Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.2003, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 05.02.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamaður: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Fréttavefur: www.bb.is Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. RITSTJÓRNARGREIN Gamla apótekiðbb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Íbúð til sölu! Til sölu er 4ra herbergja íbúð á 3. hæð að Stór- holti 7. Íbúðin er 117m² í góðu ástandi. Mjög fallegt útsýni. Upplýsingar í símum 456 4643 og 899 0743. Vel er að verki staðið með ákvörðun ráðuneyta dóms-, félags- og heilbrigðismála að styrkja Gamla apótekið á Ísafirði með myndarlegu fjárframlagi þetta ár og hið næsta. Með Ísafjarðarbæ, sem fjórða hjól undir vagninum, er tilvist Gamla apó- teksins tryggð næstu tvö árin. Þótt peningar séu sagðir afl þeirra hluta sem gera skal, er mikilvægt að halda til haga ástæðunni fyrir liðveislu hins opinbera. Í henni birtist mat þeirra ráðuneyta, sem hafa með að gera þá þætti sem mestu skipta í lífi hvers þjóðfélagsþegns, á því starfi sem byggt hefur verið upp í Gamla apótekinu á Ísafirði, menningarhúsi ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum; stuðningur við brautryðjendastarf sem vakið hefur verðskuldaða athygli langt út fyrir hreppamörk; yfirlýsing um að hlúa beri að viðleitni ungs fólks til að styðja hvert annað á hálum brautum, þar sem hætt er við að mörgum skriki fótur. „Þetta er gríðarleg viðurkenning og stórt skref. Þetta er staðfesting á því sem Gamla apótekið hefur haldið á lofti“, sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísa- fjarðarbæ, þegar hann ásamt ráðherrum hinna þriggja ráðuneyta hafði undirritað samkomulagið um styrkveitingu til Gamla apóteksins. Og hann bætti við: „Það er klárt mál að Gamla apótekið hefur haft góð áhrif á samfélagið. Mikil velvild í garð þess endurspeglar hvað samfélagið er ánægt með þetta starf og hvað starfið er merkilegt í heild sinni.“ Ef til vill er þó ánægjulegast við þetta allt saman, að með þessum stuðningi ráðu- neytanna og Ísafjarðarbæjar er þungum áhyggjum létt af því fólki, sem á undan- förnum árum hefur orðið að eyða alltof miklum tíma í ná saman endum fjárhagslega. Nú getur það í auknum mæli snúið sér að hinu innra starfi. Aðstandendum Gamla apóteksins er óskað til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. Gamla apótekið trónar við aðalgötu Ísafjarðarbæjar. BB veit með vissu að þangað leitar margur ferðamaðurinn á góðum sumardegi auk hinna mörgu heimamanna, sem þar eru daglegir gestir. BB fer einnig nærri um að eigandi húss- ins, Landsbanki Íslands, hefur reynst haukur í horni Gamla apóteksins í gegnum tíðina. Gamla apótekið setur svip sinn á bæjarlífið og er eitt af því sem við getum verið stollt af í bæjarfélaginu. s.h. Flutningabíll á suðurleið fór út af veginum við brúna neðan við Djúpmannabúð í Mjóa- firði á fimmtudagskvöld í síð- ustu viku. Bíllinn valt en öku- maður mun hafa sloppið ómeiddur. Ekki er vitað um skemmdir á bíl eða farmi. Ekkert ferðaveður var á norð- anverðum Vestfjörðum um kvöldið vegna hálku og hláku og hvassviðris. Menn úr björgunarsveitinni Kofra í Súðavík voru kvaddir til að- stoðar á þjóðveginum við Hattardal í Álftafirði þar sem vandræði höfðu orðið vegna hálkunnar og