Bæjarins besta - 27.07.2005, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 200512
STAKKUR SKRIFAR
Aftur til fortíðar!
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Smáauglýsingar
Óskum eftir bílskúr eða hent-
ugu geymsluhúsnæði til leigu.
Uppl. hjá Auði og Snorra í síma
456 3526 eða 893 3526.
Til sölu er VW Golf, vínrauður,
árg. 99, sjálfskiptur, ekinn 111
þús. km. Verð kr. 900 þús. Eng-
in skipti. Upplýsingar í síma
899 0717.
Til sölu eða leigu er lítið einbýl-
ishús í Hnífsdal. Upplýsingar í
síma 896 3387.
Til sölu er vel með farinn Daih-
atsu Cuore. Vetrardekk á felg-
um fylgja. Uppl. í síma 893 1949.
Til leigu er einstaklingsíbúð á
jarðhæð að Túngötu 18 frá og
með 3. ágúst. Uppl. gefur Indriði
í síma 863 3160.
Til sölu er Subaru Legacy árg.
1998, ekinn 100 þús. km. Sjálf-
skiptur með skíðaboga. Uppl. í
síma 456 4174.
Til leigu er 2ja herb. íbúð á eyr-
inni á Ísafirði. Uppl. í síma 690
2202 og 456 3041.
Til sölu eru heyrúllur. Verð kr.
2.500.- pr. stk. Upplýsingar í
síma 895 4115.
Til sölu er Silver Cross barna-
vagn með bátalagi, hvítur og
dökkblár. Uppl. í síma 865 6464.
Sveitarfélög hafa sameinast af miklum krafti síðustu ár. Margir telja
að ekki sé nóg að gert. Fyrir því liggja margar ástæður. Hagkvæmni
stærðarinnar er ein. Þjónusta sveitarfélaganna verður bæði meiri og
flóknari. Við bætist að kröfur íbúanna aukast að mun með hverju árinu.
All nokkrir telja að sameining sé ekki til góðs og betra sé að sveitarfélög
séu áfram mörg og smá. Fyrir því má vafalaust færa ýmis rök. En þegar
grannt er skoðað kemur í ljós að nútíminn kallar á önnur vinnubrögð en
tíðkuðust á 19. öld og langt fram á hina nýliðnu. Hreppstjórar leysa ekki
lengur framfærsluvanda með því að halda undirboð á fátæklingum og sá
hreppir hnossið, framfærslu þurfalingsins er í hlut á, sem býðst til að
taka minnst fyrir að sjá til þess að hann skrimti. Ef það væri svo einfalt
mætti halda áfram með sveitarfélög nokkurra tuga manna. En það geng-
ur ekki lengur.
Nú vilja Svarfdælingar kljúfa sig frá Dalvíkurbyggð. Að sumu leyti er
það gaman. Þá sést að til er fólk sem hefur mikla sjálfsvitund og löngum
til sjálfstæðis fyrir sig og sitt samfélag. Allt mun þetta sprottið af því að
sveitarstjórn samþykkti að sameina skóla byggðarlagsins. Sú ákvörðun
átti við fullkomlega skiljanleg rök að styðjast, fjárhagsleg jafnt og sam-
félagsleg. Er börnum greiði gerður að mismuna þeim í tækifærum varð-
andi skólagöngu og félagsþroska? Sem fyrr segir verður samfélag fólks
á Íslandi æ flóknara. Grunnskólar hafa ef til vill ekki staðið sig sem
skyldi að búa nemendur sína undir þá baráttu sem bíður þeirra þegar til
alvörunnar kemur. Ljóst er að stríðið við fíkniefni stendur enn og engar
líkur á því að það sé að vinnast og Ísland verði fíkniefnalaust í bráð.
