Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.2003, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 05.02.2003, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 5 Stuttar af bb.is KFÍ yfirspil- aði Hött KFÍ vann tvo stórsigra á Hetti frá Egilsstöðum í 1. deild karla um helg- ina. Liðið vann fyrri leik- inn með 46 stiga mun (108-62) en þann seinni með 38 stiga mun (107- 69). Vörnin hjá KFÍ var mjög góð í leikjunum um helgina og skoraði liðið fjölda stiga úr hraðaupphlaupum. Í fyrri leiknum skoraði Baldur Ingi Jónasson átta þriggja stiga körfur í ell- efu tilraunum og var stigahæstur með 24 stig. Alls skoraði liðið sextán þriggja stiga körfur í leiknum. Eftir leiki helgarinnar er KFÍ í efsta sæti með 22 stig. Reynir í Sandgerði er með 20 stig en hefur leikið tveimur leikjum minna. Höttur er sem fyrr í sjöunda sæti með 8 stig. Bílvelta í Ön- undarfirði Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíll fór út af veginum um Önundarfjörð á laugar- dagskvöld. Fernt var í bílnum þegar hann fór út af og féll niður tvo til þrjá metra og hafn- aði í fjörunni rétt innan við Flateyri á tíunda tímanum. Hálka var og blint. Bíllinn var fjar- lægður með vörubíl. Sá sem fluttur var á sjúkrahús var ekki tal- inn alvarlega slasaður. Hjónin Arndís Baldursdóttir og Gylfi Sigurðsson voru á meðal gesta á þorrablótinu. Þar voru einnig þeir Magnús Jóhannsson og Finnbogi Sveinbjörnsson sem hér fær sér vænan slurk af íslensku brennivíni. Hjónin Sigrún Jóna Sigurðardóttir og Halldór Friðbjarnar- son fá sér snúning. Sveinn Guðjónsson, verkstjóri hjá HG ásamt gestum. Með smábarn laust í fanginu Í liðinni viku varð lög- regla þess vör, að tæp- lega þriggja ára gamalt barn sat í fangi fram- sætisfarþega bifreiðar, sem var í akstri á Ísa- firði. Barnið sat laust í fangi farþegans, sem var fullorðinn rétt eins og ökumaðurinn. Lögreglan segir að það heyri sem betur fer til undantekn- inga að ökumenn láti sér detta í hug að taka þá áhættu sem athæfi af þessu tagi hefur í för með sér. Ökumaðurinn má búast við sektum vegna þessa lögbrots. Fjórir bifreiðaeigendur voru kærðir í liðinni viku þar sem þeir höfðu van- rækt að færa ökutæki sín til lögbundinnar skoðunar. Tveir öku- menn voru kærðir fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og einn ökumaður var stöðvaður réttindalaus í akstri í umdæmi lögregl- unnar á Ísafirði. Sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum Hjá sveitarstjórnarmönnum í Súðavíkurhreppi er óvenju- lega mikið annríki þessa dag- ana þar sem verið er að ganga frá fjárhagsáætlun fyrir sveit- arfélagið. Einnig er á lokastigi vinna við að koma á fót sam- eiginlegri barnaverndarnefnd fyrir Súðavíkurhrepp, Ísa- fjarðarbæ og Bolungarvík. „Við höfum verið að fjalla um fyrirkomulag barnavernd- armála á sameiginlegum vett- vangi sveitarfélaganna þriggja og svo með okkar fólki. Ætl- unin er að leggja þetta fyrir hreppsnefndina til kynningar. Síðan verður málið tekið fyrir á sameiginlegum fundi sveit- arstjórnarmanna á svæðinu í þessari viku“, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súða- víkurhreppi. Sveitarfélögin þrjú hafa í vinnu sinni aðallega stuðst við samning Reykjanesbæjar við nágrannasveitarfélögin. „Þetta gengur út á það að við munum reka sameiginlega barnaverndarnefnd en halda okkar félagsmálanefnd eftir sem áður“, segir Ómar. „Ísa- fjarðarbær er að gera góða hluti í barnaverndarmálum og býr yfir mikilli þekkingu á því sviði. Það er því mikill kostur fyrir okkur að hafa að- gang að þeim reynslusjóði. Þrátt fyrir að það séu lagabók- stafir sem mæla fyrir um þess- ar breytingar, þá er mikill hug- ur í okkur að ganga inn í þetta samstarf. En út af tímasetning- um í lögunum er þörf á að klára þessa vinnu sem fyrst.“ Ein sameiginleg barnaverndarnefnd Heilsubærinn Bolungarvík Íþrótta- og heilsu- hátíð undirbúin Áhugafólk um heilsu- samlegt líferni ætti að merkja við laugardaginn 15. febrúar en þá verður haldin heilsu- og íþróttahátíð á veg- um Heilsubæjarins Bolung- arvíkur. Sigrún Gerða Gísla- dóttir hjúkrunarfræðingur vinnur að undirbúningnum og segir að verið sé að ganga frá lokahnútunum þessa dagana. „Þetta verður mjög vegleg hátíð og við ætlum að reyna að fá sem flesta til að taka þátt í henni með okkur“, segir hún. Stefnt er að því að birta fullmótaða dagskrá og byrja að kynna hátíðina í næstu viku. Margt forvitni- legt mun verða þar á boð- stólum. Meðal gesta sem væntanlegir eru á hátíðina má nefna heilsuræktarfröm- uðinn Magnús Scheving. Heilsubæjarverkefnið í Bolungarvík hefur nú verið við lýði í nokkur ár. Haldnar hafa verið fjölsóttar ráð- stefnur og efnt til margvís- legra viðburða síðan „Heil- subærinn Bolungarvík“ varð til. Ísafjarðarbær og Listaskóli Rögnvaldar í samstarf Starfsemin einstök á landsbyggð- inni og dýrmæt fyrir samfélagið Gerð hafa verið drög að samningi um samstarf Lista- skóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði og Ísafjarðarbæjar, í framhaldi af yfirlýsingu Hall- dórs Halldórssonar bæjar- stjóra í stefnuræðu hans við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 skömmu fyrir jól. Meðal áhersluatriða bæjar- stjóra var að óskað yrði eftir viðræðum við Listaskóla Rögnvaldar vegna aukins samstarfs sem „byggi fyrst og fremst á sérstöðu skólans sem alhliða listaskóla. Hér er um að ræða starfsemi sem er ein- stök á landsbyggðinni og því mjög dýrmæt fyrir samfélag- ið“, eins og bæjarstjóri komst að orði. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að ganga frá samningi við LRÓ samkvæmt þeim drögum sem fyrir liggja. Þá mun fjárfram- lag bæjarins til skólans og starfsemi hans hækka veru- lega. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er til húsa í Edinborg á Ísafirði. 05.PM5 18.4.2017, 10:235

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.