Bæjarins besta - 27.07.2005, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20058
Tekur við kyndlinum
með jákvæðu hugarfari
– rætt við Albertínu Elíasdóttur, nýjan forstöðumann Gamla apóteksins á ÍsafirðiFyrir skömmu tók Albertína Friðbjörg Elí-
asdóttir við stöðu forstöðumanns kaffi- og
menningarhússins Gamla apóteksins á Ísa-
firði af Halldóri Hlöðverssyni. Starfið mun
taka nokkrum breytingum undir stjórn nýs
forstöðumanns, en Ísafjarðarbær og Upplýs-
ingaskrifstofa Evrópusambandsins fyrir
ungt fólk (Eurodesk) undirrituðu nýlega
samninga um að Gamla apótekið miðli upp-
lýsingum til íslenskra ungmenna um Evr-
ópusambandið og tækifæri fyrir ungt fólk
innan þess.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Albertína öðlast mikla reynslu
á ýmsum sviðum. Meðal ann-
ars hefur hún starfað hjá Skóla-
og fjölskylduskrifstofu Ísa-
fjarðarbæjar og var í framboði
til Aþingis í síðustu kosning-
um.
– Hafðirðu strax hug á því
að sækja um þegar staða for-
stöðumanns Gamla apóteksins
var auglýst?
„Nei, reyndar var ég tvístíg-
andi þar sem ég hafði fengið
inntöku í mastersnám í af-
brotafræði í Englandi. En mig
langaði til að spreyta mig á
þessu starfi og vera áfram á
Ísafirði hjá fjölskyldu og vin-
um.“
– Taldirðu þig örugga um að
fá starfið?
„Ég taldi mig eiga mögu-
leika þar sem ég hef menntun
og reynslu sem hæfir starfinu.
En ég var mjög óviss hvort ég
fengi það enda var mjög hæft
fólk sem sótti einnig um.“
– Hvað er það sem heillar
þig við þetta starf?
„Að fá tækifæri til að starfa
með unglingum og hjálpa
þeim að vinna úr hugmyndum
sínum. Einnig er þessi Evr-
óputenging mjög áhugaverð.
Mörg tækifæri felast í verk-
efninu Eurodesk (Evróvísir)
fyrir norðanverða Vestfirði og
landið í heild. Í raun er það
einstakt tækifæri fyrir Ísafjarð-
arbæ að upplýsingamiðstöðin
sé á Ísafirði. Þarna höfum við
beinan aðgang að upplýsing-
um um Evrópusambandið sem
ekki hefur verið til staðar áður,
nema þá í gegnum Reykjavík.
Því höfum við nú betra færi á
því að nálgast styrki og önnur
tækifæri sem eru í boði fyrir
ungt fólk.
Þetta er gríðarlega mikið
starf og ég verð seint verkefna-
laus, en um leið er það mjög
spennandi. Ég hlakka til þegar
Gamla apótekið verður opnað
í haust þegar skólarnir byrja.
Sumarið fer í að endurskipu-
leggja starfið og undirbúa
Evróvísi. Við erum meðal ann-
ars að vinna að heimasíðu á
íslensku, þar sem fram koma
ýmsar upplýsingar sem tengj-
ast Evróvísi. Í gegnum þessa
síðu, eurodesk.org, er hægt að
fá alls konar upplýsingar. Tök-
um sem dæmi að mann langi
til að fara á námskeið á Ítalíu.
Þá gæti maður fengið allar
helstu upplýsingar á þessari
síðu – hvar er hægt að skrá
sig, hvaða námskeið eru í boði,
hvar hægt sé að búa og svo
framvegis. Og ef ekki eru næg-
ar upplýsingar að finna á síð-
unni er hægt að hafa samband
við mig og þá veiti ég ítarlegri
upplýsingar. Einnig ef fólk
hefur einhverjar spurningar
sem varða Evrópusambandið
og ungt fólk, þá er líklega ein-
faldast að hafa bara samband
við Gamla apótekið og við að-
stoðum við að leita svara.
Eurodesk-skrifstofur eru í
31 Evrópulandi og þeim er
alltaf að fjölga. Verkefnið var
stofnað í Skotlandi fyrir 15
árum og þá var það eingöngu
fyrir Skota. Þeim fannst ekki
vera tiltækar nægar upplýs-
ingar um hvað Evrópusam-
bandið hefði að bjóða ungu
fólki, fengu styrk frá ESB og
stofnuðu upplýsingaskrif-
stofu. Verkefnið þótti svo
sniðugt að það breiddist um
allt Stóra-Bretland og í dag
eru skrifstofur í nánast öllum
löndum Evrópu.
Hérlendis hefur engin slík
skrifstofa verið til staðar frá
því að hún var starfrækt hjá
Hinu húsinu í Reykjavík en
hætt var með hana fyrir um
tveimur árum. Höfuðstöðvar
verkefnisins á Íslandi verða
því nú á Ísafirði og svo verða
tengiliðir víða um land. Við
vonumst til að geta hafið kynn-
ingarherferð um landið í haust.
Umsjón með Evróvísi er
aðeins einn liður í starfi mínu.
Núna fer mikill tími í undir-
búning þess en það verður síð-
an hluti af daglegri rútínu með
hefðbundnu starfi Gamla apó-
teksins sem vonandi verður
enn öflugra en það hefur verið.
Ég held að starfið muni
verða feikilega skemmtilegt að
kljást við en einnig gríðarlega
erfitt. Segja má að ég beri ótta-
blandna virðingu fyrir þessu
verkefni en ég er meðvituð
um það og tel mig vel til búna
að takast á við það. Ég mun
gera mitt besta. Hér hefur verið
unnið mjög gott starf og ég
tek við kyndlinum með því
hugarfari að gera enn betur.“
Á fundi með fram-
kvæmdastjórn ESB
„Mér var boðið starfið, ég
þáði það og daginn eftir byrj-
aði ég að vinna. Nokkrum dög-
um seinna fór ég á námskeið í
Frakklandi um sjálfboðaliða-
þjónustu Evrópusambandsins.
Gamla apótekið hefur verið
samþykkt sem móttökuverk-
efni. Við megum því taka við
sjálfboðaliðum til að vinna
ýmis störf á svæðinu og stefn-
um á að gera það í vetur. Sjálf-
boðaliðaþjónusta ESB er fyrir
fólk á aldrinum 18-25 ára sem
getur farið og unnið sem sjálf-
boðaliðar í Evrópu. Ferða-
kostnaður og uppihald er borg-
að og einnig fá þau vasapen-
ing. Til dæmis var vinkona
mín að vinna á barnaheimili í
Rúmeníu og fannst það alveg
meiriháttar. „Ungt fólk í Evr-
ópu“ sem er styrkjaáætlun á
vegum ESB sér um þessa þjón-
ustu og svo landsskrifstofan í
Hinu húsinu í Reykjavík. Um
er að ræða 6-12 mánaða tíma-
bil sem hægt er að fara en
einnig boðið upp á styttri tíma
fyrir fatlaða og aðra sem eru í
erfiðum aðstæðum. Þetta er
ekkert einskorðað við þá sem
hafa auðveldar aðstæður til
þess heldur getur það verið
skemmtilegt tækifæri fyrir þá
sem eiga við einhvers konar
vandamál að stríða. Hægt er
að nálgast allar upplýsingar
um þetta verkefni hjá Ungu
fólki í Evrópu og auðvitað í
Gamla apótekinu.
Að þessu námskeiði loknu
30.PM5 6.4.2017, 09:438