Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.05.2003, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 14.05.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamaður: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Fréttavefur: www.bb.is Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. RITSTJÓRNARGREIN Morgungjöfin gleymdist ekkibb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Flosi Arnórsson stýrimaður frá Ísafirði Hefur það gott í Dubai nema hvað honum leiðist Flosi Arnórsson stýri- maður á Ísafirði hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í Du- bai við Persaflóa í rúman hálfan mánuð, sakaður um ólöglegan vopnaburð. Hann hefur það bærilegt ef frelsis- skerðingin er frátalin enda munu mannréttindi og með- ferð handtekinna manna vera í betra horfi í Samein- uðu arabísku furstadæmun- um en víða annars staðar. Helst er að honum leiðist bið- in. Hann fær að hringja sem snöggvast með ákveðnu milli- bili og raunar oftar en reglur í fangelsinu segja til um. Flosi hefur nú fengið lögmann en í þessari viku á að koma í ljós hvort ákæra verður gefin út í málinu. Meðferð mála virðist vera fremur hægvirk á þessum slóðum en þeir sem til þekkja telja afar ólíklegt að Flosi fái þungan dóm, verði hann á annað borð sakfelldur og dæmdur. Líklegast sé þó að málið verði látið niður falla. Ef ákæra verður gefin út má hins vegar búast við að enn muni reyna talsvert á þolin- mæðina hjá Flosa. Fram hefur komið í fréttum hérlendis að Flosi hafi verið fluttur til Abu Dhabi, höfuð- borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en það er rangt. Hann var og er enn í sama flugvallarfangelsinu í Dubai. Flosi var handtekinn á flug- vellinum í Dubai á heimleið með fjórum íslenskum skips- félögum sínum eftir að hafa komið fiskiskipinu Svani RE til nýrra eigenda. Hann hafði Flosi Arnórsson stýrimaður. í fórum sínum gamlan rúss- neskan riffil úr eigu eins af skipverjunum á Júlíusi Geir- mundssyni ÍS. Flosi reyndi ekki að leyna rifflinum þeg- ar hann fór í gegnum eftir- litskerfið á flugvellinum í Dubai heldur lét vita af hon- um að fyrra bragði. Snjóflóðavarnir við Seljaland á Ísafirði Vesturvélar buðu lægst Vesturvélar ehf. áttu læg- sta tilboð í gerð snjóflóða- varna við Seljaland á Ísafirði eða 239,7 milljónir króna. Það eru 69,6% af kostnaðar- áætlun sem var 344,3 millj- ónir króna. Sex tilboð bárust og voru fimm þeirra undir kostnað- aráætlun. Aðrir sem buðu í verkið voru Kubbur ehf. (269,4 mkr), Íslenskir aðal- verktakar hf. (316,6 mkr), Ístak hf. (317,2 mkr), Afrek ehf. og ET ehf. (329 mkr) og Suðurverk hf. (354,5 mkr). Um er að ræða 650 m langan leiðigarð og níu snjóflóðakeil- ur. Reiknað er með að verkið geti hafist um næstu mánaða- mót og taki tvö ár. Verkið hefst með því að gróðurþekja verður fjarlægð úr garðstæði og flóðafarvegi og geymd til síðari nota. Leiði- garðurinn verður byggður að öllu leyti úr efni á staðnum sem fæst við gröft og mótun flóðafarvegar. Þá ber verk- taka að ganga frá yfirborði leiðigarðs og flóðafarvegar, gera göngustíga og nauð- synlega vegslóða, gera frá- rennslisskurð og breyta farvegi Seljalandsár á tveim- ur stöðum. Þá skal verktaki leggja nýjan aðkomuveg að skíðasvæðinu á Seljalands- dal í gegnum leiðigarðinn. Loks skal hann ganga frá lögnum veitustofnana sam- kvæmt fyrirmælum þeirra. Ríkisstjórnin hélt velli í kosningunum á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi og fjórum þingmönnum. Framsókn vann „varnarsigur“ eins og það heitir í boltanum þegar menn ná markalausu jafntefli, hélt fastafylginu, þ.e. þeim kjósendum sem flokkarnir telja sig geta gengið að á garðanum. Frjálslyndi flokkurinn náði góðum árangri, tvöfaldaði þingmannatölu sína á landsvísu og í kjördæmi formannsins. Vinstri-grænir stóðu nánast í stað en misstu eigi að síður mann fyrir borð. Samfylkingin komst yfir „múrinn“ og þar á bæ fjölgaði þing- mönnum um þrjá. Aðrir höfðu ekki erindi sem erfiði. Atinu á hringleikasviði stjórnmálanna er lokið að sinni. Við töku hasarmynda standa hinir vígamóðu ósárir að mestu upp að leik loknum. Eins er í pólitíkinni. Þó er sá munur á að leikaraskarinn kemst allur á Óskarshátíðina meðan föllnu þing- mannsefnin híma álengdar. En það er fleira í spilunum. Morgungjöf Kjaradóms er orðin föst ábót í buddur embættismanna að loknum þingkosningum. Morguninn eftir alþingiskosningarnar 1999 vöknuðu nýkjörnir þingmenn upp við það að Kjaradómur hafði fært þeim morgungjöf í tilefni dagsins; nær þriðjungs launahækkun, sem ákveðin hafði verið daginn áður, en ekki kunngjörð af einskærri tillitssemi! Að þessu sinni lá morgungjöfin ekki á náttborðum þingmanna og ann- arra æðstu embættismanna þjóðarinnar strax að morgni fyrsta dags eftir kosningar, þótt ákveðin hafi verið á kjördag. Kjaradómur brennir sig ekki tvisvar á sama soð- inu. Nú var beðið fram á hinn annan dag, þegar mesta víman var runnin af mönnum. Alvaran tekin við. Viðræður hafnar um stjórnarmyndun. En, nú var reyndar ekki fyrir að fara fyrri rausn: Hækkun frá tíund að fimmtungi á gildandi laun var nú látin nægja í stað þriðjungs fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir nánasarháttinn verður þó ekki annað sagt en að Kjaradómur sjái um sína. Viðræður stjórnarflokkanna eru raunsæ fyrstu viðbrögð við niðurstöðum kosn- inganna. Hvernig fer skal ósagt látið. Harla ólíklegt er þó að umfang skattalækkana og breytingar á kvótakerfinu, svo dæmi séu tekin, standi í vegi fyrir endurnýjun stjórnarsáttmálans. Og eru einhverjar líkur á að til ágreinings komi um leiðarljós Kjaradóms, sem mælistiku að kjarabótum til annarra þegna þjóðfélagsins? Bíðum og sjáum hvað setur. s.h. Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði opnað á ný Næstbesti kaffibarþjónn í heimi starfar sem gestur Veitingastaðurinn í Faktors- húsinu í Hæstakaupstað á Ísa- firði verður opnaður á ný eftir vetrarlokun kl. 14 á föstudag. Þá um kvöldið verður þar við kaffigerðina Ása Jelena Pett- erson, sem er ekki aðeins Ís- landsmeistari kaffibarþjóna 2003 heldur varð hún í öðru sæti í Heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna sem haldin var í Boston í síðasta mánuði. Ása verður einnig við störf í Fakt- orshúsinu á laugardag, 17. maí, sem er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Hún er uppalin í Norður-Noregi en af sænsk- um ættum og starfar að jafnaði sem kaffibarþjónn á Kaffitári í Bankastræti í Reykjavík. Eins og í fyrra vonast gest- gjafar í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað til að sjá sem allra flest norskættað fólk og tengt Noregi og Norðmönnum á þjóðhátíðardaginn. Á norð- ursvæði Vestfjarða hefur margt manna af norskum ættum búið um langan aldur. Má þar minnast á ættarnöfn eins og Aspelund, Lyngmo, Hestnes, Lyngmo, Olsen og Överby og fleiri. Auk þeirra eru á svæðinu fjölmargir sem hafa stundað nám í Noregi. Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði. Tónlistarhátíðin Við Djúpið Haldin á Ísafirði og í Bolungarvík í júní Dagana 19.-23. júní nk. verður haldin tónlistarhátíð og námskeið á Ísafirði og í Bol- ungarvík sem ber nafnið „Við Djúpið“. Aðalskipuleggjend- ur hátíðarinnar eru þau Pétur Jónasson, gítarleikari og Guð- rún Birgisdóttir, flautuleikari, en auk þeirra koma þar fram Jónas Ingimundarson, píanó- leikari og Ólafur Kjartan Sig- urðarson, baritonsöngvari. Þau eru öll löngu lands- þekktir og reyndir tónlistar- menn og munu kenna í báðum bæjarfélögunum og halda ferna stórtónleika auk þess sem haldnir verða minni tón- leikar, nemendatónleikar og aðrar uppákomur og skemmt- anir. Meðan á hátíðinni stendur verður leitast við að kynna Djúpið fyrir þátttakendum. 19.PM5 18.4.2017, 11:032

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.