Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.07.2005, Side 13

Bæjarins besta - 27.07.2005, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 13 Sælkerar vikunnar · Guðlaug Auðunsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson á Flateyri Marineraðar gellur og saltfiskur Sælkerar vikunnar bjóða tvo fiskrétti. Fyrst eru það marineraðar gellur sem bæði henta sem forréttur og aðal- réttur. Guðlaug og Eiríkur mæla sérstaklega með gell- um frá Fiskvinnslunni Kam- bi ehf. því þær séu einstakar. Einnig segja þau að hvítvín og ekki síður rauðvín passi vel með gellunum og vatnið sé nauðsynlegt. Þá bjóða þau líka saltfisk í ofni. Þau mæla með sprautusöltuðum þorsk- flökum frá Fiskvinnslunni Kambi ehf. Flateyri, en nota má útvatnaðan saltfiskur. Þann rétt er unnt að hafa til- búinn í eldföstu móti upp úr hádeginu, geyma í ísskápn- um og skella honum síðan í ofninn um kvöldið þegar gestirnir koma, eða þegar húsráðendur vilja. Þá segja þau að hvítvín og vatn sé það sem fer best með þeim rétti. Marineraðar gellur á grillið eða pönnuna Gellur – sem aðalrétt a.m.k. 200 g. á mann, sem for-rétt um 3 til 4 gellur (eftir stærð) á mann. 10 dl ólífuolía á hver 100 g. af gellum 1 hvítlauksrif fyrir hvern skammt á mann ½ tsk karríduft fyrir hvern skammt á mann Paprikuduft Timian Dill Estragon Pipar og salt úr kvörn (eða grófmalað) Grænmeti eftir smekk, með forrétti má t.d. nota eingöngu hrátt dökkgrænt kál. Kartöflur ef borða á gellurn- ar sem aðalrétt. Egg og örlítill rjómi ef steikja á gellurnar upp úr eggjablöndu en það gefur hjúp utan um gellurnar Útbúið kryddblönduna með því að blanda saman ólífuolí- unni, fínsöxuðum hvítlaukn- um og kryddinu. Þrífið gell- urnar vel og hellið krydd- blöndunni yfir. Hrærið vel saman. Setjið í kæli og hrærið í blöndunni a.m.k. einu sinni á dag í 3 – 4 daga. Gott er að taka gellurnar úr kælingu 4 – 6 tímum fyrir steikingu. Þrjár leiðir má fara við að matreiða kryddlegnu gellurnar: Þurrkið gellurnar. Útbúið eggjablöndu egg+rjómi+örlítið af sama kryddi og er í kryddblöndunni. Veltið gellunum upp úr eggja- blöndunni og steikið á pönnu við góðan hita. Steikið gellurn- ar á pönnu beint upp úr krydd- blöndunni, án þess að þerra þær. Grillið gellurnar beint upp úr kryddblöndunni, án þess að þerra þær. Ef gellurnar eiga að vera í forrétt leggið 3 – 4 gellur á hvern disk, berið fram með grænmeti og/eða brauði (rist- uðu) eftir smekk. Ef gellurnar eiga að vera aðalréttur þá fer það auðvitað eftir vilja hvers og eins hvort lagt er á diska fyrir hvern og einn, eða á fat. Meðlæti er grænmeti (salat), soðnar kartöflur, heitt hvít- lauksbrauð eða jafnvel ristað brauð, einnig getur farið mjög vel á því að bjóða upp á hrís- grjón og soya sósur. Saltfiskur í ofni Reiknið með um 200 g. af saltfiski á mann,150 gr. fyrir matgranna Jómfrúar-ólífuolía. Ein stór kartafla á mann skornar í þunnar sneiðar Niðurskorinn blaðlaukur, rauðlaukur og venjulegur laukur, magn eftir smekk Rifinn ostur Hvítur og/eða svartur pipar. Um ½ l dós f. fjóra tómmat- mauk Sólþurrkaðir tómmatar eftir smekk, ca. 20 –50 gr. á mann. 1 tsk tómatþykkni á mann 1/ 4 til ½ rif hvítlaukur, pr. mann Salt og pipar úr kvörn Niðurskorið blandað græn- meti Fetaostur Maukið í matvinnsluvél tómatmauk, sólþurrkaða tóm- ata, hvítlauk og salt pipar. Mýkið laukinn á steikarpönnu í ólífuolíu. Rjóðið ólífuolíu í eldfast mót, raðið kartöflu- sneiðunum í botninn, saltið og piprið lítillega. Hellið ca. helming tómmatmauksins yfir kartöflurnar.Stráið helming lauksins yfir maukið. Rjóðið ólífuolíu á saltfiskinn frá Kambi, kryddið með pipar (gjarnan sítrónupipar). Raðið saltfiskinum ofan á maukið. Hellið restinni af tómmat- maukinu yfir, síðan restinni af lauknum og að lokum er stráð rifnum osti yfir og ekki spara ostinn. Setjið í heitan ofn og bakið við um 180°C í um 20 mín. Passið að osturinn brenni ekki um of, en okkur finnst ekkert að því að hann sé örlítið brenndur. Borið fram í eldföstu mótinu með græn- meti í skál blandað fetaosti. Við skorum á Lilju Krist- insdóttur og Aðalstein Rún- ar Friðþjófsson á Flateyri. Atvinna Starfskraft vantar til verslunar- og útkeyrslu- starfa. Upplýsingar gefur Grétar í síma 456 4566. Húsgagnaloftið. Einbýlishús til sölu Til sölu er einbýlishúsið að Miðtúni 16 á Ísafirði. Húsið er 265m² að stærð með bíl- skúr, byggt árið 1969. Húsið var mikið end- urnýjað á árunum 2002 og 2003. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 895 2132. Hlíðarvegspúkar! Hið árlega Hlíðarvegspúkagrill verður hald- ið laugardaginn 6. ágúst. Dagskráin hefst kl. 17:00 og er aðgangur kr. 1.000.- fyrir full- orðna en ókeypis fyrir börn. Allir nýir og gamlir Hlíðarvegspúkar eru hjartanlega velkomnir. Nefndin. Stefnumótin í atvinnu- og byggðamálum í Súðavík Búist við fólksfjölgun í Súðavík í kjölfarið Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri Súðavíkurhrepps, segist hafa fengið mikil og góð við- brögð í kjölfar þess að stefnu- mótun sveitarfélagsins í at- vinnu- og byggðamálum var kynnt. Fólk á öllum aldri og öllum stigum þjóðfélagsins, jafnt stórar fjölskyldur sem ný- útskrifað skólafólk, hafi haft samband við hreppinn til að grennslast fyrir um kosti bú- setu í Súðavík. Hann segir sýnilega fjölgun vera að eiga sér stað í Súðavík en þegar hafi ein fjölskylda flutt og von sé á tveimur til viðbótar. „Samt sem áður erum við alveg á jörðinni gagnvart þessu og ætlum að það taki árið að sjá hver árangurinn af þessu átaki verður en vísbendingarnar eru góðar“, segir Ómar. Stefnumótun Súðavíkur- hrepps felur meðal annars í sér að boðið verður upp á gjaldfrjálsan leikskóla, bygg- ingarlóðir verða afhentar án endurgjalds og sveitarfélagið mun greiða niður byggingar- kostnað um 17.500 krónur á hvern fermetra. Þá stendur hreppurinn fyrir byggingu at- vinnuhúsnæðis og mun bjóða upp á styrki til ferðaþjónustu- aðila, styrki til kaupa á mjólk- urkvóta, afslátt af þjónustu hafnarinnar og úthluta allt að 3 milljóna króna framlagi til þeirra sem hefja nýjan atvinnu- rekstur og skapa störf í sveitar- félaginu. Aðspurður um hversu þungt aðgerðir sveitarfélagsins vegi í ákvörðun þeirra sem eru á leiðinni í Súðavík segir hann vel mega tengja þetta tvennt saman. „Leikskólinn var t.d. farinn að spyrjast út og ég veit að það voru margir farnir að skoða þann kost að koma til Súðavíkur. Þarna á milli er e.t.v. ekki alveg beint orsaka- samband en einhver áhrif má finna frá þessu útspili okkar“, segir Ómar. Fyrst og fremst segir hann fyrirspurnir beinast að at- vinnumálum og húsnæðismál- um í sveitarfélaginu en er viss um áhugasamir finna farsæla lausn þar á. Þannig segir hann að myndi koma sér á óvart ef ekki yrði farið að byggja í Súðavík innan sex mánaða. „Við erum vongóð og vitum t.d. af einum aðila sem ætlar að sinna sínu starfi í fjarvinn- slu úr nýju húsunum á Lang- eyri. Sá er í þeirri aðstöðu að geta flutt vinnuna sína með sér og við horfum fram á að setja upp fleiri þannig setur.“ Að vissu leyti má því segja með sér. Það má segja að þetta sé ný nálgun í byggðamálum og verður mjög áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður“ segir Ómar. Óneitanlega vaknar sú spurning þegar sveitarfélög kynna óvenju hagstæð búsetu- kjör, eins og í tilfelli Súðavík- ur, hvort kostaboðið geti virk- að tvíeggjað og í stað þess að laða að öfluga frumkvöðla dragi það til sín fjölskyldur sem eru tæplega bjargálna. Ómar segir að vissulega hafi hann fengið símtöl frá fólki í þannig aðstæðum. „Auðvitað getur maður ekki farið að draga fólk í dilka en maður þarf að vera meðvitaður um að aðstæður fólks eru mismun- andi. Við greiðum ekki út styrki til atvinnureksturs fyrr en eftirá og leggjum ekki til húsnæðisstyrki nema fólk sé búið að leggja fé á móti. Þá er það þannig með íbúðir sveitar- félagsins að þegar losnar þá eru þær auglýstar og óskað eftir umsóknum. Þannig erum við meðvituð um að sveitarfé- lög sem eru að opna sig eins og við erum að gera geta misst stjórn á því“, sagði Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavík- urhrepps. – kristinn@bb.is að Súðvíkingar séu búnir að snúa gamalgrónum viðhorfum í byggðamálum á hvolf. Í stað þess að setjast niður við að reyna að búa til atvinnu á til- teknu sviði er reynt að skapa ákjósanlegar búsetuaðstæður og fá svo fólkið til að flytja vinnuna með sér. „Þetta er hópur sem við erum sérstak- lega að horfa á núna fyrst um sinn, þ.e. fjölskyldur þar sem fyrirvinnan getur flutt vinnuna Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súða- víkurhrepps. 30.PM5 6.4.2017, 09:4313

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.