Aftur að efninu. Sveitarfélögin vildu fá til sín grunnskólann og það
hefur heyrst kveinað undan þunga hans síðan þau tóku yfir. Ljóst má
einnig vera að ríkisvaldið greiðir um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til
þeirra sem höllum fæti standa. Því verður vart trúað að þingmenn láti
undan þrýstingi fámennra sveitarfélaga og heimili með lögum að aftur-
kalla sameiningu sveitarfélaga. Ætla þingmenn að kaupa sér atkvæði
fárra kjósenda á kostnað skattgreiðenda um allt land og hverfa til for-
tíðar? Því verður ekki trúað að Alþingi láti undan upphlaupi fólks er
stendur vörð um mjög persónulega hagsmuni sína með þessum hætti á
kostnað allra hinna. Það verður þá að borga herkostnaðinn sjálft.
Reyndar er ótrúlegt að enn skuli ekki nást um það samstaða á Alþingi
að ákvarða lágmarksstærð sveitarfélaga á Íslandi. En þau eru allt of
mörg og flest of smá til þess að nokkurt vit sé í. Umræðan er þörf, en
skynsamlegar ákvarðanir þarf.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi
Samhengislausar ákvarðanir tekn-
ar fram yfir markvissa byggðastefnu
Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Framsóknarflokk-
sins í Norðvesturkjördæmi,
segist hafa fengið mjög já-
kvæð viðbrögð frá fjölmörg-
um flokksmönnum og kjós-
endum vegna greinar sem
hann ritaði í Blaðið og bar
yfirskriftina „Stjórnsýslan
föl?“ „Fólki finnst að menn
séu komnir of langt í því að
leyfa viðskiptalífinu að ráða
framvindu hlutanna. Það er
auðvitað ákaflega óeðlilegt að
menn fari af stað með pen-
ingatöskuna, setji hana fyrir
framan ráðherra og spyrji
hversu mikið fyrir Fiskistofu
eða Hagstofuna? Menn eru
komnir inn á rangar brautir.
Hvort sem framlagið heitir
niðurgreiðsla á húsaleigu eða
greiðsla flutningskostnaðar þá
er það í raun beint framlag til
Ríkissjóðs sem er háð því að
handhafar valdsins taki rétta
ákvörðun“, segir Kristinn.
Hann segir ráðherra verða
að skýra frá því hverslags við-
ræðum þeir standi í við KEA,
hvaða stofnanir eigi að flytja
til Akureyrar og hvaða pening-
ar verði lagðir á móti. „Þeir
verða að gera grein fyrir því
svo fólk geti metið fyrir sig
hvort þetta er óeðlilegt eða
ekki“
Þó greinin hafi lagt út af
tilboðum KEA um að kosta
flutning ríkisstofnana út á land
segir Kristinn málið spurningu
um viss megin atriði. „Fram-
kvæmd byggðastefnunnar er í
vaxandi mæli farin að líkjast
því að þetta séu allt einhverjar
samhengislausar ákvarðanir í
stað framfylgdar stefnumörk-
unar.“
Nærtækasta dæmið segir
Kristinn vera flutning Árna
Mathiesen, sjávarútvegsráð-
herra, á hluta af veiðieftirliti
Fiskistofu út á land. Störfin
hafi að minnstu leyti verið flutt
á þá staði þar sem búið hafi
verið að ákveða að flytja opin-
ber störf samkvæmt þings-
ályktun um byggðakjarna á
landsbyggðinni. Þar var kveð-
ið á um uppbyggingu opin-
berrar stjórnsýslu á Miðaustur-
landi, Akureyri og Ísafirði.
„Höfn og Stykkishólmur til
dæmis eru fínir staðir en þeir
eru ekki þeir miðpunktar sem
búið var að leggja niður í
stefnumörkun Alþingis. Af
hverju er framkvæmdin með
þessum hætti? Það komu t.d.
fram mótmæli frá bæjarstjórn
Snæfellsbæjar sem benti á að
þar og á Grundarfirði er landað
40 þúsund tonnum meðan ár-
lega er landað 5 þúsund tonn-
um á Stykkishólmi. Það vantar
ekki að Stykkishólmur er alls
maklegur en það er afskaplega
erfitt að verja þessa ákvörðun
út frá stefnumótuninni. Hvern-
ig getur það verið skynsamlegt
að sinna eftirlitinu á Vestfjörð-
um frá Stykkishólmi? Nema
stefnan sé þannig að ráðherr-
arnir ráði þessu alfarið og tengi
flutninga stöðum sem þeim eru
kærir. Það er náttúrlega viss
stefna, ef menn bara myndu
viðurkenna það“, segir Krist-
inn.
