Bæjarins besta - 10.09.2015, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 10. SEPTEMBER 2015
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Aukin framleiðsla Arnarlax á laxi í Arnarfirði
um 7.000 tonn
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Laugavegi 166, Reykjavík. Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslu
Arnarlax ehf. er einnig að finna á heimasíðu stofnunarinnar:
www.skipulagsstofnun.is.
Þeir létu heldur ófriðlega
víkingarnir á Vésteinsvöllum í
Haukadal laugardaginn 5. sept
ember, börðust illúðlega með
allskyns atgeira og sverð, bitið
var í skjaldarrendur og menn
nánast höggnir í herðar niður.
Ekki fóru þó allir með ófriði,
einn bruggaði kjetsúpu af bestu
gerð og annar hamraði járnið við
Víkingahátíð á slóðum
Gísla Súrssonar
eldinn. Innandyra stóðu konur
við handverkið og börnin rísluðu
sér á gólfum. Nokkrir gengu
um söguslóðir Gísla Súrsonar
undir góðri leiðsögn Þóris Arnar
Guðmundssonar enda er það
nauðsynlegt að vita hvar haugar
Vésteins og Þorgríms eru, hvar
Sæból stóð til forna og hvernig
þessu háttaði öllu til. Og á meðan
sumir sátu við borð spákonunnar
fóru aðrir á hestbak eða nutu
náttúrufegurðarinnar í Haukadal.
Að lokum var stiginn hringdans
að víkingasið.
Viðburðurinn er skipulagður
af Elfari Loga og hans fólki
en að baki stóð Menningarráð
Vestfjarða.
BS
– Ert þú utan höfuðborgarsvæðisins?
– Langar þig að ná fastari tökum á heilsunni með hjálp fagfólks?
– Getur þú æft sjálfstætt en vantar stuðning til að komast af stað?
– Viltu laga til í mataræðinu?
- Þín brú til betri heilsu
www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010
Nánari upplýsingar í síma 5601010
Fjarnám
með stuðningi fagaðila - þrír mánuðir
Hátt í 100 krakkar komu við
í íþróttahúsinu á Torfnesi á
laugardag þegar KFÍ hélt körfu
boltadaginn og sjaldan hafa
jafn margir krakkar komið á
körfuboltadag. Rífandi stemmn
ing var í salnum en það voru
leikmenn meistaraflokks karla
ásamt þjálfurum yngri flokka
sem héldu utan um leiki og ýmsar
boltastöðvar. Sumir iðkendur
hrepptu veglega vinninga í sting
er og 3. stiga keppnum og allir
fóru heim með plakat af íslenska
landsliðinu í körfubolta sem hóf
einmitt leik gegn Þýskalandi rétt
í þann mund sem körfuboltadeg
inum lauk.
Foreldrar og forráðamenn
fjölmenntu með krökkunum og
mörg ný andlit í þeim hópi. Það
er von barna og unglingaráðs
að sem flest áhugasöm börn láti
verða af því að kíkja á æfingar
hjá viðeigandi aldurshópum.
Það kostar foreldra ekkert að
leyfa yngstu krökkunum að æfa
körfubolta og nýir iðkendur í
minnibolta eldri og uppúr æfa
gjaldfrjálst fyrstu tvo mánuðina.
Farið verður á minniboltamót við
hæfi hvers aldursflokks í vetur en
krakkar í 7. flokki og eldri taka
þátt í Íslandsmótum KKÍ.
Barna og unglingaráð KFÍ
vill koma á framfæri þakklæti
til meistaraflokks fyrir aðstoðina
á laugardaginn og sömuleið
is þakkar ráið að þessu sinni
sérstaklega tveimur dyggum
styrktaraðilum yngri flokkanna
en það eru Samkaup og H.V.
umboðsverslun á Ísafirði.
100 krakkar á
körfuboltadegi KFÍ