Bæjarins besta - 27.07.2005, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 15
Atvinna
Óskum eftir að ráða starfsfólk til starfa í
sláturtíð. Einnig óskum við eftir að ráða mat-
ráðskonu/matráð í sláturtíð.
Atvinnuumsóknir er að finna á heimasíðu
Norðlenska www.nordlenska.is og á skrif-
stofu Norðlenska á Húsavík.
Upplýsingar gefur Inga Stína í síma 840
8899 frá kl. 08:00 - 12:00 virka daga og í
netfangið ingastina@nordlenska.is
Atvinnutækifæri
hjá Lyfju á Ísafirði
Starfsmaður óskast í Lyfju á Ísafirði. Um
er að ræða starf umsjónarmanns verslunar.
Starfið felst í yfirumsjón með vörum í versl-
un, pöntunum, móttöku og frágangi, þjón-
ustu og ráðgjöf til viðskiptavina, afgreiðslu
á kassa auk annarra tilfallandi verkefna.
Um er að ræða fullt starf og 1-2 laugar-
dagar í mánuði.
Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörf-
um er æskileg og reynsla í apóteki er
kostur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
ekki síðar en 1. október 2005.
Nánari upplýsingar gefur Jónas Þór, lyfsali
Lyfju á Ísafirði í síma 456 3009 (jonas@lyfja.is)
Blaðinu hefur borist eftir-
farandi athugasemd frá Krist-
ínu Hálfdánsdóttur vegna
fréttar í þarsíðasta tölublaði
Bæjarins besta sem og fréttar
á bb.is fyrir stuttu: „Vegna
greinar í síðasta tölublaði Bæj-
arins Besta með yfirskriftinni
„Mikil óánægja er meðal
sumarhúsaeigenda í Tungu-
skógi“ langar undirritaða að
koma á framfæri athugasemd-
um.
Í greininni er talað um deilu
skógarbúa og hætt við að þeir
sem ekki þekkja til dragi þá
ályktun að þetta friðsæla sum-
arbústaðahverfi okkar Ísfirð-
inga logi í leiðindum. Slíkt er
fjarri lagi þar sem eingöngu er
um að ræða deilur verktaka og
eins eiganda sumarhúss í
Tungudal. Virðist sem um-
ræddur verktaki hafi gleymt
öllum sjálfsögðum umgeng-
nisreglum við eigendur lóðar
sem liggur samsíða nýbygg-
ingu sem hann tók að sér að
byggja. Eigandi nýbyggingar-
innar hefur hins vegar ekkert
með deilurnar að gera og hefur
reynt það sem í hans valdi
stendur til málinu ljúki farsæl-
lega.
Það má vera að eitthvað at-
hugavert hafi verið við kynn-
ingu og afgreiðslu á málinu
innan bæjarkerfisins, en þegar
undirrituð byggði sitt sumar-
hús í Birkilaut, þá voru einu
skilyrðin að það væri ris á
húsinu (alls ekki skúraþak),
hvernig það sneri og hversu
stórt voru skipti engu máli svo
fremi sem það væri innan lóð-
armarka.
Sem sumarhúsaeigandi í
Tungudal vil ég bjóða nýja
íbúa velkomna og hlakka til
að eiga góða nágranna sem
þau eflaust verða. Jafnframt
vil ég skora á báða deiluaðila
að leggja sig alla fram um að
ná sáttum í málinu og láta
skynsemi ráða ferð.
Ísafirði 19.júlí 2005,
Kristín Hálfdánsdóttir.
Engin leiðindi í Tunguskógi
Kristín Hálfdánsdóttir skrifar
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða ritar samgönguráðherra bréf
Óskað eftir stuðningi við uppbygg-
ingu Markaðsskrifstofu Vestfjarða
Aðalsteinn Óskarsson,
framkvæmdastjóri Atvinnu-
þróunarfélags Vestfjarða, hef-
ur ritað Sturlu Böðvarssyni,
samgönguráðherra, bréf þar
sem hann óskar eftir stuðningi
ráðherra ferðamála við fjár-
mögnun Markaðsskrifstofu
Vestfjarða. Annars vegar er
óskað eftir 5 milljóna króna
framlagi til markaðsstarfs og
hins vegar 3,8 milljónum
vegna stofnkostnaðar. Tekið er
fram í bréfinu að ekki sé óskað
eftir árvissum stuðningi heldur
eingreiðslu til að starfsemi
skrifstofunnar fari af stað með
myndarlegum hætti, eins og
bréfritari kemst að orði.
