Bæjarins besta - 22.01.2015, Síða 13
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 13
Auglýsing um afnotasamninga af tún-
um og öðru beitarlandi í Bolungarvík
Á fundi umhverfismálaráðs Bolungarvíkurkaupstaðar 11. nóvember
s.l. var samþykkt að kalla eftir samningum, munnlegum sem skriflegum,
vegna afnota af tilgreindum landbúnaðar-svæðum innan sveitarfélagsins.
Þar er átt við tún, uppgræðslusvæði og beitarlönd sem einstaklingar hafa
haft til afnota.
Uppdrættir sem sýna landbúnaðarsvæðin verða til sýnis á bæjarskrif-
stofunni í Ráðhúsinu, Aðalstræti 12 í Bolungarvík og á heimasíðu Bol-
ungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is.
Þeir sem telja sig hafa gilda samninga um eitt eða fleiri svæði eru hér
með beðnir um að framvísa þeim á bæjarskrifstofuna í Bolungarvík, Ráð-
húsinu Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík eða á netfangið byggingarfulltrui@
bolungarvik.is eigi síðar en 6. mars 2015.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Bolungarvík 15. janúar 2015.
Gísli Gunnlaugsson, byggingarfulltrúi.
BOLUNGARVÍKUR-
KAUPSTAÐUR
Segir grein forstjóra MAST yfirklór
„Ef niðurstöður mælinga eru
ekki marktækar, þá er ekkert
mark á þeim takandi. Það var þó
jákvætt að Jón Gíslason viður-
kennir í greininni að mælingin á
eina kindakjötssýninu sem sagt
var yfir mörkum er ekki tölfræði-
lega marktækt. En að öðru leyti
er þessi grein sama yfirklórið og
MAST hefur sýnt frá því að málið
kom fyrst upp,“ segir Gísli Hal-
ldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar, um grein Jóns
Gíslasonar forstjóra Matvæla-
stofnunar (MAST) í Fréttablað-
inu. Í greininni sagði Jón meðal
annars um díoxín í lambakjöti úr
Engidal: „Þar sem mælingin
sýndi ekki marktæka niðurstöðu
yfir hámarksgildi, þá gæti meng-
unin verið minni. Með sömu rök-
um gæti mengunin einnig verið
meiri! Eigum við þá að láta sem
ekkert sé?“
Gísli Halldór furðar sig á þess-
um orðum Jóns. „Þetta er töl-
fræðitúlkun sem stenst ekki
nokkra skoðun. Og rétt eins og í
skýrslu MAST um díoxínmeng-
un í Engidal, þá er verið að sópa
yfir mistök MAST í málinu.
Stofnunin setti sölubann á kinda-
kjöt byggt á mælingu sem ekki
er marktæk og þeir hafa verið að
klóra yfir það allar götur síðan,“
segir Gísli Halldór.
Hann hefur skoðað frumgögn
dönsku rannsóknastofunnar sem
framkvæmdi mælingu á díoxín-
mengun í Engidal. Hann segir
niðurstöður Dananna ekki ríma
við skýrslu MAST um málið.
„Hvað þetta varðar er skýrslan
þvættingur og hún er notuð til að
sópa yfir það sem kom fram í
rannsóknum og látið í veðri vaka
að menguð sýni hafi verið fleiri
en þau voru í raun. Í þeim niður-
stöðum sem ég hef séð fannst
bara eitt kjötsýni sem fór yfir
hámarksgildi og það var í nauta-
hakki, skýrslan segir hinsvegar
að 2 sýni af 13 hafi verið eðlileg.
Og byggt á þessu eina nauta-
hakkssýni var öllum fjárstofni í
Engidal slátrað.“
Jón segir í greininni að MAST
hafi ekki fyrirskipað slátrun á
gripum. Gísli Halldór segir að
það sé rétt í sjálfu sér en spyr
hvort bændur í Engidal hefðu átt
að halda fé sem gæludýr. „Ef
stofnun eins og MAST er búin
að dæma féð mengað og ósölu-
hæft, byggt á einni ómarktækri
mælingu, þá skil ég vel að menn
slátruðu sínu fé. Þetta eru ekki
gæludýr.“
Gísli Halldór segir að réttast
hefði verið af MAST að fyrir-
skipa frekari mælingar þegar nið-
urstöður dönsku rannsóknastof-
unnar lágu fyrir. „Þeir fundu eng-
in sýni úr kindakjöti sem voru
marktækt yfir mörkum og það
hefði átt að vera tilefni til að af-
létta sölubanni eða gera frekari
rannsóknir. Þeir bera því við að
það rannsóknirnar séu dýrar, en
það er líka dýrt að slátra öllu fé í
Engidal. Þetta var gríðarlegt tjón.
Ég tel meiri líkur að þeir hefðu
ekki fundið marktæka díoxín
mengun í kindakjöti við frekari
rannsóknir og til að réttlæta sölu-
bannið og ofsafengin viðbrögð
er stofnunin enn að láta það
hljóma eins og það hafi fundist
kindakjötssýni yfir mörkum.“
Gísli Halldór segir það vera
alveg ljóst að mengun frá Funa
hafi verið yfir leyfilegum mörk-
um. „Losun þungmálma og ým-
issa efna var yfir mörkum, fjölda
fólks til óþæginda og okkur til
mikils ósóma. Einnig var um að
ræða mikla losun á díoxíni, þó
engin mörk um díoxín í útblæstri
sorpbrennsla hafi verið í gildi á
Íslandi á þeim tíma. Málefni Funa
höfðu verið í ólestri í lengri tíma
enda var búið að ákveða lokun
Funa áður en þetta díoxín mál
komu upp. Ekki þurfti annað en
að flýta þeirri lokun til að bregð-
ast hratt við fréttunum.“
Ísafjarðarbær hefur verið í
samningaviðræðum við bændur
um bætur og hefur verið samið
við tvo eigendur búfjár í Engidal,
en ekki hefur náðst samkomulag
við bóndann í Efri-Engidal sem
varð fyrir mesta tjóninu. Bæjar-
yfirvöld lýsa samt sem áður engri
ábyrgð á tjóninu. „Það er óum-
deilt að bændur urðu fyrir miklu
tjóni og það er búið að tengja það
tjón við Ísafjarðarbæ. Það var
enginn annar að fara að greiða
þeim bætur og því ákváðu bæjar-
yfirvöld að semja við bændurna
um bætur, en það þýðir ekki að
bærinn gangist við ábyrgð á
tjóninu. Það hefði verið hægt að
komast hjá þessu tjóni ef vinnu-
brögð MAST hefðu verið með
öðrum hætti“ segir Gísli Halldór.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.