Bæjarins besta - 27.07.2005, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk
www.bb.is – daglegar fréttir á netinu
Eldur kom upp í bát sem
stóð á þurru landi á Suður-
tanga á Ísafirði á fimmtudag.
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
var kallað út laust upp úr kl.
15 og lauk slökkvistarfi kl.
15:45.
Eldsupptök eru ókunn en að
sögn lögreglunnar á Ísafirði er
báturinn, sem er Sómabátur,
talinn vera ónýtur eða a.m.k.
mjög mikið skemmdur. Málið
er í rannsókn. Engin slys urðu
á fólki. – thelma@bb.is
Sómabátur brann
Frá slökkvistarfi á fimmtudag.
Báturinn er talinn ónýtur aftur brunann.
Lögreglan á Ísafirði lagði
hald á 123,4 grömm af ólög-
legum fíkniefnum á árinu
2004. Það er umtalsvert minna
magn en árið áður þegar lagt
var hald á tæplega 370 grömm
en á svipuðu róli og árin 2001
og 2002 þegar 126 grömm og
90 grömm voru haldlögð.
Stærsti hlutinn eru kanna-
bisefni eða rétt tæp 118 gr. en
einnig var lagt hald á rúm 3
grömm af amfetamíni og 2,5
grömm af efni sem var ekki
skilgreint. Þetta kemur fram í
ársskýrslu sýslumannsem-
bættisins á Ísafirði. Af upp-
lýsingum þar má dæma að
samsetning efnanna sé svipuð
og verið hafi síðustu ár.
Minna
haldlagt af
fíkniefnum
Meðalfjöldi atvinnulausra á
Vestfjörðum var 70 í júní eða
1,7% af áætluðum mannafla í
fjórðungnum en 1,4% í maí.
Atvinnulausum fjölgaði um 15
frá maí. Atvinnuleysi kvenna
var 3,4% í júní en 2,9% í maí
og atvinnuleysi karla var 0,6%
í júní en 0,3% í maí Atvinnu-
lausir karlar voru 15 sem er
aukning um 7 meðan atvinnu-
lausar konur voru 55 eða 8
fleiri en í mánuðinum á undan.
Þetta kemur fram í skýrslu
Vinnumálastofnunar um at-
vinnuleysi í júní.
Samanborið við aðra lands-
hluta er atvinnuleysi á Vest-
fjörðum undir landsmeðaltali
sem er 2,1% og töluvert minna
en á höfuðborgarsvæðinu þar
sem það er 2,5% Til saman-
burðar má nefna að minnsta
atvinnuleysið er á Austurlandi
eða 0,7% og það er mest á
Norðurlandi eystra, 2,7%.
Flestir atvinnulausra á Vest-
fjörðum eru konur og jafngild-
ir hlutfallslegt atvinnuleysi
kvenna á Vestfjörðum 3,4%.
Það er sama hlutfall og á höf-
uðborgarsvæðinu en einungis
á Norðurlandi eystra er þessi
tala hærri eða 4,3%. Ef staðan
er borin saman við atvinnu-
ástandið fyrir ári síðan kemur
í ljós að körlum á atvinnuleys-
isskrá hefur fækkað um 10 en
konum um tvær.
Áttatíu og sex störf voru í
boði hjá Svæðisvinnumiðlun
Vestfjarða og er það fjölgun
um tvo frá mánuðinum á und-
an. Ef miðað er við sama tíma
í fyrra hefur orðið veruleg
aukning en þá voru störf í boði
36.
– kristinn@bb.is
Töluvert atvinnuleysi meðal kvenna
Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða hefur óskað eftir
því við iðnaðarráðherra að
hann beiti sér fyrir því að
IMPRA nýsköpunarmiðstöð
á Akureyri setji á stofn skrif-
stofu á Vestfjörðum. Farið
er fram á að skrifstofan hafi
eitt stöðugildi í upphafi en
starfið verði eflt í framhald-
inu í samvinnu við Atvinnu-
þróunarfélag Vestfjarða. Um
yrði að ræða framkvæmd á
tillögu úr Vaxtarsamningi
Vestfjarða um eflingu ný-
sköpunarstarfs í fjórðungn-
um.
Þá gerir Atvest tillögu um
að stofnunin verði staðsett í
þróunarsetri Vestfjarða á Ísa-
firði en þar yrði skrifstofan í
samfélagi stofnana og fyrir-
tækja sem sinna rannsókn-
um, menntun og þjónustu
utan sem innan Vestfjarða,
eins og segir í erindinu. Til-
lagan úr vaxtarsamningi er
svohljóðandi: „Efla ráðgjöf
til að bregðast við fækkun
starfa og lækkun meðallauna
á Vestfjörðum. Lögð verði
áhersla á að auka fjölbreytni
atvinnulífs með eflingu ný-
sköpunar og markaðsstarfs í
nýjum og starfandi fyrirtækj-
um og skapa þannig arðvæn-
leg störf.“
Fram kemur í erindinu að
samkvæmt ákvæðum vaxt-
arsamningsins er gert ráð
fyrir að Atvest hafi umsjón
með framkvæmd hans.
Vill að Impra setji upp
skrifstofu á Vestfjörðum
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf.
Atvinnuþróunarfélagið leggur til að Impra setji á
stofn starfsstöð í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði.
Atlantsolía bauð nýverið út
framkvæmdir við bensínstöð
á Skeiði á Ísafirði og segir
Geir Sæmundsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, að
ákveðið hafi verið að hefja
viðræður við verktaka eftir
verslunarmannahelgi.
„Þetta er eins og gengur á
Íslandi, þegar komið er fram í
júlí hreyfast hlutirnir hægt því
það eru svo margir í sumarfrí-
um“, segir Geir. Aðspurður
vill Geir ekkert segja um hve-
nær framkvæmdir hefjist. „Ég
vil engu lofa, maður er búinn
að segja svo margt um allar
þær bensínstöðvar sem við er-
um að byggja. Reynslan sýnir
að þetta getur tafist af alls kyns
orsökum og lítið hægt að gefa
út fyrr en framkvæmdir eru
hafnar“, sagði Geir.
Félagið sótti um lóðina í
ágúst á síðasta ári og var út-
hlutun lóðarinnar til Atlants-
olíu staðfest í bæjarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar þann 5. nóvem-
ber. Þegar umsókn félagsins
var til umfjöllunar í bæjar-
stjórn Ísafjarðarbæjar sagði
einn af þeim aðilum sem unnu
að málinu fyrir hönd Atlants-
olíu að bensínstöð gæti opnað
90 dögum eftir að lóð væri
úthlutað. – kristinn@bb.is
Atlantsolía ræðir við verktak-
ana eftir verslunarmannahelgi
Lóð Atlantsolíu er við hlið Ljónsins á Skeiði þar sem Bónus er meðal annars til húsa.
30.PM5 6.4.2017, 09:4320