Bæjarins besta - 27.07.2005, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20052
Eigendur þýska ferðaþjónustufyrirtækisins Vögler’s Angelreisen og tveir ritstjórar sjóstangaveiðitímarita koma til Vestfjarða
Á annað hundrað manns á biðlista
eftir sjóstangaveiði frá Vestfjörðum
Eigendur þýska ferðaþjón-
ustufyrirtækisins Vögler’s
Angelreisen og tveir ritstjórar
sjóstangaveiðitímarita koma
til Vestfjarða í lok júlí og munu
gera kynningarmyndband um
umhverfið. Tilgangurinn er að
kynna sjóstangaveiðiferðir
sem einkahlutafélagið Fjord
Fishing ehf. mun bjóða í sam-
starfi við Angelreisen.
„Þeir eru að koma til að
vega og meta aðstæður til sjó-
stangaveiðiferða frá Tálkna-
firði og Súðavík en einnig
munu þeir kanna aðstæður á
mörgum öðrum stöðum á
Vestfjörðum. Um leið verður
gert kynningarmyndband en
nú þegar er farið að kynna
ferðirnar þó formleg markaðs-
setning sé ekki hafin“, segir
Ólafur Sveinn Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Fjord Fish-
ing.
Gestirnir gista á Tálknafirði
í fjóra daga og síðan í Súðavík
í aðra fjóra og gera um leið
úttekt á stöðunum. Sala á ferð-
um til þessara tveggja staða
hefst í haust en nú þegar hafa
200 manns skráð sig á biðlista.
„Þó sala sé ekki hafin bendir
það greinilega til að áhugi sé
fyrir hendi fyrst svo margir
eru komnir á biðlista,“ segir
Ólafur. Áætlað er að fyrstu
hóparnir komi vorið 2006.
Einkahlutafélagið Fjord
Fishing ehf. sem var stofnað á
Ísafirði mun bjóða ferðirnar í
samstarfi við Angelreisen.
Markmiðið er að þróa þjónustu
og vöru sem hafi sérstöðu á
markaðnum bæði á Íslandi og
í Evrópu.
Unnið verður að því á næstu
fimm árum að byggja upp
þjónustueiningar í um fimm
sveitarfélögum á svæðinu sem
standast allar kröfur viðskipta-
vinanna. Skilyrði fyrir því að
verkefnið gangi upp er meðal
annars að sveitarfélög á Vest-
fjörðum sameinist um að
byggja upp samhæfðar eining-
ar á svæðinu. – thelma@bb.is Sjóstangveiðimenn koma til löndunar í Bolungarvík. Ljósm: Birgir Þór Halldórsson.
Metþátttaka í Kambsmótinu í golfi sem haldið var á Tungudalsvelli á laugardag
Gunnlaugur og Magdalena Þóris sigruðu
Gunnlaugur Jónasson, úr
Golfklúbbi Ísafjarðar, varð
hlutskarpastur kylfinga í karla-
flokki án forgjafar á opna
Kambsmótinu í golfi sem
haldið var á golfvellinum í
Tungudal á laugardag. Gylfi
Sigurðsson (GÍ) varð annar í
karlaflokki á 76 höggum og
næstur kom Gunnar Geir Gúst-
afsson (GV) á 77 höggum.
Sigurvegarinn í kvenna-
flokki án forgjafar, Magdalena
S. Þórisdóttir (GS), fór völlinn
á 86 höggum. Næstar komu
Hrafnhildur Eysteinsdóttir
(GK) á 97 höggum og Arn-
heiður Jónsdóttir (GKG) á 104
höggum.
Að teknu tilliti til forgjafar
varð Gylfi Sigurðsson hlut-
skarpastur á 66 höggum,
Gunnlaugur Jónasson varð
annar á 68 höggum og Sverrir
Halldórsson (GÍ) varð þriðji á
69 höggum. Í kvennaflokki
sigraði Magdalena S. Þóris-
dóttir að teknu tilliti til forgjaf-
ar á 75 höggum. Bjarney Guð-
mundsdóttir (GÍ) varð önnur á
78 höggum og Hjördís Bjarna-
dóttir (GH) varð þriðja á 79
höggum.
Nándarverðlaun á 6. braut
hlaut Davíð Gunnlaugsson
(GKJ). Nándarverðlaun á 15.
braut hlaut Gunnar Geir Gúst-
afsson (GV). Á 7. braut hlaut
Jóhann Króknes Torfason (GÍ)
nándarverðlaun og Loftur
Gísli Jóhannsson (GÍ) hlaut
nándarverðlaun á 16. braut.
Gylfi Sigurðsson átti fæst pútt,
eða 23, og lengsta upphafs-
höggið á 13. braut átti Sigurður
Fannar Grétarsson (GÍ).
Kambsmótið var afar fjöl-
mennt en 104 kylfingar tóku
þátt sem er met hjá Golfklúbbi
Ísafjarðar. Veitt voru vegleg
verðlaun og þótti umgjörð
keppnishaldsins með glæsi-
legasta móti.
– kristinn@bb.is Verðlaunahafar á mótinu. Ljósm: Páll Önundarson.
Þakið ætlaði að rifna
af húsinu... að lokum
Hljómsveitin Grafík spil-
aði á balli í Félagsheim-
ilinu í Hnífsdal á laugar-
dagskvöld í fyrsta sinn frá
árinu 1987, eftir því sem
næst verður komist. Hljóm-
sveitin kom saman að nýju
til tónleikahalds í fyrra-
sumar en þykir ekki síður
góð til að leika undir dansi
og kom saman til þess á
Nasa í Reykjavík fyrr á ár-
inu. Má segja að hringnum
hafi verið lokað nú þegar
hljómsveitin hefur komið
saman að nýju á sínu forna
höfuðbóli í Hnífsdal. Óhætt
er að fullyrða að miklar
væntingar hafi verið bund-
nar við þetta sögulega ball
og voru þær uppfylltar og
gott betur, að lokum.
Andrea Gylfadóttir og Helgi Björnsson
í ham. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
Lundaveiði í Vigur í Ísa-
fjarðardjúpi hefur verið dræm
það sem af er sumri að sögn
Salvars Baldurssonar, bónda í
Félagsbúinu. „Mér hefur fund-
ist mun minna af lunda á eyj-
unni en undanfarin ár og veiðin
gengið frekar illa.“ Þá hefur
vætutíð sumarsins dregið úr
heimsóknum ferðamanna en
Salvar segir að nú sé að rætast
úr því. Að auki verður hey-
skapur seinna á ferðinni í ár
en Salvar segir þó ekki hægt
að draga miklar ályktanir af
því þar sem tíðin í fyrra hafi
verið óvenju góð.
Þannig er niðurstaðan að
bændur eigi enn mikið undir
duttlungum náttúrunnar, jafn-
vel þó bætt hafi verið við nýj-
um búgreinum eins og ferða-
þjónustu. Vigur þykir forvitni-
legur áfangastaður og þangað
sækja bæði innlendir og er-
lendir gestir. „Fólk kemur að-
allega í eyjuna til að skoða
náttúruna en gamli bærinn,
myllan og lundinn vekja ávallt
mikla athygli“, sagði Salvar.
Lundaveiðin dræm í Vigur
Vigur í Ísafjarðardjúpi.
30.PM5 6.4.2017, 09:432