Manna á milli hefur verið
rætt hvort að ákvarðanir um
framkvæmd byggðastefnunn-
ar séu teknar í einskonar
lokuðum klúbbi þeirra sem
sitja að kjötkötlunum og hafi
ekkert með hina formlegu
opinberu umræðu að gera. Sú
spurning hlýtur því að vakna
hvernig byggðalög geti komist
í þennan klúbb. Aðspurður um
þetta sjónarmið segir Kristinn
að í kjölfar ákvörðunar vorið
2003 um að byggja fyrst upp
opinbera þjónustu á áður
nefndum þremur stöðum á
landsbyggðinni, sem sjá má í
áliti meirihluta iðnaðarnefndar
Alþingis um mótun byggða-
stefnu næstu árin, hafi iðnaðar-
og viðskiptaráðherra verið
falið að skilgreina hvað ætti
að felast í byggðakjarna, hvaða
opinbera starfsemi ætti að
leggja áherslu á að efla þar og
hvernig eigi að ná því mark-
miði. Til dæmis hvaða sam-
göngubætur þarf að ráðast í til
þess að áhrif byggðakjarnanna
verði sem víðtækust. „Ég kalla
eftir þessari vinnu. Hvernig á
að útfæra þetta, er það t.d.
áhersla á vegagerð, uppbygg-
ingu stofnana og aukna mennt-
un? Það er forvitnilegt að
skoða þá málefnalegu stefnu-
mörkun sem hefur verið gerð
og spyrja svo hvort menn hafi
unnið í samræmi við hana“,
segir Kristinn.
Sem dæmi um ósamkvæmni
stjórnvalda í byggðamálum
nefnir hann viðbrögð við erf-
iðu atvinnuástandi, annars
vegar í Mývatnssveit og hins
vegar á Bíldudal. „Í Mývatns-
sveit var brugðist við því að
kísilgúrverksmiðjunni var
lokað. Þannig lagði ríkið með
einum og öðrum hætti tugi
milljóna í ágæta uppbyggingu
á baðastöðu eða eins konar
bláu lóni við Mývatn. Að auki
eru settar 200 milljónir í að
kaupa hlutafé í félagi sem
framleiðir vörubretti. Síðan
kemur Bíldudalur og þá er ekki
til króna. Þá er bara sagt að
þetta séu ruðningsáhrif sem
séu að mörgu leyti jákvæð því
það hverfi óarðbær störf.
Hvernig getur ríkisstjórnin
verið með svo ólíkar aðgerðir
við svo sambærilegar aðstæð-
ur í sitt hvoru byggðalaginu“,
spyr Kristinn H. Gunnarsson.
Ísafjörður er einn þriggja byggðakjarna á landsbyggðinni samkvæmt ályktun alþingis.
Kirkjustarf
Ísafjarðarsókn: Útimessa
sunnudaginn 31. júlí kl.
14:00 í Tunguskógi, rétt
innan við Bunuá.
Stuttar fréttir
Ófyrirséð
viðhald
Endurnýja þarf síupoka í
reykhreinsibúnaði sorp-
endurvinnslunnar Funa í
botni Skutulsfjarðar og er
áætlaður kostnaður um
ein milljón króna. Ástæð-
an er sú að dregið hefur
úr virkni síubúnaðar sem
tekin var í notkun fyrir
rúmu ári síðan. Í samtali
við bb.is sagði Víðir Ól-
afsson, stöðvarstjóri
Funa, ástæðuna vera þá
að göt væru komin á hluta
þeirra sextíu sía sem
búnaðurinn samanstend-
ur af. Þar sem ekki var
gert ráð fyrir því í fjár-
hagsáætlun að endurnýj-
unar kæmi til svo fljótt var
óskað eftir fjárveitingu.
30.PM5 6.4.2017, 09:4312