Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.07.2005, Page 14

Bæjarins besta - 27.07.2005, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 200514 Stefnt að tvöföldum þátttak- endafjölda á næsta púkamóti Stóra púkamótið í knatt- spyrnu sem haldið var á Ísa- firði um síðustu helgi þótti tak- ast með eindæmum vel og hef- ur verið ákveðið að endurtaka leikinn að ári. Jóhann Króknes Torfason, mótsstjórnarmaður, segir markið sett á tvöfaldan fjölda þátttakenda að ári en þeir voru um fimmtíu að þessu sinni. Eins og nafnið gefur til kynna er mótið ætlað þeim sem með einum eða öðrum hætti hafa komið að knatt- spyrnuíþróttinni á Ísafirði í gegnum tíðina. Lið Krókspúka sigraði mótið en fast á hæla þeim komu Eyrarpúkar. Dokkupúkar og Bakkapúkar ráku lestina. Leiknar voru tvær umferðir, alls sex leikir á lið. Þó grunnt sé á keppnishörk- unni hjá gömlu kempunum er tilgangur mótsins að koma saman til að eiga góða stund og treysta böndin. Allur ágóði af mótshaldinu rennur til að styrkja og efla þjálfun yngri flokka í knattspyrnu á Ísafirði og verður stofnaður sérstakur sjóður í því skyni. Jóhann segir menn hafa verið í skýjunum eftir helgina. „Þetta voru ógleymanlegar stundir og geysigóð stemmn- ing innan vallar sem utan.“ Margir þátttakenda voru að taka fram skóna að nýju eftir langt hlé og segir Jóhann hug í mörgum að hefja æfingar að nýju. Mótið var sett við hátíðlega athöfn á gervigrasvellinum á Torfnesi á föstudag og síðan var flautað til leiks. Um kvöld- ið mættu mótsgestir ásamt mökum til grillveislu í Tungu- skógi þar sem Helga Sig- mundsdóttir snaraði fram veit- ingum. Björn Helgason stýrði hópsöng og Rúnar Þór Péturs- son, eða Rúnar Pétur Geirs eins og hann er þekktur manna á meðal á Ísafirði, sá um und- irspilið. Á laugardag nýttu margir tækifærið til að hita upp á golfvellinum en knatt- spyrnan hófst að nýju eftir há- degið. Um kvöldið var svo efnt til lokahófs og verðlauna- afhendingar í Stjórnsýsluhús- inu á Ísafirði. Ísafjarðarbær studdi við mótshaldið með margvísleg- um hætti og veitti viðurkenn- ingar til þeirra sem hafa stutt uppbyggingu greinarinnar á Ísafirði. Þá vildi Jóhann koma á framfæri þökkum til styrktar- aðila mótsins en sá helsti var Visa-Ísland og að auki nutu mótshaldarar tilstyrks Eim- skipa, Íslandsbanka, Sam- kaupa, Vífilfells og VÍS. Með- fylgjandi myndir tók Sigurjón J. Sigurðsson af kempunum við leik á gervigrasvellinum á Torfnesi. Fleiri myndir munu birtast í svipmyndum á bb.is innan tíðar. – kristinn@bb.is 30.PM5 6.4.2017, 09:4314

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.