Magni Fann- berg sem á sér stóra drauma. Magni fór einnig á æfingar með Franco Baresi sem er einn þekktasti leikmaður í heimi og hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna. Hann er fyrrverandi fyrirliði ítalska landsliðsins og gömul kempa hjá AC Milan. Bræðurnir Jón og Magni Fannberg Magnússynir. 17.PM5 5.4.2017, 10:2417

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.