Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2001, Page 3

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2001, Page 3
Þriðja árið í röð halda samkynhneigðir Hinsegin daga hátíðlega í Reykjavík. Eftir mikinn og vand- aðan undirbúning þar sem við höfum lært af reynslu fyrri ára, fjölmenna allir sem vilja sýna samstöðu með málstað samkynhneigðra í fjör- mikla og skrautlega Gay Pride-göngu niður Laugaveginn og á glæsilega útitónleika á Ingólfstorgi sem vonandi uppfylla þær væntingar sem vöknuðu á síðasta ári þegar nær tíu þúsund manns fylktu liði á götum borgarinnar Alþjóðleg yfirskrift hátíðahaldanna í ár er „Fögnum fjölbreytni". Samfélag samkynhneigðra er marglitur hópur, rétt eins og litirnir sem mætast í regnboganum, og um leið minnir yfirskriftin á fjölbreytileika samfélagsins í heild. Laugardaginn I I. ágúst næstkomandi fögnum við margbreytileikanum sem mætir okkur, fögnum því að þótt við séum ólík höfum við bæði vit og vilja til þess að efla sýnileika okkar og stoltar Fögnum fjölbneylni! ingu og sögu, þau eiga fjölskyldur og vini sem vilja deila gleði og stolti með þeim sem náð hafa lengra en samkynhneigt fólk flestra annarra ríkja í mannréttindabaráttu sinni. Hinsegin dagar í Reykjavi1< eru að verða hefðbundinn þáttur í borgarlífinu. Samt er hátíðin ný í hvert sinn. I ár munu allir þeir slást í hópinn sem voru fjarri góðu gamni í fýrra.Vonandi taka þeir með sér systkini sín og foreldra, afa og ömmun ættingja og vini. Leit okkar að frelsi, stolti og mannvirðingu er nefnilega ekkert einkamál samkynhneigðra, hún er mál allrar þjóðarinnar og alls þess heims sem lætur sig mannlega hamingju varða. Á Gay Pride hátíðinni í ágúst sameinast allir undir regnbogafánanum sem táknar allt litrófið í marg- breytilegri menningu samkynhneigðra. Þótt litirnir séu margir mynda þeir saman einn skínandi regnboga. tilfinningar. Með hátíðahöldunum minnum við bæði sjálf okkur og aðra Samstarfsnefnd um þegna þessa lands á það að lesbíur og hommar á íslandi eiga sér menn- Hinsegin'claga 2001 í Reykjavik. mr ■

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.