Bæjarins besta - 27.07.2005, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20056
ritstjórnargrein
Minnumst
ábyrðgar okkar
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
orðrétt af netinu
visir.is – Egill Helgason
Nýríkidæmið
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9,
400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 ·
Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is ·
Fréttastjóri: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655,
halfdan@bb.is – Blaðamenn: Halldór Jónsson, sími 892 2132
hj@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, thelma@bb.is ·
Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is
· Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein-
björnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk.
Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti.
ISSN 1670 - 021X
„Gunnar Smári Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa
tekið að sér að vera guðspjallamenn nýju peningamannanna. Báðir
skrifa þeir greinar í Fréttablaðið um helgina. Gunnar Smári er í raun
alltaf að skrifa sömu greinina; að hér hafi allt verið ömurlegt áður en
nýju bisnessmennirnir komu til að frelsa okkur. Lífið var leiðinlegt,
fásinnið þrúgandi, stjórnvöld kúguðu okkur, fjölmiðlarnir voru
handónýtir.
Sigmundur Ernir skrifar um kjark og djörfung þessara manna – já,
hvað þeir eru frábærir. Samfélagið sé rekið áfram af áræði. Hann ber
þetta saman við hina stöðnuðu og letilegu Norðurlandabúa. Hann er
sammála Gunnari Smára um að það sé gaman að búa í svona landi.
DV hrósaði Björgólfi Thor Björgólfssyni sérstaklega fyrir að
kaupa einkaþotu til að geta verið oftar með syni sínum. Sagði að aðrir
feður ættu að taka hann sér til fyrirmyndar.
Margir hljóta að fyllast af samviskubiti yfir þessu. En Björgólfur
gæti auðvitað gengið lengra og hætt að vinna með öllu til að vera með
barninu. Hann er líklega einn af fáum mönnum á Íslandi sem hefur
efni á því.“
Árviss fylgifiskur sumarsins er umræðan um þjóðvegina,
sem aldrei eru nægilega breiðir og beinir til að menn geti óheft-
ir knúið stöðugt aflmeiri farartæki í líkingu við fyrirmyndir frá
kappakstursbrautum og tölvuleikjum þar sem andstætt við
veruleikann er alltaf hægt að byrja upp á nýtt þegar í óefni er
komið; einbreiðu brýrnar, sem því miður birtast bílstjórum
mörgum hverjum eins og langþráð endamark í langhlaupi sem
viðkomandi verður, hvað sem allri skynsemi líður, að komast
í gegnum á undan keppinautnum.
Þegar allt kemur til alls eru vegirnir, sem vissulega mættu
vera breiðari og beinni á köflum, og einbreiðu brýrnar, sem
auðvitað ættu helst ekki að vera til, ekki helstu orskavaldar
óhappa og slysa frekar en bifreiðin, sem í dag er óumdeilanlega
þarfasti þjónninn og bíður heima á hlaði líkt og forverinn fyrr-
um eftir því að húsbóndanum þóknist burtreiðin.
Bifreiðin er ekki hættuleg fyrr en sá er sestur undir stýri, sem
lítur á hana sem leikfang eða annað þaðan af verra og hættumeira
og vegirnir verða þá fyrst of mjóir og brýrnar hættulegar, þegar
hraði ökutækisins er kominn langt yfir öll mörk og skynsemi
ekilsins er fokin út í veður og vind, hafi hún þá verið einhver
fyrir. Þegar svo er komið er bifreiðin orðin hættulegt vopn, sem
ómögulegt er að sjá fyrir afleiðingar af misnotkun.
Framúrakstur er nokkuð sem á stundum verður ekki hjá
komist. Ástríða mikils fjölda ökumanna, sem telja það nánast
heilaga skyldu sína að yfirfæra hérahlutverkið af hlaupabraut-
inni yfir á þjóðveginn, er á allt öðru plani og verður á engan hátt
tengd hugtökunum þörf eða öryggi.
Verslunarmannahelgin, ein mesta umferðarhelgi sumarsins,
er rétt handan við hornið. Ef allt væri með felldu ætti umferðin
um þessa helgi ekki að auka okkur ugg í brjósti öðrum dögum
fremur. Aðgátar á vegum úti er alltaf þörf, þarf ekki verslunar-
mannahelgi til.
,,Lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið“
er hluti bænar sem stundum er kölluð bílabænin. Þess vegna:
Hvað sem líður bugðótta veginum og einbreiðu brúnni eða öðr-
um þeim farartálmum sem á vegi okkar kunna að verða, þá er
það ábyrgð okkar, sem sitjum undir stýri, sem mestu máli
skiptir. Sé hún í fyrirrúmi eru hverfandi líkur á að tilhlökkunin
og brosið við upphaf ferðar endi með sorg og brostnum vonum.
Bæjarins besta óskar öllum vegfarendum fararheilla um
verslunarmannahelgina og góðrar heimkomu.
s.h.
