Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.07.2005, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 27.07.2005, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 27. júlí 2005 · 30. tbl. · 22. árg. Stóra púkamótið í knatt- spyrnu sem haldið var á Ísa- firði um síðustu helgi þótti takast með eindæmum vel og hefur verið ákveðið að endur- taka leikinn að ári. Jóhann Króknes Torfason, mótsstjórnarmaður, segir markið sett á tvöfaldan fjölda þátttakenda að ári en þeir voru um fimmtíu að þessu sinni. Eins og nafnið gefur til kynna var mótið ætlað þeim sem með einum eða öðrum hætti hafa komið að knattspyrnuíþrótt- inni á Ísafirði í gegnum tíðina. Lið Krókspúka sigraði mót- ið en fast á hæla þeim komu Eyrarpúkar. Dokkupúkar og Bakkapúkar ráku lestina. Á meðfylgjandi mynd Sigurjóns J. Sigurðssonar sést einn elsti þátttakandinn á mótinu, Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða sem er á 74 aldursári, sem varði markið eins og ungur væri og sýndi oft glæsileg tilþrif. Sjá einnig frétt og myndir á bls. 14. Glæsileg tilþrif á púkamóti Ísafjarðarbær hefur gengið frá kaupum á hlutafé í rækju- verksmiðjunni Miðfelli á Ísa- firði að nafnvirði 12 milljónir króna. Hlutaféð var skulda- jafnað upp í ógreidd auka- vatnsgjöld fyrri ára. Heildar- hlutfé í Miðfelli er að nafnvirði 72 milljónir króna og á Ísa- fjarðarbær því 16,67% hlut. Þetta kemur fram í minnis- blaði Þóris Sveinssonar, fjár- málastjóra Ísafjarðarbæjar, um málið sem bæjarráð óskaði eft- ir. Forsagan er sú að í júní í fyrra samþykkti bæjarstjórn að taka þátt í fjárhagslegri endur- skipulagningu fyrirtækisins með því að breyta hluta af útistandandi skuldum þess í hlutafé og með skuldabréfi með veði í fasteign fyrirtækis- ins að fjárhæð 6 milljónir. Samtals 18 milljónir króna. Fram kemur í minnisblaðinu að Miðfell keypti rúmlega 561 þúsund tonn af vatni af Ísa- fjarðarbæ árið 2004 og var út- söluverðið 8,9 milljónir króna. Í gildi eru afsláttarkjör til fyr- irtækja sem kaupa meira en 200 þúsund tonn á ári og nem- ur hann 25%. Miðfelli var því veittur 2,2 milljóna króna afsláttur af vatninu en það er eina fyrirtækið í sveitarfélag- inu sem notar meira en 200 þúsund tonn á ári. Ísafjarðarbær eignast 16,67% hlut í Miðfelli Rækjuverksmiðja Miðfells hf., á Ísafirði. 30.PM5 6.4.2017, 09:431

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.