Bæjarins besta - 27.07.2005, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 19
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Borgin mín · Kolbrún Elma Schmidt, starfsstúlka í Blómaturninum á Ísafirði Vestfirskar þjóðsögur · Gísli Hjartarson
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Stuttar fréttir
Féll fyrir Bahamaeyjum Sjúkraflutningar
„Draumaferðin mín er til
Bahamaseyjanna. Alveg frá
því ég sá myndina After the
sunset kolféll ég fyrir Ba-
hamaseyjunum. Það er eitt-
hvað svo heillandi við strend-
urnar og hitann. Ég hef verið
að kynna mér eyjarnar á Int-
ernetinu og tel þetta vera
mjög fallegt land. Einnig held
ég að vestræn menning hafi
ekki náð tökum þar, staðirnir
þar eru hráir og ósnortnir.
Ég er byrjuð safna mér fyrir
ferð til Bahamas en ef ég næ
því ekki hygg ég á skíðaferð
til Aspen. Það er mikill verð-
munur á ferðunum en mig
langar mest til Bahamseyj-
anna. Annars er stutt í nátt-
úruperlur á heimaslóðum og
fer ég til Reykjaness í Djúpinu
á hverju ári,“ sagði Kolbrún
Elma Schmidt.
Brennslan mín · Björn Jóhannesson, lögfræðingur hjá Lögsýn ehf., á Ísafirði
Lög sem lifa í minningunni
Þegar ég fer yfir plötu-
safnið mitt og læt hugann
reika koma mjög góð og
eftirminnileg lög upp í hug-
ann. Því miður verða mörg
góð lög að vera utan við
listann í þetta skipti.
1. Sacrifice – Elton John
Þetta gullfallega lag er í
miklu uppáhaldi hjá mér og
sennilega það lag sem hef
hvað oftast hlustað á síðustu
árin. Plötur Elton John rata
oftast í geislaspilarann hjá
mér og mér er til efs að nokk-
ur annar tónlistarmaður hafi
sent frá sér annað eins
ógrynni af góðum lögum.
Þetta lag sem er að finna á
plötunni Sleeping with the
past sem kom út á árinu
1989, er einstaklega ljúft.
2. An innocent
man – Billy Joel
Hér kemur lag með öðrum
snillingi á sviði tónlistarinn-
ar sem einnig á ógrynni
góðra laga s.s. Pianoman og
Uptown girl. Ég hlusta mikið
á Billy Joel og hef séð eftir
því að hafa ekki skellt mér á
tónleika með þeim félögum
Billy Joel og Elton John. Þetta
lag er að finna á samnefndri
plötu.
3. Moviestar – Harpo
Nú kunna einhverjir að
brosa. Er hér ekki kominn
gamli sænski poppsöngvarinn
Harpo sem átti nokkur vinsæl
lög á árunum eftir 1974. Þetta
lag var feiknalega vinsæl á
árinu 1975 og var á samnefnd-
ri pöntu. Deildarbungubræður
gáfu þetta út ári seinna undir
nafninu María tískudrós.
Þetta lag sem kemur mér alltaf
í gott skap sama hvað á geng-
ur og er ekki ósjaldan spilað
þrátt fyrir að 30 ár séu liðin
frá útgáfu þess. Með ólíkind-
um hvað hægt er að spila þetta
lag aftur og aftur.
4. Tears in heaven
– Eric Clapton
Snilldarverk frá meistari
Clapton sem á fjölda góðra
laga, s.s. My Fathers eyes, Lay-
la, Wonderful tonight svo fáein
lög séu nefnd. Af mörgum góð-
um lögum vel ég þetta, enda
tilfinningaþrungið lag og vand-
aður texti, er hægt að biðja um
meira.
5. The Final Count-
down – Europe
Hér er aðeins bætt í kraftinn.
Kraftmikið lag af samnefndri
plötu frá árinu 1986. Lag sem
ég hlustað mikið á hér áður
fyrr, en stendur ætíð fyrir sínu.
6. Fire – Bruce Springsteen
Bruce Springsteen er í mikl-
um metum hjá mér. Af mörgu
er að taka varðandi góð lög frá
honum. Fire er þó það lag sem
fyrst kemur upp í hugann. Það
er eitthvað dulinn kraftur í
þessu lagi sem gerir það sér-
stakt.
7. Hallelujah – Jeff Buckley
Þetta lag er eftir Leonard Co-
hen, en Jeff Buckley flytur það
snilldarlega á plötunni Grace
sem kom út árið 1994. Ein-
staklega góður flutningur á
frábæru lagi.
8. Confusion – ELO
Skemmtileg lag með Elec-
tric Light Orchersta sem áttu
fjölda góðra laga á sínum tíma.
Ég hlustaði mikið á ELO á
unglingsárunum og þetta
kraftmikla lag var á plötunni
Discovery er kom út árið 1979.
Lag sem lifir í minningunni.
9. The power of love
– Jennifer Rush.
Lag sem Jennifer Rush gerði
vinsælt á árinu 1984. Kraft-
mikið lag flutt af góðri söng-
konu. Þetta lag skaut Jennifer
Rush upp á stjörnuhimininn
árið 1984.