Nokkur fjölgun varð á skiln-
aðarmálum í umdæmi sýslu-
mannsins á Ísafirði á síðasta
ári, en sambúðarslitum fækk-
aði. Faðernis- og meðlagsmál-
um fjölgaði verulega, einnig
forsjár- og meðlagsmálum,
sem og málum vegna mennt-
unarframlags. Þetta kemur
fram í nýútkominni ársskýrslu
sýslumannsins á Ísafirði. Fram
kemur að sifjamál krefjist tíma
og vandvirkni enda séu miklir
hagsmunir í húfi og mál oft
vandmeðfarinn. Ef litið er yfir
tölurnar má sjá að 21 nýtt
skilnaðarmál var tekið til með-
ferðar á árinu 2004. Það eru
jafnmörg mál og voru tekin til
meðferðar árið 2002 en árið
2003 komu aðeins 16 ný mál
til meðferðar. Einungis 8 ný
mál vegna sambúðarslita
komu til meðferðar sýslu-
manns sambanborið við 17
árið 2003 og 10 árið 2002.
Átján ný faðernis- og með-
lagsmál komu til kasta sýslu-
mannsins árið 2004 saman-
borið við 10 árið 2003 og 12
árið 2002. Þá komu 16 ný al-
menn meðlagsmál inn á borð
sýslumanns en þau voru 6 árið
2003 og 10 árið 2002. Loks
tók sýslumaður 13 ný forsjár-
og meðlagsmál til umfjöllunar
samanborið við 8 árið 2003
og 6 árið 2002. Þannig fjölgar
meðlagsmálum í heildina úr
28 árið 2002 og 24 árið 2003 í
47 árið 2004.
Nýjum umgengnismálum
fjölgaði einnig úr 6 árið 2002
og 9 árið 2003 í 12 árið 2004.
Ný mál vegna menntunarfram-
lags voru 7 og fjölgar úr 6 árið
2002 og 4 árið 2003. Málum
samkvæmt 62 gr. barnalaga
um framlög vegna ferminga
og fleira fækkar úr 10 árið
2002 og 9 árið 2003 í 5 á árinu
2004. – kristinn@bb.is
Faðernis- og meðlagsmálum fjölgar
Þegar er búið að steypa
annan grunn tveggja iðnaðar-
húsa sem Vestfirskir verktakar
byggja fyrir Súðavíkurhrepp,
á Langeyri skammt innan við
íbúabyggðina í Súðavík. Garð-
ar Sigurgeirsson hjá Vestfirsk-
um verktökum segir ætlunina
að hefjast handa við næsta
grunn á morgun og hann verði
líklega steyptur eftir verslun-
armannahelgi. Verkinu á að
vera lokið 1. október og segir
Garðar að það eigi að standast.
„Þetta eru stálgrindarhús og
það er búið að lofa okkur
afhendingu á grindunum fljót-
lega eftir verslunarmanna-
helgi. Síðan koma einingarnar
eitthvað seinna en við byrjum
líklega að reisa húsin um
miðjan mánuðinn. Það ætti að
verða mikil breyting á ásýnd
Langeyrarinnar þegar þessi
hús verða kominn“, sagði
Garðar Sigurgeirsson, hjá
Vestfirskum verktökum.
Iðnaðarsvæði hefur verið
skipulagt á Langeyri og byggir
hreppurinn húsin til að hýsa
starfsemi frumkvöðla.
– kristinn@bb.is
Byrjað að steypa grunna
iðnaðarhúsa á Langeyri
Glöggir vegfarendur urðu
varir við hóp leðurklæddra
manna og kvenna sem þeystu
um Ísafjörð á nágrenni á sí-
gildum mótorhjólum á föstu-
dag. Þar voru á ferð liðsmenn
Vélhjólafjelagsins gamlingj-
ana en það er félagskapur
þeirra sem eiga mótorhjól sem
eru 25 ára eða eldri. Rúmur
tugur félagsmanna kom vestur
til að mæta á aðalfund gaml-
ingjanna. Margir líta á mótor-
hjólareið eingöngu sem karla-
sport en sú er ekki reyndin í
gamlingjunum. Formaður fé-
lagsins er Dagrún Jónsdóttir.
Hún segir hefð fyrir því hjá
gamlingjunum að hittast á mis-
munandi stöðum og helst reyni
þeir að fara erlendis a.m.k.
annað hvert ár. Ísafjörður hafi
orðið fyrir valinu að þessu
sinni því þar búi einn félags-
maðurinn, Þorbergur Kjart-
ansson.
Félagsmenn í gamlingjun-
um eru rúmlega 40 en Dagrún
segir þá eiga samtals í kringum
100 sígild mótorhjól. Nokkrir
félagsmenn sem stilltu sér upp
fyrir ljósmyndara blaðsins á
föstudag voru á breskum Tri-
umph, B.S.A. og Norton hjól-
um og Harley Davidson. Þau
yngstu eru árgerð 1975 en það
elsta árgerð 1955. Dagrún
segir marga félagsmenn eiga
eldri hjól en það séu sparigripir
og síður notaðir til ferðalaga.
Vélhjóladrunur bergmála á
milli fjallanna í Skutulsfirði
Vígalegir „gamlingjar“ með Eyrarfjall í baksýn. Því miður fylgja vélarhljóðin ekki með myndinni. Frá vinstri:
Einar „Marlboro“, Dagrún Jónsdóttir, Birgir Jónsson, Þorbergur Kjartansson og Gylfi Úranusson.
30.PM5 6.4.2017, 09:436