Bæjarins besta - 27.07.2005, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 11
hreiðrar
ni á Ísafirði
Zodiacinn vegna sjólags.
Á meðan var Baldur sonur
okkar, fjögurra mánaða, inni
hjá ömmu sinni. Heldur minn-
kaði nytin í móðurinni við
þessa vosbúð. Mér datt ekki í
hug þegar ég var að syngja
skala úti í Amsterdam að ég
ætti eftir að lenda í svona að-
stæðum. En þegar ég flutti í
Vigur gerði ég það af heilum
hug, gerði það sem þurfti að
gera og fannst það fullkomlega
eðlilegt. Fjölskyldu minni og
vinum fannst og finnst það
skrýtið og svona eftir á að
hyggja finnst mér það kannski
líka svolítið skrýtið. En það er
ekki spurning, hjartað í mér
hefur stækkað við þessa reyn-
slu og slær jafnvel dálítið í
takt við náttúruna.“
Vildu ekki senda
börnin í vist
Ingunn segir, að þó það hafi
eftir á að hyggja verið furðu-
legt að flytja í eyjuna hafi verið
afskaplega gott að búa þar.
„Ég sakna þess stundum al-
veg ofsalega. Þó gallarnir séu
nokkrir eru kostirnir fleiri. Ein-
angrunin er sama og engin nú
til dags. Þangað eru ferðir dag-
lega á sumrin og þrisvar í viku
á veturna, tvær póst- og mjólk-
urferðir og skólaferð á mánu-
dögum, en vissulega geta kom-
ið óveðurskaflar og er þá ófært
til og frá eyjunni, stundum svo
dögum skiptir.“
– Voru ykkar börn komin á
skólaaldur meðan þið bjugguð
í Vigur? Voru þau send í
heimavist?
„Börn úr Vigur hafa verið í
heimavist í Súðavík eftir að
skólinn í Reykjanesi lagðist
af“, segir Björn, og Ingunn
bætir við: „Meginástæðan fyr-
ir því að við fluttum var sú, að
við vildum ekki senda börnin
frá okkur í heimavist og sonur
okkar byrjaði í skóla síðasta
haust. Upphaflega ætluðum
við að búa sitt í hvoru lagi á
veturna, ég á Ísafirði með
börnin og Björn inni í Vigur
hjá kúnum, en við kærðum
okkur ekki um slíkt fyrirkomu-
lag þegar á reyndi. Að sjálf-
sögðu spilaði það líka inn í að
búið er ekki stórt og ber varla
tvær fjölskyldur.“
Lítið mál að taka á
móti stórum hópum
Björn segir að Salvar bróðir
hans búi ennþá í eyjunni ásamt
konu og börnum og ekkert far-
arsnið sé á þeim.
„Hann og hans kona eru þar
með búskapinn. Svo er ferða-
mannaþjónustan alltaf að
verða fyrirferðarmeiri bú-
grein.“
– Hvernig er að taka á móti
þessum ferðamönnum, sér-
staklega þegar skemmtiferða-
skip eru á Ísafirði? Er ekki
skrítið að taka á móti nokkur
hundruð manns í ekki stærri
eyju en Vigur?
„Það hefur bara gengið
merkilega vel“, segir Björn.
„Meðan skipulagið er gott og
umferðinni er dreift yfir dag-
inn, þá er vel hægt að taka á
móti þessum fjölda. Það þarf
bara að passa upp á að hóparnir
rekist ekki á meðan þeir eru í
kaffi. Hingað til hefur það ekki
verið vandamál, einfaldlega
vegna þess að fólkið er ekki
að fara í Vigur til þess að sötra
kaffi. Það er boðið upp á kaffi
í skipinu. Menn koma í eyjuna
fyrst og fremst til að upplifa
náttúruna, sjá og skoða fugla-
lífið sem er svo sannarlega
ríkulegt í Vigur.“
Fékk fyrsta
launaseðilinn
tæplega fertugur
– Nú ertu búinn að vera
bóndi síðan þú varst átján ára
gamall. Hvað fórstu að gera
þegar þú komst upp á land?
„Fyrst fór ég, eins og svo
margir Djúpmenn, að vinna
við smíðar hjá Ágústi og Flosa.
Mér var mjög vel tekið og þar
vann ég fram á haust þegar ég
fékk starf hjá Byggðasafni
Vestfjarða. Þar er mjög gott
að vinna, ég hef alltaf haft
gaman af sögu og gömlum
munum og er mikill grúskari í
mér. Þarna vinn ég við ýmis-
legt, svo sem skráningu muna
og yfirleitt það sem til fellur.
Þetta er draumastarf sem ég
get hugsað mér að vinna við í
framtíðinni.“
– Var ekkert skrítið að fara
í launamennsku eftir að hafa
verið bóndi í tæp 20 ár?
„Jú, það var stórfurðulegt.
Mér fannst sérstaklega athygl-
isvert að fá fyrsta launaseðil-
inn minn í júní í fyrra, tæplega
fertugur að aldri. Ég var lengi
að venjast launavinnu og er
ekki enn að fullu vanur henni.