10. The John Dunbar
Theme – John Barry.
Þetta magnaða lag er eftir
John Barry og er úr myndinni
Dances with Wolves. John
Barry hefur samið mikið af
kvikmyndatónlist og er snill-
ingur á því sviði. Hann samdi
m.a. tónlistina við myndirnar
Out of Africa, Chaplin,
Midnight Cowboy og fjölda
James Bond mynda. Þetta
lag er einstakt í flutningi
Royal Philharmonic Or-
chestra og þegar það er sett
á fóninn að loknum erfiðum
vinnudegi, (á nokkuð góðum
styrk) má segja að þreytan
líði úr manni. Á svo sannar-
lega heima á topp tíu listan-
um.
Björn Jóhannesson.
Halldór heitinn Jónmundsson, sonur hinnar frægu höfuð-
kempu séra Jónmundar Halldórssonar á Stað í Grunnavík,
var lengi yfirlögregluþjónn á Ísafirði. Halldór var afar stórvaxinn
og sterkur mjög og sópaði að honum hvar sem hann fór.
Stundum átti hann til að vera fljótfær. Þegar þessi saga
gerðist annaðist lögreglan sjúkraflutninga í bænum og notaði
til þess Landróverjeppa sem einnig var lögreglubíll.
Eitt sinn hringdi Marzellíus Bernharðsson úr skipasmíðastöð
sinni í Suðurtanganum á lögreglustöðina og bað um sjúkrabíl.
Maður hafði lent í slysi í stöðinni.
Halldór var við skýrslugerð og spurði:
Þurfið þið að fá hann strax?
Húsfyllir hjá Emilíönu Torrini
Emilíana Torrini hélt tón-
leika fyrir troðfullu húsi í
Víkurbæ í Bolungarvík á
föstudagskvöld. Geysigóð
stemmning ríkti í salnum
þegar söngkonan viðkunnan-
lega steig á svið og var ekki
annað að heyra en tónlistin
félli áheyrendum vel að geði.
Emilíana kom fram ásamt
þriggja manna hljómsveit
sem hefur leikið með henni á
tónleikum víðsvegar um
heim til kynningar á nýju
plötunni Fishermans Woman.
Tónleikarnir voru hluti af
tónleikaferð Emilíönu um
landið, en hún hélt aðeins
fjóra tónleika á Íslandi að
þessu sinni, og er langt um
liðið síðan hún kom fram hér-
lendis síðast. Fishermans Wo-
man hefur fengið mjög góða
dóma og þegar selst í rúmlega
sex þúsund eintökum á Ís-
landi. Þess má geta að lagið
„Slow“, sem Emilíana samdi
fyrir áströlsku söngkonuna
Kylie Minogue, var tilnefnt
til grammy-verðlauna á síð-
asta ári. – thelma@bb.is Geysigóð stemmning ríkti á tónleikunum. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
Styrkir róð-
ur Kjartans
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
hefur samþykkt að veita
Sjálfsbjörgu, landssam-
bandi fatlaðra, styrk að
upphæð 50 þúsund krónur
vegna ferðar Kjartans
Haukssonar á árabát um-
hverfis landið. Markmið
ferðar Kjartans er að vekja
athygli á möguleikum
hreyfihamlaðra til ferða-
laga. Þá vill hann safna fé
í hjálparliðasjóð Sjálfs-
bjargar því fatlaðir þurfi
aðstoðarmenn á ferðalög-
um sínum og beri því tvö-
faldan ferðakostnað.
Hjálparliðasjóður Sjálfs-
bjargar var stofnaður árið
1997 í því skyni að standa
straum af kostnaði við
ferðakostnað aðstoðar-
manna (hjálparliða) fatl-
aðra í ferðalögum.
Fjárnám-
um fækkar
Fjárnámum og nauðungar-
sölum í umdæmi sýslu-
mannsins á Ísafirði fækk-
aði heldur á síðasta ári
miðað við árin á undan.
Fram kemur í ársskýrslu
embættisins að í fyrra voru
teknar til meðferðar 587
fjárnámsbeiðnir en þær
voru 622 árið 2003 og 594
árið 2002. Nýjar beiðnir
um nauðungarsölur á fast-
eignum og skipum voru
122, en þær voru 151 árið
2003 og 145 árið áður. 7
nýjar beiðnir um nauðung-
arsölur á lausafé voru
teknar til meðferðar í fyrra
en 14 árið 2003 og 8 árið
2002.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
hefur samþykkt að veita
styrk að fjárhæð kr. 520
þúsund til Félags áhuga-
manna um víkingaverkefn-
ið á Þingeyri. Fjármögnun
styrksins var vísað til end-
urskoðunar fjárhagsáætl-
unar þessa árs. Þetta var
ákveðið á síðasta fundi
ráðsins þar sem fulltrúar
félagsins gerðu grein fyrir
stöðu verkefnisins,
framkvæmdaáætlun og
fjármögnun þess.
Styrkir upp-
byggingu
30.PM5 6.4.2017, 09:4319