Bæjarins besta - 27.07.2005, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 200510
Björn og Ingunn ásamt börnum sínum Baldri og Snjólaugu Ástu og Birtu Rós Þrastardóttur, vinkonu Snjólaugar.
Fjölskylda úr Vigur hreiðra
um sig í Tangagötunni á Ísa
Björn Baldursson úr Vigur í Ísafjarðar-
djúpi og kona hans Ingunn Ósk Sturludóttir
eru nýflutt í land. Ingunn hafði búið í eynni í
tæpan áratug en Björn hefur verið eyjar-
skeggi alla sína tíð. Þau segja að það hafi
verið erfið ákvörðun að flytja í land, en
vistaskiptin hafi þó gengið betur en þau
bjuggust við. Nú búa þau Björn og Ingunn í
fallegu gömlu timburhúsi í Tangagötu á
Ísafirði sem þau keyptu fljótlega eftir að þau
fluttu upp á meginlandið. Ingunn segir þau
hjón ljónheppin að hafa fundið svo fallegt
hús á svo góðum stað í bænum og húskaupin
hafi verið eitt af því sem hafi gengið betur en
vonast var til við flutningana.
Maður er í mikilli snertingu
við náttúruna á svona stað,
dýr og fugla, maður er í raun-
inni einn með náttúrunni. Í þá
daga voru allar aðstæður öðru-
vísi en þær eru í dag, nú þegar
komið er „sjálfrennandi raf-
magn“ eins og faðir minn sag-
ði, bryggja og almennilegt
símasamband.“
– Var engin bryggja þegar
þú varst krakki?
„Nei, bryggjan kom ekki
fyrr en árið 1975. Pabbi og
Björn bróðir hans fóru þá fram
á skektu á móti Fagranesinu
og oft í misjöfnum veðrum.
Þá héldum við systkinin niðri
í okkur andanum og báðum til
Guðs í hljóði.
Veiturafmagnið kom ekki
fyrr en 1984 og almennilegt
símsamband ári síðar. Áður
var símakapall út í eyju sem
var slitinn reglulega þegar
rækjubátarnir voru að draga
fram og til baka í Djúpinu.
Við bræðurnir, ásamt Hug-
rúnu konu Salvars, tókum svo
við búi af foreldrum okkar og
föðurbróður 1985, þegar ég
var átján ára gamall, og áratug
síðar flutti Ingunn í Vigur.“
Fór ekki úr eyjunni
til að ná sér í konu
– Og hvernig kynntust þið
hjónin?
„Ég þurfti nú ekki að fara
langt til að finna mér konu“,
segir Björn, og Ingunn bætir
við: „Í raun þurfti hann ekki
að fara neitt því ég kom til
hans. Þannig er að systir
Björns og systir mín, sem nú
er látin, voru mjög góðar vin-
konur, og þegar Ragnheiður
mágkona mín varð fertug bauð
hún til veislu í Vigur. Systur
minni var boðið og ég var eig-
inlega hálfgerð boðflenna.
Eftir það varð ekki aftur snúið,
ég féll fyrir bóndasyninum
unga og eyjunni grænu.
Í kjölfar þessarar veislu vor-
um við lengi í símasambandi
og skiptumst á að fara í heim-
sókn hvort til annars, hann til
Reykjavíkur og ég í Vigur.
Það varð síðan úr að ég flutti
til hans tæpu ári síðar eða vorið
1995.“
Skrítið eftir á
– Hvernig var fyrir þig,
Reykvíking í húð og hár, að
flytja í litla eyju í Ísafjarðar-
djúpi?
„Uppeldisaðstæður okkar
Björns hefðu í raun varla getað
verið ólíkari. Ég er borgarbarn
í húð og hár og hann er alinn
upp í lítilli eyju. Mér finnst
stundum að Björn átti sig ekki
á því sjálfur hvað hann ólst
upp við sérstakar aðstæður,
alla vega frá mínum sjónarhóli
séð. Hann hefur til dæmis sagt
mér frá því þegar hann þurfti
að biðja pabba sinn að kveikja
á ljósavélinni sérstaklega svo
hann gæti horft á Stundina
okkar. Þetta finnst borgarbarni
skrýtið. Mér finnst magnað að
hlusta á hann segja frá upp-
vaxtarárum sínum. Hugsun
hans og tenging við sögu og
náttúru Vigur er ótrúlega sterk.
Hjarta hans slær í takt við eyj-
una hans.
Þegar maður býr á svona
stað í svo nánum tengslum við
náttúruöflin, þá breytist eitt-
hvað innra með manni. Það er
ekki sjálfgefið að borgarbarn
eins og ég fúnkeri við slíkar
aðstæður, en ég gerði það, og
það alveg ágætlega þó ég hefði
aldrei verið í sveit áður. Ætli
ég hafi bara ekki verið bóndi í
fyrra lífi. Ég gekk í flest verk
eins og ég hefði aldrei gert
annað. Ég hef lent í aðstæðum
þarna sem fólk trúir ekki að
séu enn fyrir hendi í okkar
þjóðfélagi, séu bara til í skáld-
sögum.
Ég get nefnt sem dæmi
haustdag einn, þegar von var
á mjólkurbátnum innan tíðar
og fámennt var á bænum. Þá
var gríðarlegur undirsjór á
Bæjarvíkinni og ekki hægt að
leggjast að bryggju, þannig að
við Björn settum mjólkina á
brúsa og fórum með Zodiacinn
yfir í Brunnvík sem er norðan
við bæinn, en þar var ekki
eins órólegt.
Þar var brúsunum komið
fyrir nokkrum í einu og óð ég
út í öldurótið og ýtti Birni frá
og mátti horfa á eftir honum í
þungum sjónum. Síðan varð
ég að vera snögg til að draga
hann upp á traktornum þegar
hann kom til baka. Þetta voru
einar fjórar ferðir sem þurfti
að fara út í bátinn því ekki var
hægt að taka mikið í einu í
Tók við búi átján ára
Björn er uppalinn í eyjunni
grænu í Ísafjarðardjúpi. Að-
spurður um það hvernig hafi
verið að alast upp á lítilli eyju
á sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar segir hann að það
hafi verið eins og samfelldur
draumur.
„Það var mjög sérstakt.
30.PM5 6.4.2017, 09:4310