Það er ennþá skrítið að koma
heim klukkan fimm og vera
þá búinn að vinna, þurfa ekki
að mjólka eða neitt. Svo þegar
maður fer í frí, þá er maður
bara í fríi og þarf ekki að hafa
áhyggjur af búinu.
Ég kann ágætlega við þetta
nýja líf, þó að maður hafi enn
taugar til landbúnaðarins. Eitt
sinn bóndi, ávallt bóndi, og
mig kitlar alltaf svolítið í putt-
ana þegar ég sé fallegan trakt-
or.“
Gestur frá Vigur
Á Byggðasafni Vestfjarða
eru margir mætir munir. Birni
er þó eflaust einn þeirra kærari
en aðrir, en það er báturinn
Gestur sem Björn hefur sést
sigla um Skutulsfjörð.
„Hann er eitt af djásnum
Byggðasafnsins“, segir Björn.
„Ég ólst náttúrlega upp með
þessum bát. Hann var okkar
helsta samgöngutæki allt til
ársins 1980 og okkur Vigrung-
um afar kær.
Ragnar Jakobsson frá
Reykjafirði gerði upp bátinn
ásamt Guðmundi bróður sín-
um og Guðmundi Óla Krist-
inssyni frá Dröngum. Viðgerð-
in tókst með eindæmum vel,
enda eru þetta listasmiðir.
Annað skip og enn eldra frá
Vigur þyrfti að komast í hend-
ur Ragnars, en það er áttæring-
urinn Vigur-Breiður sem er
meira en 200 ára gamall og
stendur á kambinum í Vigur.
Þetta er elsta skip á Íslandi.
Hann var mikið notaður í
minni æsku og á búskaparár-
um mínum, í síðasta skipti árið
2000 þegar fé var flutt niður
frá Folafæti.
Eftir að hætt var að nota
hann hefur hann látið á sjá og
nú þarf hann að komast í við-
gerð. Vigur-Breiður er stórt
og mikið skip og nýttist vel í
alls kyns flutninga í meira en
200 ár. Þá var hann líka notað-
ur til hákarlaveiða. Í honum
eru mikil menningarverðmæti
fólgin og brýn þörf að gæta
þess að þau fari ekki í súginn.“
Fannst Björn bara svo
sætur og skemmtilegur
Ingunn er sprenglærð söng-
kona. Auk náms heima á Ís-
landi var hún í alls sjö ár er-
lendis að læra söng. Það hefur
væntanlega gert henni erfitt
fyrir sem starfandi söngkonu
að búa í Vigur.
„Þegar ég flutti var ég að
hefja minn feril, þá nýkomin
heim úr námi. Ég gerði mér að
sjálfsögðu grein fyrir því að
búseta mín í Vigur myndi hefta
mig að einhverju leyti. En ég
var ástfangin og er enn og sátt
við þessa ákvörðun. Björn er
bara svo sætur og skemmti-
legur.
Ég hef komist yfir ótrúlega
margt þó ég hafi búið í Vigur.
Maður verður bara einbeittari
fyrir vikið. Ég hef haldið mér
vel við, farið í söngtíma og
haldið tvenna einsöngstón-
leika, sem er meira en margir
kollegar mínir geta sagt, og er
nú að undirbúa tónleika sem
ég held næsta vetur. Ég hef
tekið þátt í ýmsum uppfærsl-
um hér á Ísafirði og er heppin
hversu mikið menningar- og
tónlistarsamfélag Ísafjörður
er.
Auðvitað gerði búsetan í
Vigur mér erfitt fyrir og sjálf-
sagt hefði ég gert meira af því
að syngja hefði ég ákveðið að
vera áfram í Reykjavík. En
þetta var bara ákvörðun sem
ég tók og þurfti þess vegna að
hafa meira fyrir hlutunum.“
Ef ein hurð lokast...
– Hvað ber framtíðin í skauti
sér fyrir ykkur eyjaskeggjana?
„Það er óráðið, þannig séð,
við reynum að lifa í núinu og
njóta líðandi stundar“, segir
Ingunn. „Við erum bæði
spennt fyrir Háskólasetrinu og
gætum hugsað okkur að setjast
á skólabekk. Við höfum keypt
okkur frábært hús hérna í Tang-
agötunni og líður vel hér með
börnunum okkar Baldri og
Snjólaugu Ástu sem hafa eign-
ast marga vini og eru orðin
sannir Eyrarpúkar. Á Ísafirði
er gott samfélag og við höfum
kynnst mörgu góðu fólki.
Vistaskiptin hafa gengið
vonum framar, við erum bæði
í góðu starfi, Björn við Bygg-
ðasafnið og ég söngkennari
við Tónlistarskólann og stjór-
na auk þess Sunnukórnum.
Þetta hefur allt gengið upp hjá
okkur. Það var erfið ákvörðun
að flytja úr eyjunni, en við
höfum verið heppin. Var ekki
einhver sem sagði: Ef ein hurð
lokast, þá opnast einhvers
staðar önnur?“
– halfdan@bb.is
Bæjarstæðið í Vigur.
30.PM5 6.4.2017, 09:4311