Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.05.2003, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 14.05.2003, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 3Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Styrkir Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum aug- lýsir styrki vegna sumardvalar árið 2003. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Umsóknir berist til stjórnar SFV í pósthólf 288. ORÐSENDING FRÁ ATVINNUMÁLA- NEFND ÍSAFJARÐARBÆJAR Ágætu forsvarsmenn fyrirtækja/rekstr- araðila. Atvinnumálanefnd Ísafjarðar- bæjar vinnur nú að könnun á stöðu og horfum í atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Könnunin er framkvæmd á rafrænan hátt til að flýta úrvinnslu og einfalda framkvæmd. Hér er um að ræða tíma- móta tilraun og eru þátttakendur hvattir til að bregðast fljótt og vel við og svara könnuninni sem fyrst. Mikilvægt er að svörun verði eins góð og mögulegt er til að niðurstöður gefi sem gleggsta mynd af stöðu atvinnulífs. Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar. Fasteign til sölu Til sölu er fasteign Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga að Brunngötu 7, Ísafirði. Um er að ræða steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara, byggt árið 1943. Hús- eignin, sem er á eignarlóð, er samtals 255m² að stærð, þ.e. 85m² hver hæð. Ósk- að er eftir tilboðum í eignina. Allar nánari upplýsingar um eignina gefur Björn Jóhannesson hdl., Aðalstræti 24, 3. hæð, Ísafirði, sími 456 4577. Sjómenn og útgerðar- menn á Vestfjörðum Kynningar- og umræðufundur Rannsókn- arnefndar sjóslysa verður haldinn í Guð- mundarbúð, húsakynnum Slysavarnafél- agsins Landsbjargar á Ísafirði kl. 13:00 til 15:00 laugardaginn 17. maí nk. Hvetjum alla sem tök hafa á að mæta og kynnast okkur, starfi okkar og að ræða mál- in. Rannsóknarnefnd sjóslysa. Aðalfundur Ferðamála- samtaka Vestfjarða 2003 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði laugardaginn 17. maí og hefst kl. 10:00 með málþingi um markaðssetningu Vestfjarða. Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands og Sigmar B. Hauksson verkefnastjóri verða gestir fund- arins. Sameiginlegur kvöldverður og skemmtun að loknum aðalfundi. Allir áhugamenn um ferðamál á Vestfjörðum eru velkomnir. Ferðamálasamtök Vestfjarða. Ísafjarðarbær hlýtur einnar milljónar króna styrk úr Forn- leifasjóði til frumkönnunar vegna fornleifarannsókna á hinu eldforna bæjarstæði á Eyrartúni á Ísafirði. Sjóðurinn úthlutaði nú styrkjum í fyrsta sinn en hann var stofnaður með þjóðminjalögum árið 2001. Hlutverk hans er að stuðla að varðveislu og rann- sóknum á fornleifum og forn- gripum. Sjóðurinn hafði rúm- ar fimm milljónir til ráðstöf- unar að þessu sinni og hlutu sex aðilar styrki. Umsóknir voru 40 og námu samtals rúm- lega 35 milljónum króna. Eyrarbærinn gamli er löngu horfinn en Eyrartún á milli Túngötu og gamla kirkju- garðsins á Ísafirði er ennþá vel þekkt og opið svæði. Mjög forvitnilegt verður að telja, fyrir margra hluta sakir, að kanna þetta forna bæjarstæði. Ýmsir hafa viljað telja að Eyri hafi verið landnámsjörð en fyrir því er engin vissa þótt almennar líkur séu nokkrar. Afar lítið er vitað um upphaf byggðar í Skutulsfirði. Land- námabók fer um svæðið í símskeytastíl að heita má líkt og víðar vestra. Hins vegar hefur Eyri verið kirkjustaður um aldir. Einna frægastur er staðurinn af mál- um séra Jóns þumlungs Magnússonar, sem varð fyrir ásókn myrkra máttarvalda og var göldrum kennt um. Fyrir það voru feðgar á Kirkjubóli í Skutulsfirði, sem báðir hétu Jón Jónsson, brenndir á báli árið 1656 neðan við Nausta- hvilft í Skutulsfirði, rétt þar fyrir ofan sem norðurendi flugbrautarinnar er nú. Eyrarbærinn stóð á bæjar- hólnum nokkru norðan við þann stað þar sem minnis- merki Ragnars myndhöggv- ara Kjartanssonar um drukkn- aða sjómenn stendur nú. Bær- inn hefur trúlega verið marg- byggður á sama stað í aldanna rás eins og venja var. Hann var rifinn ekki allmörgum ár- um eftir að Ísafjarðarkirkja sem brann árið 1987 var fullger árið 1863. Tóftir bæjar- ins munu hafa verið jafnaðar út á sjöunda áratug síðustu aldar. Ísafjarðarbær hlýtur einnar millj- ónar króna styrk úr Fornleifasjóði Styrkur til rannsókna á hinu forna bæjarstæði á Eyrartúni á Ísafirði Fulltrúar Ísfirðinga urðu í fjórum fyrstu sætunum í keppninni um Reykjavíkur- bikarinn í kajakróðri sem fram fór á laugardag. Vegalengdin sem þeir reru var 10,5 km og fór keppnin fram við Geld- inganes í blíðskaparveðri. Í 3,5 km róðri sigraði gamall brottfluttur Hnífsdælingur, Kristinn Benediktsson. Sigurvegari í 10,5 km róðr- inum og þar með Reykjavíkur- bikarhafi varð Sveinbjörn Kristjánsson úr Bolungarvík, sem keppti fyrir Ísafjörð, en nr. tvö varð kennari hans, Hall- dór Sveinbjörnsson frá Ísa- firði. Örlítill sjónarmunur skildi þá að á marklínunni samkvæmt úrskurði dómara en tími þeirra var hnífjafn eða 1 klukkustund 5 mínútur og 10 sekúndur. Í þriðja sæti í 10,5 km róðri varð gönguskíðakappinn Ól- afur Th. Árnason frá Ísafirði á 1 klukkustund 6 mínútum og 44 sekúndum og fjórði varð Sigurður P. Hilmarsson frá Ísafirði. Keppendur voru 39 í fjórum flokkum, þar á meðal fjórar konur, en yngsti keppandinn var aðeins 11 ára. Fjöldi fólks mætti til að fylgjast með keppninni. Að henni lokinni buðu Kayakbúðin og Ultima Thule til grillveislu. Vestfirðingar einok- uðu fjögur efstu sætin Reykjavíkurbikarinn í kajakróðri Ólafur Th. Árnason (3), Sveinbjörn Kristjánsson (1) og Halldór Sveinbjörnsson (2) á verðlaunapallinum. 19.PM5 18.4.2017, 11:033

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.