veðursins. Þá lentu tveir bílar í erfið- leikum á leiðinni yfir Eyrar- fjall í Djúpi vegna óveðurs og flughálku. Lögreglunni á Ísa- firði barst tilkynning um þetta á ellefta tímanum um kvöldið. Menn sem fóru til aðstoðar hjálpuðu ferðalöngunum nið- ur og komust þeir í Reykjanes. Annar ökumaðurinn hélt síð- an ferðinni áfram áleiðis til Ísafjarðar, þrátt fyrir viðvar- anir þess efnis að ekkert ferða- veður væri á þessari leið, og voru björgunarsveitir og lög- regla í viðbragðsstöðu um nóttina. Ökumaðurinn lét síðan lög- reglu vita laust eftir klukkan sjö á föstudagsmorgun að hann væri kominn til Ísafjarð- ar. Lögreglan á Ísafirði segir það forkastanlegt að halda fjölda fólks í óvissu og spennu vegna háttalags af þessu tagi. Flutningabíll valt í Mjóafirði Hálka og hvassviðri olli erfiðleikum í Ísafjarðardjúpi Þingeyri Tvær stutt- myndir í vinnslu Elstu bekkir Grunnskól- ans á Þingeyri eru nú að gera frá grunni tvær stutt- myndir undir handleiðslu Einars Þórs Gunnlaugs- sonar kvikmyndagerðar- manns („Þriðja nafnið“). Kvikmyndagerðin er þátt- ur í þemadögum skólans en viðfangsefni þeirra er atvinnulífið. Nemendurnir hafa frjálsar hendur að vinna með Einari Þór að handriti, tökum og klipp- ingu. „Önnur myndin er kom- in í klippingu en hin er í tökum. Það ríkir alger leynd yfir efni þeirra þar til á frumsýningu“, segir Rakel Brynjólfsdóttir kennari, sem hefur umsjón með þemadögunum á Þingeyri. Yngstu bekkirnir í skól- anum heimsóttu fjósið á Höfða í Dýrafirði og Mjólkurstöðina á Ísafirði og vinna úr þeirri reynslu á sinn hátt. „Þau hafa sínar aðferðir við að koma nið- urstöðunum á framfæri, eins og að segja ferðasög- una í máluðum myndum og á ýmsan annan hátt“, segir Rakel. Nemendur 3. og 4. bekkjar kynntu sér líka feril mjólkurinnar en heimsóttu að auki Fisk- vinnsluna Fjölni á Þing- eyri. Sjá nánar á bb.is Tilboð í gerð trébryggju við Suðurgarð í Súðavíkurhöfn voru opnuð í síðustu viku. Sex tilboð bárust og eitt frávikstilboð að auki og reyndist afar mikill munur á tilboðsfjárhæðum. Lægsta tilboð, tæplega 7,9 milljónir króna, áttu Íslenskir verktakar ehf. í Mosfellsbæ. Hæsta tilboðið sem var frá Spýt- unni ehf. á Ísafirði var tæplega 19,6 milljónir króna eða nær- fellt 150% hærra en lægsta boð. Kostnaðaráætlun var liðlega 10,9 milljónir króna. Lægsta boð var því um 72,2% af kostnað- aráætlun en hæsta boð um 79,1% yfir kostnaðaráætlun. Aðrir sem buðu í verkið voru Guðlaugur E. Einarsson ehf. í Hafnarfirði sem bauð tæplega 8,7 mkr, G.S. Trésmíði í Súða- vík sem bauð tæplega 10,2 mkr, Hafnasandur sf. í Garðabæ sem bauð rúmlega 13,1 mkr og Hólsvélar ehf. í Bolungarvík sem buðu tæplega 17,9 milljónir króna. Frá lægstbjóðanda barst einnig frávikstilboð en heildartölur vantaði. Frávikið felst í notkun rörstaura með steypu í stað tré- staura eins og gert var ráð fyrir í útboði. Við fyrstu sýn virðist kostnaður hækka við þetta um nokkur hundruð þúsund. Tilboðin voru opnuð á sama tíma á skrifstofu Súðavík- urhrepps og hjá Siglingamálastofnun Íslands í Kópavogi. Engar athugasemdir komu fram frá bjóðendum við opnun til- boðanna. Gríðarlegur munur á tilboðum í smíðina Smíði trébryggju við suðurgarð Súðavíkurhafnar Unnið við skjólgarð í suðurhöfninni í Súðavík haustið 2001. 05.PM5 18.4.2017, 10:232

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.