Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.07.2005, Side 3

Bæjarins besta - 27.07.2005, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 3 Sparisjóður Vestfirðinga minnir á sankastalakeppnina í Holti í Önundarfirði, laugardaginn 30. júlí kl. 14:00. Allir velkomnir! Vegleg verðlaun í boði! Kristjánsbikarinn í knatt- spyrnu var afhentur í fyrsta sinn sigurliði Krókspúka á Stóra púkamótinu á Ísafirði sem fram fór um síðustu helgi. Um er að ræða farandbikar sem kemur í hlut sigurvegara á púkamóti hverju sinni, en eins og fram hefur komið hyggja menn ótrauðir á stærra og fjölmennara mót að ári. Kristjánsbikarinn er gefinn af Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. í Hnífsdal til minningar um Kristján heitinn Jónasson, sem var á sínum tíma einn af haukunum í horni knattspyrn- unnar á Ísafirði. Stóra púkamótið í knatt- spyrnu er ætlað öllum þeim sem á einhvern hátt hafa komið að störfum fyrir knattspyrnu- íþróttina á Ísafirði. Allir eru jafngildir hvort sem þeir hafa verið leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn eða dómarar, svo einhver störf séu nefnd í kring- um þessa íþrótt. Hins vegar þurfa þeir a.m.k. að vera á þrítugasta ári til að vera gjald- gengir til keppni samkvæmt reglum mótsins. Fjöldi reyndra knattspyrnu- kempa kom saman á gervigras- vellinum á Ísafirði um síðustu helgi til að taka þátt á fyrsta púkamótinu, sem þótti heppn- ast vonum framar. – kristinn@bb.is Kristjánsbikarinn af- hentur í fyrsta sinn Sigurlið Krókspúka með Kristjánsbikarinn. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. Samkvæmt útboðsskilmál- um vegna sjúkraflugs er ekki gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Ísafirði yfir vetrar- mánuðina eins og verið hefur undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að miðstöð sjúkraflugs verði á Akureyri. Þessi breyting er gerð í samráði við starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Ísafjarð- arbæjar að sögn starfsmanns Heilbrigðisráðuneytisins. Þessi tilhögun er í mótsögn við nýgerðan Vaxtarsamning Vestfjarða. Ríkiskaup hefur fyrir hönd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar ríkis- ins auglýst útboð á sjúkra- flugsþjónustu á Íslandi. Í út- boðinu er landinu skipt í tvö útboðssvæði, norðursvæði og Vestmannaeyjasvæði. Hægt er að bjóða í svæðin óháð hvort öðru miðað við þau skilyrði sem sett eru fram í útboðslýs- ingu. Samkvæmt útboðslýsingu afmarkast norðursvæði af beinni línu sem er dregin frá botni Þorskafjarðar að botni Hrútafjarðar, síðan að Hvera- völlum, þá að Nýjadal og þar næst að Höfn í Hornafirði og allt svæðið fyrir norðan þá línu er norðursvæði, þar með talin Höfn í Hornafirði. Í útboðslýsingu er skýrt tek- ið fram að aðalmiðstöð sjúkra- flugs skuli vera á Akureyri. „ Í því felst að þar verður séð fyrir sérstakri fylgd fagaðila og við- búnaður sjúkrahússins við það miðaður að unnt verði að taka við sjúklingum úr sjúkraflugi“, eins og segir í útboðsskilmál- um. Af þessu má ráða að sjúkl- ingar verði í auknum mæli fluttir frá Vestfjörðum til Akureyrar en ekki til Reykja- víkur eins og nú er. Þó er sá varnagli sleginn að „ sjúkl- ingur skal fluttur til þess sjúkrahúss (heilbrigðisstofn- unar) sem tilgreind er í beiðni heilbrigðisstarfsmanns um sjúkraflug nema aðstæður krefjist annars“, eins og segir í útboðinu. Frá því að Flugfélagið Ernir hætti rekstri á Ísafirði hefur ávallt verið staðsett sjúkra- flugvél ásamt flugmönnum á Ísafirði yfir vetrarmánuðina. Nú verður þar breyting á því í útboðsskilmálum segir „ norð- ursvæði skal vera þjónað frá Akureyri“ og er því ekki gert ráð fyrir að hér verði staðsett flugvél eins og áður. Bætt flugþjónusta á Ísafirði hefur um langan aldur verið ofarlega á óskalista áhuga- manna um eflingu byggðar á Vestfjörðum. Skemmst er að minnast nýgerðs Vaxtarsamn- ings Vestfjarða. Í þeim samn- ingi segir orðrétt: „Efla flug- samgöngur á Vestfjörðum með aukinni starfsemi flugfé- lags eða útibús þess, allt árið um kring. Miðstöð flugfélags- ins yrði á Ísafirði.“ Þá segir: „Markmiðið er að fá til Ísa- fjarðar flugfélag eða útibú þess, með starfsemi á svæðinu allt árið um kring. Tengd yrðu saman verkefni í sjúkra- og ætlunarflugi á Vestfjörðum og verkefni fyrir grænlensku heimastjórnina.“ Í samningn- um segir að ábyrgð á fram- kvæmd þessarar tillögu beri heilbrigðisráðuneyti og sam- gönguráðuneyti „ í tengslum við útboð ríkisins á sjúkra- og áætlunarflugi árið 2005“ þ.e. þess útboðs sem nú hefur verið auglýst. Er því ljóst að ekki hefur verið tekið tillit til þessa ákvæðis í samningnum. Sveinn Magnússon skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu staðfesti í samtali við blaðið að ekki væri gert ráð fyrir staðsetningu sjúkraflugvélar á Ísafirði. Hann segir að á Akureyri verði staðsett fullkomin sjúkraflug- vél sem hægt verði að manna læknum og sjúkraliði og með því verði hægt að veita betri þjónustu en verið hefur. Sveinn segir þessa breytingu gerða í fullu samráði og með samþykki starfsfólks Heil- brigðisstofnunar Ísafjarðar- bæjar. Ekki náðist í Þröst Óskars- son framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunarinnar við vinnslu þessarar fréttar. Sam- kvæmt útboðsskilmálum skal hið nýja skipulag í sjúkraflugi taka gildi 1. janúar 2006 og er samningstíminn fimm ár með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Gæti því umrædd breyting, nái hún fram að ganga, gilt til ársins 2013. – hj@bb.is Sjúkraflugi á Vestfjörðum sinnt frá Akureyri Séð yfir Ísafjarðarflugvöll. Ljósmynd: Grétar Sigurðsson. 30.PM5 6.4.2017, 09:433

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.