Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.2003, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 05.02.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 11 Tilboð óskast í skrif- stofuhúsnæði á 3. hæð í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði SALA 13201; skrifstofuhúsnæði á 3.hæð í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Um er að ræða 40,97m² séreign á 3. hæð eða 54,9m² að skiptar flatarmáli. Brunabóta- mat er kr. 8.134.000.- og fasteignamat er kr. 3.141.000.- Húseignin er til sýnis í samráði við Óla M. Lúðvíksson, símar 450 3715 og 897 3733. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað og hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11:00 þann 12. febrúar 2003, þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda er þess óska. Foreldrar barna við Grunnskóla Ísafjarðarbæjar Krefjast úrbóta í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði þegar í stað „Við undirritaðir foreldrar barna við Grunnskóla Ísa- fjarðarbæjar krefjumst þess að nemendum skólans verði þegar í stað tryggð fullnægj- andi aðstaða til náms í hús- næði sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. Í dag fer kennsla yngstu bekkjanna fram í aldargömlum hjalli sem hvorki heldur vatni né vindum eða er forsvaranlegur með til- liti til eldvarna. Foreldrar eru ekki tilbúnir til að sætta sig við þetta ástand lengur né bíða í nokkur ár eftir viðhlítandi lausn. Skorað er á bæjaryfir- völd að koma upp færanleg- um kennslustofum strax í vet- ur til bráðabirgða fyrir yngstu bekkina svo að skólahald geti farið fram með eðlilegum hætti.“ Þannig hljóðar áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem liðlega 270 manns, for- eldrar og aðstandendur barna í Grunnskólanum á Ísafirði, skrifuðu undir og afhent var fulltrúum Ísafjarðarbæjar í síðustu viku. Eyleif Björg Hauksdóttir, Guðrún Karls- dóttir og Ingibjörg Guðný Kjartansdóttir, mæður barna í 1. og 2. bekk Grunnskólans á Ísafirði, afhentu Halldóri Halldórsyni bæjarstjóra og Bryndísi Friðgeirsdóttur full- trúa minnihluta bæjarstjórnar undirskriftirnar á skrifstofu bæjarstjóra. Vilja þær með þessu leggja áherslu á að nú- verandi aðstaða barna á 2. hæð gamla barnaskólans sé óvið- unandi og að til tafarlausra aðgerða verði að grípa svo að börnin þurfi ekki að mæta þar aftur til kennslu í haust. Fulltrúar bæjarstjórnar og foreldrarnir ræddu málefni skólans í rúma klukkustund. Bæði Halldór og Bryndís voru sammála foreldrunum í því að ástandið væri óviðunandi. Halldór sagði að of mikil orka hefði farið í það gegnum tíðina að ræða hvort rífa ætti gamla barnaskólann en nú lægi fyrir að ekki væri hægt að rífa hús- ið, hvort sem menn hefðu áhuga á því eða ekki. „Húsið hefur ekki verið friðað form- lega en húsafriðunarnefnd hefur gert okkur skýra grein fyrir því að beitt verði ákvæð- um um skyndifriðun ef bæjar- stjórn sýni einhverja tilburði til að rífa húsið“, sagði Hall- dór. Bryndís Friðgeirsdóttir kenndi um árabil í húsinu og tók undir sjónarmið foreldra varðandi erfiðan aðbúnað þar. Sagði hún að í gegnum tíðina hefðu kennarar verið smeykir við eldhættu og fundið fyrir leka og öðrum vandamálum í húsinu. Í máli fundarmanna kom þó fram að ekki væri við húsið að sakast, sem gæti ver- ið hin mesta prýði, heldur frekar áralanga vanrækslu og að það uppfyllti ekki lengur þær kröfur sem gerðar væru til húsnæðis fyrir barnakenn- slu. „Við sjáum að húsið er ótrú- lega vel byggt, að það skuli standa uppi, miðað við það viðhaldsleysi sem það hefur mátt þola“, segir Bryndís. Lagði hún áherslu á að bygg- ingarsaga skólahúsanna væri að hennar dómi hreinasta hörmung sem staðið hefði yfir afar lengi. Menn hefðu verið fastir í því gegnum tíðina að rífast um byggingar og ekki tekist að horfa fram á við. „Húsbyggingamál Grunn- skólans snúast ekki um gamla barnaskólahúsið. Húsafriðun- arnefnd er ekki blóraböggull- inn í málinu. Það eina sem hefur komið út þessu hug- myndaflugi er 100 milljón króna bráðabirgðalausn úti í Kaupfélagi“, sagði Bryndís. Halldór Halldórsson grein- di frá því að nú væri starfandi undirbúningshópur vegna byggingar framtíðarhúsnæðis fyrir Grunnskólann á Ísafirði og að honum væri ætlað vinna hratt á grunni þeirra tillagna sem komu fram í hugmynda- samkeppni nú í vor. Honum væri m.a. falið að leysa það vandamál hvað yrði um börn- in í haust ef til framkvæmda kæmi en sagði vandkvæðum bundið að koma við færanleg- um kennslustofum vegna plássleysis. Vænlegra þætti að reisa hið fyrsta byggingu sem félli inn í framtíðarmynd skólahúsnæðisins og hefði 6 til 8 kennslustofur, þannig að hægt yrði að rýma gamla barnaskólann. Í lok fundarins lögðu mæð- urnar áherslu á það sjónarmið sitt að um væri að ræða ófremdarástand og að börnin ættu ekki að þurfa að fara upp á 2. hæðina í gamla barnaskól- anum aftur í haust. Halldór tók undir það og segir það vera stefnu bæjarins að bæta úr þessum málum. „Fyrst var að leysa úr fjárhagsvandræð- um sveitarfélagsins, nú getum við farið að gera eitthvað. Hérna áður fyrr var bara hægt að tala því að það voru engir peningar til“, sagði bæjar- stjóri. Bryndís Friðgeirsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Halldór Halldórsson, Ingibjörg Kjartansdóttir og Eyleif Hauksdóttir. Það var glatt á hjalla á leikskólanum Sólborg á Ísafirði í kaffinu á mánudagsmorgun þegar nemendur og kennarar héldu upp á fimm ára afmæli skólans. Öll börnin á Sólborg sungu saman og gæddu sér á forkunnarfögrum afmælis- kringlum frá Bakaranum sem á var glassúr í einkennislit hverrar deildar. Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri seg- ir að afmæliskringlurnar og söngurinn hafi fallið í góðan jarðveg hjá börnunum. Þegar mun vera farið að hugsa næstu fimm ár fram í tímann og ætlunin er að halda enn betur upp á tíu ára afmælið þegar að því kemur. Meðfylgjandi mynd var tekin í afmælisfagnaðinum á Sólborg. Fimm ár frá opnun leikskólans Sólborgar 05.PM5 18.4.2017, 10:2311

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.