Fram kemur í bréfinu að við-
brögð sveitarfélaga og aðila í
ferðaþjónustu hafi verið afar
jákvæð en þegar hafi 8 af 11
sveitarfélögum samþykkt fjár-
framlög til skrifstofunnar á
ársgrundvelli. Þá hafi Fjórð-
ungssamband Vestfirðinga og
Ferðamálasamtök Vestfirð-
inga heitið stuðningi sínum.
Samtals leggja þessir aðila
fram 9,3 milljónir á ársgrund-
velli sem tryggir reksturinn
með u.þ.b. einu stöðugildi og
2,5 milljóna króna sjóði til
markaðsstarfs.
Stofnun Markaðsskrifstofu
Vestfjarða er ein af tillögunum
sem settar voru fram í Vaxtar-
samningi Vestfjarða og kemur
fram í bréfinu að verkefnið sé
hvað lengst komið í fram-
kvæmd af þeim sem þar var
getið.
– kristinn@bb.is
Skógardísirnar í Drý-
as glöddu áheyrendur
Íslensk sönglög voru á
boðstólum hjá tríóinu
Drýas sem hélt tónleika í
Hömrum, sal Tónlistar-
skóla Ísafjarðar á fimmtu-
dagskvöld í síðustu viku.
Tríóið er skipað þeim Her-
dísi Önnu Jónasdóttur,
sópran, Þorbjörgu Daphne
Hall, sellóleikara, og Lauf-
eyju Sigrúnu Haraldsdótt-
ur, pínaóleikara, sem eru
allar nemar við tónlistar-
deild Listaháskóla Íslands.
Á efnisskránni voru nokk-
ur hefðbundin „síðustu lög
fyrir fréttir“ sem öllum
þykir ljúft að heyra en
uppistaðan voru sönglög
samtímatónskálda, m.a.
Atla Heimis Sveinssonar,
Snorra Sigfúsar Birgisson-
ar og hins unga Hreiðars
Inga Þorsteinssonar. Því
má segja að tríóunni fylgi
ferskur blær og þótti tón-
leikagestum vafalítið
ánægjulegt að kynnast
nýrri íslenskum sönglögum
sem ekki eru þjóðinni töm,
enn sem komið er að
minnsta kosti. Herdís
Anna Jónasdóttir er fædd
og uppalinn á Ísafirði og er
bæjarbúum vel kunn því
hún hefur margsinnis
komið fram við ýmis tæki-
færi í heimabæ sínum. Þá
má segja að tónlistin sé
henni í blóð borinn, og
meira að segja sum lögin á
tónleikunum, því hún er
dóttir Sigríðar Ragnars-
dóttur, skólastjóra Tónlist-
arskóla Ísafjarðar, og Jón-
asar Tómassonar, tón-
skálds, sem útsetti mörg
lög á efnisskránni. Að auki
flutti tríóið nokkur lög
eftir Hjálmar Helga Ragn-
arsson, móðurbróður Her-
dísar, og Hjarðmærina
eftir afa hennar Ragnar H.
Ragnar. Þess má geta að
orðið Drýas kemur úr lat-
ínu og merkir skógardís en
er einnig fyrri hluti latn-
eska heitisins á þjóðar-
blómi Íslendinga, Holtasól-
ey. Undanfarnar vikur hef-
ur Drýas haldið fjölda
stuttra tónleika á vegum
Hins hússins víðs vegar í
Reykjavík, á listasöfnum
borgarinnar, í Árbæjar-
safni, og víðar. – kristinn@bb.is
Drýas að tónleikum loknum. Laufey Sigrún Haraldsdóttir,
Herdís Anna Jónasdóttir og Þorbjörg Daphne Hall.
30.PM5 6.4.2017, 09:4315